Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.07.2022, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 26.07.2022, Qupperneq 10
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Lofts- lagsmál eru hvorki hægri né vinstri stjórnmál. Þau eru öll mál – og varða hags- muni allra jarðarbúa. Öflun vindorku er hvorki óum- deild né án vand- kvæða. Elín Hirst elinhirst @frettabladid.is Kapphlaup um virkjun vindsins er hafið á Íslandi. Hjá verkefnisstjórn rammaáætlunar liggja rúmlega þrjátíu hugmyndir um vindorkukosti víðs vegar um land. Á þessari stundu er óljóst hversu margir þeirra hljóta afgreiðslu eftir skoðun en það er nokkuð ljóst að vindmyllur verða hluti af orkulandslaginu á þessari öld. Afgreiðsla þriðja áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða á Alþingi í sumar markaði tímamót að því leyti að þar var samþykkt að setja tvo vindorkukosti í nýtingarflokk: Blöndulund (100 MW) og Búrfellslund (120 MW). Þar er mikilvægt skref stigið í átt til þess að nýta fleiri náttúruauðlindir til raforku- framleiðslu hér á landi en vatnsafl og jarðvarma. En það sama gildir um virkjun vindorku og virkjun jarðvarma og vatnsafls. Það er ekki sama hvernig það er gert og heldur ekki hvar. Um það vitna viðbrögð fólks á Vesturlandi, t.d., við virkjanahugmyndum þar. Hér þarf að vanda til verka, því að öflun raforku með vindorku er hvorki óumdeild né án vandkvæða. Samfylkingin telur miklu skipta að vindorkukost- irnir tveir í nýtingarflokki séu á hendi Landsvirkjunar vegna þess að fyrirtækið er í ríkiseigu og greiðir arð af starfsemi sinni í ríkissjóð. Það er lykilatriði í þessu tilliti að fólkið í landinu njóti ávaxtanna af slíkri orkuvinnslu og því eðlilegt að fyrirtæki í ríkiseigu fari fremst í virkjun vindorku. Einnig liggur fyrir að sam- spil vatnsafls og vinds getur gert raforkuframleiðslu hagkvæmari og bætt afhendingaröryggi. Samkvæmt hugmyndunum í 4. áfanga rammaáætl- unar bíða einkaaðilar í röðum eftir því að geta virkjað íslenska rokið. Við það er í sjálfu sér ekkert að athuga en staðan setur stjórnmálunum skýrt og afar mikil- vægt verkefni; að marka lagaumgjörð um orkuöflun einkaaðila með þeim hætti að auðlindarentan renni í sameiginlega sjóði en ekki í prívatvasa. Þetta er for- gangsmál sem jafnaðarmannaflokkur Íslands mun beita sér fyrir á Alþingi í vetur. ■ Kapphlaupið um vindorkuna Þórunn Svein- bjarnardóttir þingkona Sam- fylkingarinnar – jafnaðarmanna- flokks Íslands Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is ser@frettabladid.is Kontóristar Alveg er það eitthvað svo ein- staklega íslenskt að kontóristum fjölgi miklu hraðar á æðsta spítala landsmanna en starfs- fólkinu á gólfinu sem er að sinna sjúklingunum. Læknar og hjúkrunarfræðingar ásamt öðru fagfólki á deildum spítalans hafa bent á þessa þróun í all- langan tíma án þess að nokkuð hafi verið gert í málinu – og það er auðvitað að vonum að þeir hnykli sveittar brýnnar, enda margir komnir á fremsta hlunn með að segja upp störfum sakir óheyrilegs álags í manneklunni á staðnum. Og hvernig bregst yfir- stjórn spítalans við því? Jú, með því að fjölga blýantsnögurunum. Skrattakollar Meðal deilda spítalans sem hafa fengið innspýtingu á undan- liðnum árum er upplýsinga- deildin, sem eðli málsins sam- kvæmt er ekki mikið að sinna því mikilvægasta sem þessi virðulega heilbrigðisstofnun er alla jafna að gera, að lækna og líkna fólki alls staðar að af landinu. En það er raunar líka hrein spurning hvort hún er að sinna því starfi sem hún á að vera að vinna að, nefni- lega að upplýsa þjóðina um starf- semi spítalans, en frægt er þegar yfirmaður upplýsingasviðsins galt sérlegan varhug við því að fagfólk Landspítalans svaraði fyrirspurnum „skrattakollanna“ á fjölmiðlum landsins. ■ Fyrstu myndirnar frá James Webb-geim- sjónaukanum eru stórkostleg sjón og hafa ratað á forsíður allra helstu fjöl- miðla í heimi. Aldrei fyrr hafa menn fengið að skyggnast svo langt út í hinn ægistóra geim og sjá ævintýralega hluti eins og stjörnur í fæðingu, stjörnur í andarslitrunum og fjarlægar vetrarbrautir. Geimsjónaukinn hefur einnig fundið elstu stjörnuþoku sem menn hafa nokkru sinni augum barið, Glass-z13, sem er í 13,5 milljarða ljósára fjarlægð frá Jörðinni. Fyrir rúmum tuttugu árum fengum við að kynnast öðrum óþekktum heimi hér á Jörðinni, inni í mannslíkamanum, þegar vísindamönn- um tókst að raðgreina erfðamengi mannsins í fyrsta sinn. Hulunni var svipt af örsmáum veru- leika sem er að finna inni í hverri einustu frumu okkar. Fræg eru ummæli stjörnufræðingsins Carl Sagan: „Alheimurinn er innra með okkur. Við erum gerð úr stjörnuefni. Við erum leið fyrir alheiminn til að þekkja sjálfan sig.“ En staðan er samt sú að maðurinn flýtur sof- andi að feigðarósi. Vegna endalauss útblásturs gróðurhúsalofttegunda er andrúmsloft Jarðar að hlýna hættulega mikið, eins og fólk víða um Evrópu hefur fundið á eigin skinni í hitabylgj- unum sem þar hafa gengið yfir síðustu daga. Í kjölfarið fylgja þurrkar og gróðureldar. Þetta er bara ein birtingarmynd þess sem er að gerast. Andrúmsloft Jarðar er bara örþunn himna, en gerir lífið í núverandi mynd mögulegt. Litlu má skeika. Segja má að náttúran hafi sýnt ótrúlegt þolgæði miðað við allt okkar brambolt frá iðn- byltingu. En nú hriktir í. Myndirnar frá James Webb sýna okkur enn og aftur svo ekki verður um villst að mann- kynið hafi fengið úthlutað einstökum stað í alheiminum sem er ríkulega búinn auðlindum. Stjörnufræðingurinn Carl Sagan lýsti Jörðinni sem dýrmætum skartgripi í himingeimnum; einstakri ljósblárri perlu. En samt vaða uppi alls konar illmenni, stríðsherrar, valdasjúkir skaðræðisgripir, óseðjandi peningamenn; fólk sem skaðar samfélagið, lífríkið og náttúruna, ef til vill bara til að græða eða skemmta sér. Eins og fílar í postulínsbúð. Tekið skal fram að þessi lýsing á aðeins við lítinn hóp, meginþorri mannkyns er gott fólk sem vill láta gott af sér leiða og kann að meta þær gjafir sem náttúran færir. Loftslagsmál eru hvorki hægri né vinstri stjórnmál. Þau eru öll mál – og varða hagsmuni allra jarðarbúa. Vonandi mun sú þekking sem geimsjónaukinn færir auka skilning okkar á alheiminum, okkur sjálfum og hvert ferðinni er heitið. Stöðvað okkur á óheillabrautinni. ■ Fílar og postulín SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 26. júlí 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.