Fréttablaðið - 26.07.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.07.2022, Blaðsíða 8
Svo mikið er af blaðlús í þurru og sólríku veðri í Flatey á Breiðafirði að sykurríkur skíturinn úr þeim sest í fiður fuglsins á staðnum, en það virðist vera sárasjaldgæft fyrirbæri í heiminum. ser@frettabladid.is LÍFRÍKI Óvenjumargir fuglar í Flat- ey á Breiðafirði hafa fundist þaktir hunangsdögg í sumar, ýmist í öllu fiðrinu eða að hluta, en félagarnir Sverrir Thorsteinsson og Ævar Petersen, sem báðir hafa stundað merkingar og rannsóknir á fuglum um áratugaskeið, rita grein um þetta fyrirbrigði í nýjasta hefti Nátt- úrufræðingsins sem var að koma út. „Ég er búinn að koma hingað út í Flatey til að skoða fuglalífið í hálfa öld,“ segir Ævar, „og Sverrir líklega í um fjörutíu ár, svo við þekkjum ágætlega til lífríkisins hér um slóðir,“ bætir hann við og kveður þá vera að pakka saman í sumar eftir tíu daga úthald. „Við höfum tekið eftir því að þetta gerist einkanlega í óvanalega þurrum sumrum, svo sem í ár, en langvarandi þurrkatíð var í Flatey upp úr miðjum júní með sólskini, miklum hlýindum og stilltu veðri,“ útskýrir Ævar, sem er löngu orðinn hokinn af fuglafræðum sínum, en ríflega fjörutíu ár eru frá því hann lauk doktorsprófi í greininni frá Oxford á Englandi. Hann segir hunangsdöggina vera úrgang sem komi frá blaðlúsum, en býsnin öll sé að finna af þeim í mýrlendinu í Flatey þar sem mikið fuglalíf er fyrir. „Þetta er skíturinn úr lúsinni – og hann er alveg ein- staklega sykurríkur, svo hann hreinlega límist á fuglana allt um kring,“ bætir fuglafræðingurinn við sem sjálfur hefur óhreinkast af þessu klístri við endurteknar rann- sóknir sínar á fuglum í Flatey og hreiðrum þeirra. „Þetta sest misjafnlega á fuglana,“ heldur Ævar áfram, „en við höfum haft sérstakar áhyggjur af þeim fuglum sem hafa verið alþaktir hunangsdögginni,“ bætir hann við og nefnir til sögunnar hrossagauk einn sem þeir fundu illa leikinn af þessu klístri sumarið 2010. „Við fundum hann á hreiðri og bæði hann og hreiðrið var útatað klístri. Fyrir vikið töldum við nokk- uð víst að fuglinn myndi drepast svona á sig kominn, en okkur til mikillar undrunar fannst hann árið eftir á hreiðri og sömuleiðis sumarið þar á eftir,“ segir Ævar, en þar af leið- andi hafi verið ljóst að fuglinn hafi náð að losa sig við klístrið og lifað ósköpin af. Þeir hafi þó fundið nokkra dauða fugla, alþakta hunangsdögg, en ekki megi þó slá því föstu að þeir hafi drepist af klístrinu. Raunar vanti frekari rannsóknir á þessu fyrir- 150 þúsund börn kanadískra frumbyggja sættu grófri misnotkun og ofbeldi. Þetta er skíturinn úr lúsinni – og hann er alveg einstaklega sykurríkur, svo hann hreinlega límist á fuglana allt um kring. Ævar Petersen, fuglafræðingur Hunangsdögg úr blaðlúsum þekur fiður fuglanna í Flatey á Breiðafirði Flatey á Breiðafirði. Ævar Petersen hefur rannsakað fuglalífið þar í hálfa öld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fullorðinn hrossagaukur í Flatey á Breiða- firði, allur klístraður af hunangsdögg. MYND/ KANE BRIDES Séð ofan á fullorðinn hrossagauk sem var tekinn á hreiðri í Flatey, allur klístraður af skítnum úr blaðlúsum. Fimmtíu tegundir til af blaðlúsum Blaðlýs eru smávaxin skordýr, nokkrir millimetrar á lengd eða minni. Algengustu litir þeirra eru grænn, rauður og brúnn. Lífsferill blaðlúsa er nokkuð breytilegur eftir þeim fimmtíu tegundum sem fundist hafa af þeim hér á landi. Einfalt fyrirkomulag er þannig að vængjalaus kvendýr klekjast úr eggjum að vori. Þau eiga síðan af- kvæmi án frjóvgunar yfir sumarið með svokallaðri meyfæðingu, en síðan verpa kvendýrin eggjum sem liggja í dvala næsta vetur fram á vor. brigði, en við leit Ævars og Sverris að erlendum heimildum um það fundu þeir aðeins eina litla grein sem greindi frá spörfuglum í Þýska- landi sem voru klístraðir á baki og vængjum af völdum lúsaskítsins. „En miðað við hve lítið hefur verið skrifað um klístur á fuglum af völdum þessa úrgangs úr blaðlúsum virðist það sárasjaldgæft fyrirbrigði í heiminum,“ segir fuglafræðingur- inn kunni, sem lætur ekki deigan síga í rannsóknum sínum þótt ára- tugur sé liðinn frá því hann fór á eftirlaun. Áhuginn á faginu sé frá- leitt að fjara út. „Ég nenni ekki að sitja á stól og bora í nefið, maður minn,“ segir Ævar Petersen að lokum og býst til brottfarar úr Flatey þar sem hann hefur verið, svo sem fyrr segir, á hverju sumri í hálfa öld. n gar@frettabladid.is RÚSSLAND Gasstreymi um Nord Stream-gasleiðsluna frá Rússlandi til Þýskalands verður minnkað verulega frá og með morgundeg- inum. Segir Bloomberg-fréttaveitan að aðeins verði veitt 33 milljón rúm- metrum af gasi um leiðsluna, sem er aðeins helmingur þess sem fer um hana í dag og einungis fimmtungur hámarks afkastagetu leiðslunnar. Rússar skýra skerðinguna með því að slökkva þurfi á búnaði af tæknilegum ástæðum. Verð á gasi hækkaði um tíu prósent í Evrópu í gær í kjölfar þessara tíðinda. n Rússar skrúfa niður í gasinu Hluti Nordstream-gasleiðslunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY olafur@frettabladid.is ÞÝSKALAND Væntingar stjórnenda þýskra fyrirtækja til efnahags- ástands eru neikvæðari nú en þær hafa verið undanfarin tvö ár. Margt bendir til að stærsta hagkerfi í Evr- ópu sé á barmi efnahagslægðar. Væntingarvísitala Ifo-stofnunar- innar féll úr 92,2 í 88,6 milli mán- aða, mun meira en hagfræðingar höfðu búist við. Þýskaland hefur orðið harkalega fyrir barðinu á verðhækkunum á olíu og gasi sem stafa af innrás Rússlands í Úkraínu og afleiðingum þvingunaraðgerða Vesturlanda gegn Rússum í kjölfarið. Á föstudag verða birtar tölur um landsframleiðslu á öðrum ársfjórð- ungi og í könnun Reuters meðal hagfræðinga segir að þeir búist við að vöxturinn mælist aðeins 0,1 pró- sent á fjórðungnum. Á fyrsta árs- fjórðungi óx landsframleiðsla um 0,2 prósent eftir 0,3 prósenta sam- drátt á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Að sögn Clemens Fuest, forstjóra Ifo, er mikil svartsýni nú ríkjandi meðal stjórnenda þýskra iðn- fyrirtækja og einnig er svartsýni orðin ráðandi meðal stjórnenda þjónustufyrirtækja, ekki síst smá- sölunnar, og meðal byggingarfyrir- tækja. Útlitið sé ekki einu sinni bjart í ferða- og hótelgeiranum. „Allir geirar atvinnulífsins eru svartsýnir.“ Útlitið er lítið betra í Frakklandi og því virðist sem tvö stærstu hag- kerfi álfunnar stefni nú hraðbyri í efnahagslægð. Þetta gæti gerst síðar á þessu ári eða um áramót, en það er skilgreint sem efnahagslægð þegar efnahagssamdráttur er tvo ársfjórð- unga í röð. n Þýskaland rambar nú á barmi efnahagslægðar Flest bendir nú til þess að Þýskaland stefni í efnahagslægð í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Frans páfi hitti leiðtoga frumbyggja. erlamaria@frettabladid.is KANADA „Ég bið auðmjúklega um fyrirgefningu fyrir illskuna sem fjöldi kristinna beitti frumbyggja,“ sagði Frans páfi í ræðu í gær. Páfinn er í Kanada og hitti í gær kanadíska stjórnmálamenn og leið- toga frumbyggja. Talið er að yfir 150 þúsund börn frumbyggja hafi sætt grófri líkam- legri misnotkun og líkamlegu og andlegu of beldi af hendi meðlima kaþólsku kirkjunnar á árunum 1831 til 1996. Þetta er í fyrsta skipti sem kaþólska kirkjan biðst formlega afsökunar vegna málsins. Á síðast ári fundust líkamsleifar 215 barna við einn af fjölmörgum heimavistarskólum fyrir börn af frumbyggjaættum. Samkvæmt The New York Times voru börnin tekin með valdi frá fjöl- skyldum sínum og send í slíka skóla, þar sem þeim voru innrætt vestræn gildi í gegnum trúarbrögð. Bæði líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi átti sér stað í heimavistarskólunum, auk þess sem börnunum var gert að afneita menningu sinni og tungu- máli. Síðustu ár hafa frumbyggjar í Kanada fengið afsökunarbeiðni frá öðrum kristnum trúfélögum, en algjör þögn hafði ríkt þegar kom að kaþólsku kirkjunni. Þar til nú. Frans páfi sagði að það að biðjast fyrirgefningar væri þó ekki mála- lyktir. Hann kallar eftir rannsókn á skólunum og fleiri úrræðum til að hjálpa nemendum sem enn eru á lífi og afkomendum þeirra. n Bað frumbyggja afsökunar vegna ofbeldis kristinna 8 Fréttir 26. júlí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.