Fréttablaðið - 26.07.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.07.2022, Blaðsíða 6
Stofnendur íslenska smáfor- ritsins Lilja app voru meðal fyrirlesara á Evrópska kven- leiðtogaskólanum sem fram fór í Prag í síðustu viku. Stofnandi skólans fullyrti við þetta tilefni að fyrirlestur íslenska hópsins hefði verið sá mikilvægasti á viðburðinum. ninarichter@frettabladid.is NÝSKÖPUN Smáforritið Lilja app varð í þriðja sæti í nýsköpunar- keppninni Gullegginu í byrjun febrúar. Forritið sigraði síðan í Womens Innovators-hraðlinum sem fór fram í maí, á vegum Women Tech Iceland og Huawei. „Við vorum í kjölfarið boðnar út til Prag og beðnar að halda erindi,“ segir Inga Henriksen, annar stofn- enda og eigenda forritsins. Inga og Árdís R. Einarsdóttir, eigendur Lilja app, þekkja heimil- isof beldi af eigin raun. Þær f luttu áhrifamikla tölu á tilf inninga- þrunginni stund í Martinický-höll- inni í Prag á föstudag, og uppskáru gríðarleg viðbrögð. Stofnandi sumarskólans sagði fyrirlesturinn vera mikilvægasta erindið sem flutt hefði verið alla vikuna. „Appið er hugsað sem forvörn gegn kynferðisbrotum. Því er ætlað að gefa vissan fælingarmátt og létta á sönnunarbyrði í þeim málum, ásamt því að vera fyrir þolendur heimilisof beldis. Ekkert sambæri- legt er til í heiminum í dag.“ Inga segir grunninn að smáfor- ritinu vera fyrirtækjalausnina sem við komi viðkvæmum málum innan fyrirtækja. „Fyrirtækjalausnin á að gera appinu kleift að vera öllum að kostnaðarlausu.“ Inga segir að í gærmorgun hafi farið fram fundur hjá tékkneskum tæknirisa sem hyggst innleiða smá- forritið og þróa það að fullu. „Svip- aðan áhuga er að finna víðs vegar að, svo að það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu,“ segir Inga. Evrópski kvenleiðtogaskólinn, á ensku Summer School for Female Leadership in the Digital Age, var haldinn í þriðja sinn frá stofnun og er fjármagnaður af Evrópska þjálfunarsjóðnum, ETF og kín- verska tæknirisanum Huawei. Þar fá 29 ungar konur á aldrinum 18 til 20 ára, ein frá hverju aðildarlandi Evrópusambandsins auk þátt- takanda frá Úkraínu og annars frá Vestur-Balkanlandi, tækifæri til að sitja námskeið hjá leiðtogum á sviði alþjóðasamskipta, netöryggismála, stjórnmála og viðskipta. Stofnandi og stjórnandi sumar- skólans er Berta Herrero, forseti jafnréttis- og fjölbreytileikanefndar Evrópudeildar Huawei. Áður gegndi Berta stöðu yfirmanns almanna- tengsla hjá Huawei í Evrópu. Hún hefur auk þess gegnt stöðu aðstoð- armanns varaforseta Evrópuþings- ins. Berta starfaði um árabil sem blaðamaður hjá El Mundo í Madrid. Varðandi tildrög Leiðtogaskól- ans segir Berta að á menntaskóla- árunum hafi hana skort almenni- lega yfirsýn yfir þá möguleika sem henni stóðu til boða, og viðhorf til kvennastarfa hafi spilað þar hlut- verk. „Ég hafði ekki endilega yfirsýn yfir alla þá möguleika sem konur hafa aðgang að. Að einhver eins og ég gæti orðið verkfræðingur, stjórnandi á sviði netöryggismála eða hvað sem er. Viðhorfið var ekki innstillt á það,“ segir hún. „Það sem við reynum að gera hér í leiðtogaskólanum og ég reyni að gera persónulega í mínu starfi er að veita ungum konum yfirsýn yfir þann mikla fjölbreytileika í námi og atvinnu sem þeim stendur til boða. Þetta er ekkert endilega alltaf spurning um peninga,“ segir hún. „Nemendur í leiðtogaskólanum sýna að allt er hægt. Við höfum frá upphafi fengið meira en 6.000 umsóknir. Áhuginn er þarna og metnaðurinn er þarna. Við þurfum að jafna tækifærin og þangað til það tekst er þörf á prógrammi á borð við þetta.“ Í leiðtogaskólanum er sterkur fókus á geðheilsu og f jögurra manna teymi sinnir þátttakendum eftir þörfum. Meðal fyrirlesara í Prag voru meðlimir Evrópuráðs og Evrópuþingsins, fulltrúar nýsköp- unarráðs Evrópu og stafrænir leið- togar hjá fremstu fjölmiðlasam- steypum heims. Þá voru fulltrúar netöryggisstofnana og Geimferða- stofnunar Evrópu á mælendaskrá. Ljóst er að rík þörf er á lausnum í þessum málaflokki og tölfræðin talar sínu máli. Samkvæmt gögnum frá WHO frá árinu 2013 eru 18 konur myrtar á dag í Evrópu og þar af eru 12 þeirra morða framin af einstaklingi sem er nátengdur fórnarlambinu. Það gera 6.570 morð á ári í Evrópu. Sé horft utan álfunnar eru tölurnar miklu hærri, eða 52.560 konur á ári. Þá verða 150 milljónir stúlkna fyrir nauðgun eða kynferðisof beldi á hverju ári. ■ Sveitarfélagið Horna- fjörður viðurkennir ekki að framkvæmd þess hafi verið í trássi við jafnræðisreglu. Bæjarráð Hornafjarðar Við þurfum að jafna tækifærin og þangað til það tekst er þörf á prógrammi á borð við þetta. Berta Herrero, stofnandi Evrópska kven­ leiðtogaskólans ser@frettabladid.is FASTEIGNIR Fermetraverð á litlum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu braut 800 þúsund króna markið í síðasta mánuði í fyrsta skipti og stendur það nú í rúmlega 819 þús- undum króna. Hér er um íbúðir að ræða sem eru undir 80 fermetrum að stærð. Samkvæmt því sem fram kemur í nýrri samantekt viðskiptagreining- ar Deloitte á þróun húsnæðisverðs á milli maí og júní í ár er íbúða- markaðurinn svo sannarlega ekki að hægja á sér. Þar kemur fram að að meðaltali hefur orðið 7,5 prósenta hækkun á íbúðarverði á höfuðborgarsvæðinu á milli maí og júní, en meðalverð seldra íbúða er þar nú 70 milljónir króna. „Maður hefði haldið að það væri að hægjast á spennunni á húsnæðis- markaði, en svo er alls ekki,“ segir Ýmir Örn Finnbogason, yfirmaður viðskiptagreiningar hjá Deloitte, „og sérstaka athygli vekur hvað litlu íbúðirnar eru að seljast við háu verði. Maður sárvorkennir unga fólkinu fyrir vikið,“ segir Ýmir Örn. Þá er mikil fjölgun í sölu stærri íbúða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru yfir 120 fermetrum, en í júní síð- astliðnum seldust ríflega 30 prósent fleiri íbúðir í þeim stærðarflokki en í maí. Ýmir Örn segir alla vísa í þessum efnum benda í sömu átt. „Kaup- samningum er að fjölga, en 4 prósent f leiri samningar voru gerðir í júní en í maí í vor,“ segir hann og metur það svo að vaxtahækkanir Seðla- bankans séu greinilega ekki að bíta, að minnsta kosti ekki enn um sinn. „Þetta er orðinn mjög erfiður markaður fyrir fyrstu kaupendur með hækkun vaxta og litlu framboði sem ýtir verðinu svona mikið upp,“ bendir Ýmir Örn á og segir ástandið sjást best á því hvað verðhækkanir hafi verið miklar frá því á síðasta ári. „Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 27 prósent,“ segir Ýmir Örn Finnboga- son hjá Deliotte. ■ Fermetraverð á litlum íbúðum í borginni hefur aldrei verið hærra Ýmir Örn Finnbogason, yfirmaður við­ skiptagreiningar hjá Deloitte Samkvæmt samantekt viðskiptagreiningar Deloitte á þróun húsnæðisverðs á milli maí og júní í ár er íbúðamarkaðurinn svo sannarlega ekki að hægja á sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Íslenskt app fyrir þolendur ofbeldis slær í gegn í Prag Frá Martinický­höllinni í Prag þar sem leiðtogaskólinn fór fram. FRÉTTABLAÐIÐ/NÍNA RICHTER Inga Henriksen og Árdís R. Einarsdóttir, stofnendur smáforritsins Lilju. MYND/SKJÁSKOT gar@frettabladid.is SVEITARSTJÓRNIR Hornfirðingar segjast ekki ætla að una úrskurði innviðaráðuneytisins um að sveit- arfélagið hafi ekki farið að lögum þegar lóðarhöfum einum við Haga- leiru var synjað um að fá gatna- gerðargjöld felld niður. „Sveitarfélagið fékk ekki upplýs- ingar um að kæra væri til umfjöll- unar í ráðuneytinu og fékk ekki tækifæri til að koma sínum sjónar- miðum á framfæri,“ segir um málið í fundargerð bæjarráðs Hornafjarðar. Ráðuneytið hafi í tvígang synjað sveitarfélaginu um endurupptöku málsins. „Engar skýringar eða leiðir eru til að rekja það að kæra lá fyrir í ráðu- neytinu þar sem of langur tími var liðinn til að rekja tölvupósta,“ segir bæjarráðið. Eftir ítarlega skoðun og samráð við lögfræðing og Samband íslenskra sveitarfélaga ætli bæjarráð ekki að una úrskurði ráðuneytisins. Því verði lóðarhöfunum synjað um endurgreiðslu gatnagerðargjalda eins og áður hafi verið ákveðið. Upphæðin sem um er að tefla mun nema tæpum þremur milljónum króna. „Sveitarfélagið Hornaf jörður viðurkennir ekki að framkvæmd þess hafi verið í trássi við jafnræðis- reglu, enda séu sterk rök fyrir því að svo sé ekki,“ segir bæjarráðið. Ekki hafi verið um mismunun að ræða því þeir sem fengu frest á fram- kvæmdum hafa ekki verið að sækja um lóð eftir að reglur um tímabund- inn afslátt af gatnagerðargjöldum runnu út. Úrskurður ráðuneytisins sé ekki bindandi fyrir sveitarfélagið, sem að auki telji að málsmeðferðin hafi verið haldin slíkum ágöllum að niðurstöðunni verði ekki unað. Sveitarfélagið eigi ríka hagsmuni í málinu. ■ Hornfirðingar endurgreiða ekki gjöld þrátt fyrir úrskurð innviðaráðuneytis Kæra var ekki borin undir sveitarfélagið Hornafjörð, segir bæjarráð. FRÉTTABLAÐIÐ/ PJETUR 6 Fréttir 26. júlí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.