Fréttablaðið - 26.07.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.07.2022, Blaðsíða 30
arnartomas@frettabladid.is HRingurinn hefur fyrir þó nokkru fest sig í sessi sem stærsta árlega tölvuleikjamót Íslands þar sem tugir keppnisliða keppa sín á milli í fjölda tölvuleikja. Í ár verða þó ákveðin tímamót þar sem engin lið hafa skráð sig til keppni í League of Legends sem var einu sinni vin- sælasti keppnisleikur landsins. „Ég held að almennilega senan sé dauð. Jafnvel þótt það gætu sprottið upp eitt og eitt lítið mót þá held ég að það verði aldrei nein deild aftur,“ segir Hafliði Örn Ólafs- son, best þekktur sem Flati innan senunnar. Flati hefur staðið að skipulagn- ingu á League of Legends keppnis- viðburða frá árinu 2012 þegar senan var í blóma. „Árin 2012-2013 voru 32 lið skráð. Síðan fór þetta hægt og rólega niður á við þar til það voru venjulega 8 til 10 lið skráð og svo yfir í ekki eitt einasta,“ segir hann. Hvert fóru allir spilararnir? Yfir í einhvern annan leik eða bara á vinnumarkaðinn? „Ég held þeir hafi bara eignast börn og hætt að spila,“ segir Flati, sem mun berja dauða hestinn sem League of Legends er enn um sinn. „Maður getur barið hann allavega í smátíma í viðbót en svo fer ég að skoða hvað kemur næst eða hvort ég sé bara orðinn of gamall sjálfur.“ n AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Ég held að þeir hafi bara eignast börn og hætt að spila. Hafliði Örn „Flati“ Ólafsson Hefur lært að elska örið sitt Ísabella segist elska örið sitt meira með hverjum deg- inum sem líður. MYNDA/AÐSEND Flati leiðir League-fylgd HRingsins Ísabella Þorvaldsdóttir var þriggja ára gömul þegar hún gekkst undir nýrnaskipta- aðgerð og fékk nýra frá pabba sínum. Hún hefur lært að elska örið eftir aðgerð og tekur nú þátt í Miss Universe Iceland. odduraevar@frettabladid.is Ísabella Þorvaldsdóttir er meðal þátttakenda í Miss Universe Iceland sem fram fer í Gamla bíói þann 24. ágúst. Hún segir undirbúninginn hafa hjálpað sér við að gera upp for- tíðina en þegar Ísabella var þriggja ára gekkst hún undir nýrnaskipti og gaf faðir hennar, Þorvaldur Örlygsson fyrrverandi landsliðs- maður í knattspyrnu, henni nýra. „Ég hef ekki sagt mörgum þetta, heldur einmitt frekar leynt þessari sögu og líka örinu á maganum eftir aðgerðina,“ segir Ísabella. Það hafi hins vegar verið erfitt strax frá upp- hafi í Miss Universe Iceland. „Fyrsta æfingin snerist um að fara í sundföt og að ganga. Ég hugsaði fyrst bara, „ó nei, nú mun örið mitt sjást,“ en svo gafst bara enginn tími til að hugsa um það hvernig maður lítur út og ég dembdi mér bara í þetta.“ Ísabella segist þakklát Manuelu Ósk Harðardóttur, skipuleggjanda keppninnar, fyrir ómetanlegan stuðning. „Hún og þátttakan í keppninni hefur hjálpað mér að elska sjálfa mig. Ég er farin að elska örið mitt meira og meira á hverjum einasta degi.“ Tekur einn dag í einu Ísabella fæddist með blöðrur á nýra og fór þriggja ára gömul í nýrnaskipti. „Ég man bara að ég var mjög reið og pirruð út í alla læknana og hjúkrun- arfræðingana, sem maður auðvitað er ekkert eðlilega þakk- látur fyrir í dag,“ segir Ísabella hlæjandi. Ísabella hefur síðan tekið lyf vegna aðgerðarinnar og átt miserfiða daga. „Þegar ég var 13 ára var til dæmis eitthvert vesen með lyfin og ég fékk magasár og svo stundum hafa komið upp nýir hlutir tengdir þessu,“ útskýrir Ísa- bella, sem bætir við að hugarfarið skipti þess vegna öllu máli. „Ég hef stundum tekið bara einn dag í einu og tamið mér ákveðið hugarfar,“ segir Ísabella sem er þakklát foreldrum sínum. „Þau hafa aldrei látið mér líða eins og ég sé sjúklingur og alltaf ýtt mér út í að gera allt sem ég vil.“ Kennir krökkunum hugarfarið Ísabella hefur um fjögurra ára skeið kennt ungum krökkum ballett. „Ég hef lagt áherslu á að kenna krökk- unum þetta hugarfar. Að ef þau gangi í gegnum eitthvað, þá muni þau komast í gegnum þetta,“ segir Ísabella. „Þetta er í raun það skemmtileg- asta sem ég geri, að kenna og hjálpa litlu nemendum mínum í þessu. Ég elskaði þetta sjálf og æfði dansinn í sjö ár en varð svo að hætta bæði vegna veikindanna en líka bara vegna lífsins,“ segir hún. Ísabella tekur fram að hún hafi aldrei látið þetta stoppa sig en hún er á leið á síðasta árið í lögfræði. „Það er æðislegt að það eru allir líf- færagjafar á Íslandi nema annað sé tekið fram.“ Ísabella segist ekki geta beðið eftir því að komast á svið í Miss Universe Iceland. „Því þetta er líka boðskapurinn sem ég vil koma á framfæri. Það eru allir fallegir, sama hvað þeir hafa gengið í gegnum eða hvað þeir eru með á líkamanum.“ n Það eru allir fallegir, sama hvað þeir hafa gengið í gegnum eða hvað þeir eru með á líkamanum. Ísabella Þorvaldsdóttir www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 PÓSTLISTASKRÁNING Viltu skrá þig á póstlista? Skannaðu QR kóðann. NÝJUM 30-50% AFSLÁTTUR RÝMUM FYRIR LÝKUR Í DAG VÖRUM CLEVELAND Hornsófi, hægri eða vinstri. Dökkgrátt eða ljósgrátt áklæði. 308 x 203 x 81 cm. 139.993 kr. 199.990 kr. RICHMOND Borðstofuborð. Olíuborin eik. Ø120 cm. 49.995 kr. 99.990 kr. 30% 50% AF VÖLDUM SÝNINGARVÖRUM OG SÍÐUSTU EINTÖKUM AF LAGER Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. 22 Lífið 26. júlí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.