Fréttablaðið - 26.07.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 26.07.2022, Blaðsíða 26
Það eru oft margar samfélags- legar hugmynd- ir, ákveðin norm, sem er þægilegt að koma á framfæri í einhverju eins og glæpasögu. Það er hitt og þetta fram undan áður en ég skelli mér aftur í námið. arnartomas@frettabladid.is Leiðsögn um sýninguna Æðarrækt fer fram í Norræna húsinu á fimmtu­ daginn klukkan 17. Þar mun annar af sýningarstjórum sýningarinnar, Rúna Thors, og listamaðurinn Eygló Harðardóttir leiða gesti um sýning­ una. „Þetta byrjaði í rauninni 2018 þegar Æðarræktarfélagið leitaði til mín um að vinna verkefni í kringum afmæli félagsins,“ segir Rúna, sem hófst handa ásamt Tinnu Gunnars­ dóttur og Hildi Steinþórsdóttur. „Á sýningunni eru verk eftir listafólk frá Íslandi, Danmörku og Noregi að vinna út frá þessum heimi æðar­ ræktar.“ Rúna segir að í tengslum við sýn­ inguna hafi þau heimsótt æðarvarp og æðarbændur til að kynna sér hefðina. „Á Íslandi erum við að tína og hreinsa 75 prósent æðardúns í heim­ inum í dag. Það sem við heilluðumst öll svo mikið af var þetta samband á milli æðarfuglsins og bóndans,“ segir hún. „Þetta er mjög náið sam­ band þar sem bóndinn ver fuglinn gegn vargi og fær að launum dúninn. Það er enginn sem meiðir fuglinn sem missir dúninn þegar hann liggur á eggjum til þess að hitinn frá bringunni komist að eggjunum.“ Sýningin hófst í Norræna húsinu í maí og stendur yfir til 31. júlí en flytur svo austur á land og verður sett upp á Svavarssafni á Höfn í Hornafirði 16. september. n Fallegt samlífi fugls og bónda Sýningunni lýkur í Norræna húsinu 31. júlí en hún flytur austur í haust. arnartomas@frettabladid.is Sumardagskrá Jazzklúbbsins Múl­ ans heldur áfram annað kvöld þar sem djassarinn Bjarni Már Ingólfs­ son stígur á svið ásamt vel mönn­ uðum kvartetti sínum. „Þetta verður prógramm sem er blanda af mínum eigin lögum og svo lítt þekktari standarda og tón­ smíðar sem ég hef verið að grúska í frá tónskáldum djassins,“ segir Bjarni Már. Að undanförnu hefur Bjarni Már samið tónlist sem hann spilar með hinum ýmsum sveitum, bæði heima fyrir og í Svíþjóð þar sem hann er búsettur. „Ég á alveg fullt af frum­ sömdu efni sem við tökum fyrir á tónleikum,“ segir hann. Áður en Bjarni Már snýr aftur til Stokkhólms í meistaranám ætlar hann þó að fá aðeins meiri djass­ útrás. „Í ágúst verður djasshátíð þar sem ég verð með tríó­tónleika þar sem ég stefni á að spila bara frumsamið efni. Ég verð svo með einhverja fleiri tónleika, þar á meðal dúó­tónleika með trompetleikaranum Tuma Torfasyni. Það er hitt og þetta fram undan áður en ég skelli mér aftur í námið.“ Tónleikarnir annað kvöld hefjast klukkan 20. Með Bjarna Má verða Birgir Steinn Theódórsson á bassa, Einar Scheving á trommur og Phil Doyle á saxófón. n Bjarni Már treður upp á Múlanum Bjarni Már snýr aftur til Svíþjóðar í meistaranám í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jón Atli Jónasson hefur gefið út hljóðbókina Andnauð hjá Storytel en um er að ræða fyrstu glæpasögu hans. Jón Atli ætti að vera lesendum vel kunnur en hann hefur um ára­ raðir verið talinn einn okkar fremsti handritshöfundur og leikskáld og er þekktur fyrir titla á borð við Djúpið, Góðir Íslendingar og Strákarnir okkar. Fyrsta glæpasaga Jóns, Andnauð, fjallar um lögreglukonuna Láru sem þarf að takast á við mál sem teygir anga sína vítt um íslenskt samfélag. Hljóðbókin er lesin upp af Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur og Haraldi Ara Stefánssyni. Jón Atli segir að hann geri sér grein fyrir því að gríðarlega sterk hefð sé fyrir glæpasögum á Norðurlönd­ unum og segir að Ísland sé þar engin undantekning. „Maður er mögulega með mjög kröfuharða lesendur. En það sem mér fannst mjög áhugavert við hljóð­ bókarformið er að þetta er fyrst og fremst eitthvað sem fólk hlustar á. Ég treysti mér kannski aðeins betur í það heldur en að fara að gefa út ein­ hverja glæpasögu fyrir jólin,“ segir Jón en hann telur að við hljóðbóka­ gerð þurfi að hafa ákveðna hluti í huga. „Það er kannski einhver að hlusta á þetta sem er að vaska upp og sá þarf að vita hver mælir,“ segir Jón og tekur fram að umgjörð Storytel hvað þetta varðar sé frábær. „Þau hjá Storytel eru með mjög gott teymi sem er ofboðslega með­ vitað um þetta. Þannig færðu hina hefðbundnu ritstjórnarvinnu en svo kemur þetta inn aukalega og þá er verið að hugsa um hluti eins og hvaða tónlist á við hverju sinni og hver hentar í hvaða hlutverk og þetta er eitthvað sem þau liggja yfir og skiptir máli.“ Reynsla úr sjónvarpsframleiðslu Reynsla Jóns Atla kemur aðallega úr leikhúsi og handritavinnslu fyrir sjónvarp en hann hefur um áraraðir starfað á þeim grundvelli. „Það eru að verða einhver 10 ár síðan ég fór að vinna í sjónvarpsserí­ um og það geri ég enn þá en meira á erlendum vettvangi,“ segir Jón og bætir við: „Oftar en ekki eru þetta aðlaganir á glæpasögum sem breyta Jón Atli mun halda lesendum í andnauð Andnauð kom út hjá Storytel hinn 13. júlí á þessu ári. Jón Atli Jónas- son hefur unnið mikið með glæpasögur í handritagerð fyrir sjónvarp en þetta er fyrsta glæpa- sagan sem hann skrifar sjálfur. Jón Atli hefur einnig reynslu af gerð útvarps- leikrita sem hann segir að hafi hjálpað við gerð hljóð- bókarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Ragnar Jón Hrólfsson ragnarjon @frettabladid.is á í sjónvarpsseríur svo að þannig datt ég inn í þetta.“ Jón Atli segir að vinna hans við glæpaseríur hafi gefið honum reynslu sem hjálpaði við skrifin. „Maður lærir handverkin sem þurfa að vera á tæru. Mikið af þessu er söguþráður og persónur. En bæði frá þessu og leikhúsinu þá hafði ég það bakland að geta skrifað samtöl og skapa karaktera. Svo það var ekki eins og ég kæmi alveg ósnortinn að þessu,“ segir Jón Atli, sem úti­ lokar ekki að verkið gæti verið kvik­ myndað í framtíðinni. „Já, já, ég held að þar sem ég hef verið svo lengi að vinna með mynd­ rænan texta svo jú, það yrði eflaust frekar auðvelt að kvikmynda þetta,“ segir Jón, sem segir að glæpasagan sem form bjóði upp á margvísleg tækifæri til að varpa ljósi á mismun­ andi þætti í samfélaginu. „Það eru oft margar samfélags­ legar hugmyndir, ákveðin norm, sem er þægilegt að koma á framfæri í einhverju eins og glæpasögu. Svo er önnur krafa, sem ég þekki vel eftir öll þessi ár þar sem ég var að vinna í alls konar hlutverkum í handriti og þróun í sjónvarpsseríum, þá er þetta þannig að fólk verður að nenna að lesa þetta. Þetta verður að vera skemmtilegt.“ n 18 Menning 26. júlí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 26. júlí 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.