Fréttablaðið - 26.07.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.07.2022, Blaðsíða 28
Árið 2006 kom síðasta myndin út á VHS-spólu. Sextán árum síðar eru vel valdar VHS-spólur orðnar að sannkölluðum dýr- gripum, ýmist opnaðar eða óopnaðar. Þannig greiddi safnari tæpar tíu milljónir íslenskra króna fyrir óopnaða spólu af Back to the Future. Fréttablaðið tók saman hvaða dýrgripir gætu mögulega leynst í geymslum Íslendinga. odduraevar@frettabladid.is Fjársjóðir sem gætu leynst uppi á háaloftinu þínu Lion King (1994) 68 þúsund krónur Allir og ömmur þeirra áttu eintak af Konungi ljónanna á VHS á tíunda áratugnum. Safnarar hafa greitt þúsundir fyrir eintak af Óskarsverðlauna- myndinni þar sem Skari stakk Múfasa, Sarabíu, Simba og Nölu í bakið. Stella í Orlofi (1986) ? krónur Edda Björgvins sigraði hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar sem hin skemmtilega Stella. Metn- aðarfullir safnarar vilja væntanlega alls ekki láta þessa fram hjá sér fara, hvað þá ef hún fyndist óopnuð. Sódóma Reykjavík (1992) ? krónur Líklega hefur engin mynd stimplað sig eins hressi- lega inn í íslenska þjóðarsál og grínmyndin um Axel og leit hans að fjarstýringunni. VHS-spólan er líklega sú þekktasta á Íslandi, en hvar ætli þær séu nú? Skýjahöllin (1994) ? krónur Hinn átta ára Emil vill ólmur eignast hundinn Skunda. Líklega er hér um að ræða íkonískasta VHS-hulstur allra íslenskra bíó- mynda og myndin því sjálfkrafa væntanlega dýrmæt í safn VHS- braskara nútímans. Íslenski draumurinn (2000) ? krónur Sjaldan hefur ein mynd fangað íslenska tækifæris- mennsku eins vel í einni per- sónu eins og helgarpabbanum og viðskiptajöfrinum Tóta. Enginn safnari myndi láta þessa fram hjá sér fara. Refurinn og hundurinn (1981) 116 þúsund krónur Saga um ást og vináttu tveggja ólíkra dýra, en þó skyldra – refs og hunds. Ódauðlegur boðskapur um vináttu sem gæti reynst ágætis aukapeningur fyrir þá sem finna hann í geymslunni hjá sér miðað við upphæð sem myndin hefur selst á á eBay. Með allt á hreinu (1982) ? krónur Það er á hreinu að alvöru VHS-safnari gæti alls ekki verið hreykinn af safninu sínu ef hann ætti ekki í hið minnsta eitt eintak af Með allt á hreinu. Myndin stimplaði sig rækilega inn í íslenska þjóðarvitund, enda Stuðmenn dýrkaðir og dáðir. Kill Bill (2004) 1,2 milljónir króna Yngsta myndin á listanum og líka ein af þeim dýrari. Meist- araverk Quentin Tarantino gæti makað krók þó nokkurra Íslendinga miðað við verðið sem VHS-spólan hefur selst á á eBay. Mulan (1999) 2,1 milljón króna Þú hlýtur að eiga þessa uppi í skáp einhvers staðar! Kínverska hetjan Múlan sló í gegn á sínum tíma í baráttunni við Húnana og núna gæti VHS- spólan gert suma að léttum milljónamæringum, miðað við hæsta söluverð á eBay frá 2019. Ghostbusters (1984) 1,1 milljón króna Bill Murray og hinir draugabanarnir eiga þessa mynd með húð og hári, sem er orðin svo mikil klassík að safnarar berjast um eintök af henni á VHS-forminu. Þessi HLÝTUR að vera til uppi á háa- lofti hjá mörgum. Aðrir dýrgripir n Fríða og dýrið (1991) 273 þúsund krónur n 101 dalmatíuhundur (1992) 497 þúsund krónur n The Rescuers Down Under (1990) 1,5 milljónir króna n The Big Lebowski (1998) 1,6 milljónir króna 20 Lífið 26. júlí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 26. júlí 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.