Fréttablaðið - 27.07.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.07.2022, Blaðsíða 1
1 5 1 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 2 7 . J Ú L Í 2 0 2 2 Túrbó-Tinna heldur reif Helgi Björns elskar streymi Lífið ➤ 22 Lífið ➤ 24 NÚ ER TÍMI FYRIR SUMMER SALE Er ferðavagninn þinn tryggður? Hugsum í framtíð HÚSNÆÐISMÁL Engin þeirra íbúða sem eru til sölu á höfuðborgarsvæð- inu um þessar mundir fellur undir skilyrði hlutdeildarlána. Formaður Samtaka leigjenda segir úrræðið ekki virka og að stjórnvöldum hafi mistekist að hjálpa tekjulágu fólki að eignast húsnæði. „Hreyfing á fjölskyldufólki út af leigumarkaði er um eitt prósent. Þetta nær ekki til þeirra. Það eru meiri líkur á að læknast af illvígum sjúkdómi en að komast út af leigu- markaði. Staðan hefur ekkert breyst með tilkomu þessa úrræðis,“ segir Guðmundur Arngrímsson. SJÁ SÍÐU 11 Engar íbúðir fyrir tekjulága í boði Fimm daga stæði fyrir einka- flugvél á Reykjavíkurflugvelli kostar minna en stæði fyrir bíl í bílakjallara í miðbænum. Þetta sýna útreikningar sem Isavia hefur staðfest. ragnarjon@frettabladid.is SAMGÖNGUR Í ljósi þess fjölda einka- þota sem lenda á Reykjavíkurflug- velli nú í sumar tók Fréttablaðið til skoðunar þann kostnað sem hlýst af því að lenda einkaþotu á f lug- vellinum. Í útreikningum var notuð gjaldskrá Isavia sem gildir um flug- velli utan Keflavíkurflugvallar. Sé Cessna Citation M2 vél tekin sem dæmi, einkaf lugvél í minni kantinum, með farrými fyrir sjö farþega, kostar 35.485 krónur að leggja slíkri vél á Reykjavíkurflug- velli í fimm sólarhringa. Miðað er þá við að flugvélin sé í hámarksþyngd þegar hún lendir og því um hámarksgjald fyrir slíka vél að ræða. Sé um stærri f lugvél að ræða er kostnaðurinn hærri. Ef færri farþegar, minna eldsneyti eða minni farangur er í vélinni myndi það lækka kostnað við lendinguna og geymslu þar sem gjaldskrá Isavia reiknast aðallega út frá þyngd flug- vélar og fjölda farþega. Dýrara að leggja bíl en einkaflugvél Það stefnir í vætusama verslunarmannahelgi, en rigningu er spáð um allt land um komandi helgi. Hitastigið verður almennt í kringum tíu stig, en hlýjast verður yfir landinu á sunnudaginn. Lands- menn á faraldsfæti ættu því að búa sig undir rigninguna og pakka niður regnfatnaði, eða hreinlega halda sig heima. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Til samanburðar má nefna að ef bifreið er lagt í bílakjallaranum undir Hafnartorgi í miðborg Reykja- víkur er gjaldið 440 krónur fyrir hvern klukkutíma milli klukkan 8.00 og 20.00 en 210 krónur frá 20.00 til 8.00. Ef miðað er við að bíllinn standi í bílakjallaranum í fimm sólarhringa kostar það 39.000 krónur. Fréttablaðið bar útreikninga sína undir Isavia sem staðfesti að þeir væru réttir. Fleiri dæmi og nánari útlistun á gjaldi fyrir einkaþotur á Reykja- víkurflugvelli má sjá á vef Frétta- blaðsins, frettabladid.is. n Justin Bieber hefur eflaust verið ánægður með góð kjör í Reykjavík.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.