Fréttablaðið - 27.07.2022, Side 4

Fréttablaðið - 27.07.2022, Side 4
Þetta lýsir í mínum huga einhverju öðru en kærleiksríkri trú. Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju Regnbogafáninn við Grafar- vogskirkju hefur orðið fyrir skemmdarverkum tvisvar á skömmum tíma. Skemmd- irnar hafa verið kærðar til lögreglu. Starfsfólk kirkjunnar hefur einnig fengið hatursbréf. thorgrimur@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Krotað var yfir regnbogafánann á gangstéttinni fyrir framan Grafarvogskirkju í annað skipti á þremur dögum á mánudaginn. Í fyrra skipti var þar ritað „Antichrist!“ og í hið seinna „Leviticus 20, 20:13.“ Í bæði skiptin virðist vera um að ræða hatursskila- boð gegn stuðningi kirkjunnar við réttindi hinsegin fólks. Guðrún Karls Helgudóttir, sókn- arprestur í Grafarvogskirkju, segir að skemmdarverkið hafi verið til- kynnt til lögreglu. „Ég gerði það ekki eftir fyrra skiptið, þá ákváðum við að gefa þessu séns. En núna hefur þetta verið tilkynnt.“ Þegar fáninn var málaður á gang- stéttina voru viðtökurnar að sögn Guðrúnar afar jákvæðar. Eftir að kirkjan birti myndir af skemmdar- verkinu á Facebook-síðu sinni segir Guðrún þó að ýmsir hafi lagt orð í belg með sjónarmið af ýmsum toga. „Það hef ur ver ið heilmik il umræða á Facebook-síðunni þar sem eru skoðanir í f leiri áttir,“ segir Guðrún. „Svo hringdi ein í gær og kvartaði yfir fánanum og fannst hann alveg ómögulegur. Það eru aðeins f leiri að koma fram, þau sem eru ekki ánægð með að kirkjan taki þessa afstöðu.“ Versið sem vitnað er til í seinna krotinu er að finna í þriðju Móse- bók Gamla testamentisins. Í því er lögð dauðarefsing við kynmökum milli tveggja karlmanna. Gjarnan hefur verið vísað til versins til að mæla gegn réttindum samkyn- hneigðra á trúarlegum grundvelli en Guðrún telur það ekki rökrétta túlkun á kristinni trú. „Það að taka þetta vers úr sínu samhengi til að styðja málstað gegn hinsegin fólki lýsir í mínum huga einhverju öðru en kærleiksríkri trú,“ segir Guðrún. „Viðkomandi hefði alveg eins getað tekið út úr sama textabálki að það eigi að líf- láta fólk fyrir að bölva foreldrum sínum, eða að ef karl sefur hjá konu á blæðingum eigi að líf láta þau bæði. Það er ýmis svona boðskapur í Biblíunni og hann hefur sínar sögulegu skýringar, en þessi texti er til kominn um það bil 250 árum fyrir Krist. Það er talið mjög líklegt að með þessum textabút hafi verið að gagnrýna þjóðir þarna í kring þar sem það viðgekkst að karlar væru að misnota unga drengi.“ Grafarvogskirkja er ekki eini stað- urinn á Íslandi þar sem kirkjunnar fólk hefur orðið fyrir aðkasti vegna stuðnings síns við réttindi hin- segin fólks að undanförnu. Pétur G. Markan biskupsritari og Margrét Lilja Vilmundardóttir prestur fengu á föstudaginn nafnlaust hatursbréf inn um lúguna þar sem þau voru kölluð „krípí fólk“ með „úrkynjaða hegðun“. Guðrún segist ekki vita hvort hatursbréfið tengist skemmdar- verkunum við Grafarvogskirkju beint en segir það vafalaust tengjast óbeint. „Þetta er af sama meiði, að fólk er ósátt við að kirkjunnar fólk styðji réttindi hinsegin fólks. Við vitum að það er mikið af öfgatrúar- hópum sem eru á móti hinsegin fólki. Í mínum huga er þetta ekki úr kristninni komið. Þetta snýst frekar um að pakka hatri í umbúðir trúar. En hvatinn sé einhver annar en heit trú.“ Búið er að koma myndavél fyrir við gangstéttina fyrir framan Graf- arvogskirkju, þar sem málað hefur verið yfir krotið. „Ef við finnum út hver þetta var er viðkomandi hjart- anlega velkominn í kaffi til okkar,“ segir Guðrún. ■ Kæra skemmdir á regnbogafánanum Seinna krotið á regnboga­ fánanum við stéttina fyrir framan Grafar­ vogskirkju. MYND/AÐSEND olafur@frettabladid.is VIÐSKIPTI Gavia Invest ehf., sem keypti í gær ríflega 16 prósenta hlut í Sýn hf., setti í gærmorgun fram kröfu um hluthafafund til að kjósa félaginu nýja stjórn. Harkalegt orðalag í tilkynningu til Kauphallar vekur athygli. Þar kemur fram að þess sé krafist að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. Þetta þykir gefa til kynna að hluthafar Gavia Invest ætli sér ekki að vera hlutlausir fjárfestar í Sýn. Einn viðmælandi Fréttablaðs- ins telur þessi kaup Gavia Invest einungis fyrsta leik í stærri f léttu. Kaupverðið væri hátt, en hlutabréf í Sýn hafa hækkað um nálega 50 prósent síðasta árið. Annar viðmælandi segir kaup- endur greinilega sjá dulið virði í Sýn og býst við tíðindum eftir kjör nýrrar stjórnar. Hann bendir á að Jón Skaftason, forsvarsmaður Gavia Invest, og Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarfor- maður Skel fjárfestingafélags, séu nánir samstarfsmenn og forvitni- legt verði að fylgjast með fram- haldinu. Í hópi kaupenda Sýnar eru Jona- than R. Rubini, sem áður var hlut- hafi í Nova, og Mark Kroloff, sem sat í stjórn Nova. Skammt er síðan greint var frá nánu samstarfi Sýnar og Nova við uppbyggingu 5G-far- símanets. ■ Kaup Gavia Invest fyrsti leikur í stærri fléttu Í hópi kaupenda eru aðilar sem hafa tengst fjarskiptafyrirtækinu Nova. ser@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Fjórfalt meiri umferð var um Keflavíkurflugvöll í júní í ár en í sama mánuði á síðasta ári, að því er fram kemur í nýjum tölum Hagstofunnar. Yfir 240 þúsund brottfarir farþega voru í þeim mánuði samanborið við ríflega 56 þúsund í fyrra. Af þessum fjölda fóru rösklega 176 þúsund útlendingar um völlinn í júní í ár en ríflega 42 þúsund í júní í fyrra. Eðli málsins samkvæmt hefur gistináttum á hótelum líka fjölgað, en þær voru tæplega 328 þúsund í maí í vor, sem er gott betur en þre- falt meira en í sama mánuði í fyrra. ■ Fjölgar í Leifsstöð Faraldurinn setti svip á síðustu ár. ser@frettabladid.is VINNUMARKAÐUR Áttatíu pró- sentum færri launamenn misstu atvinnu sína vegna gjaldþrota fyrirtækja á öðrum ársfjórðungi í ár miðað við tímabilið apríl til júní á síðasta ári. Af tölum Skattsins má augljóslega sjá viðspyrnu í atvinnulífinu á milli ára. Nærri fimm hundruð manns misstu vinnu sína á þessu tímabili í fyrra, en 101 launamaður í ár. Samtals voru 28 fyrirtæki, sem skráð voru í fyrirtækjaskrá Skatts- ins, tekin til gjaldþrotaskipta í júní síðastliðnum sem er tæplega 70 pró- senta fækkun frá júní 2021. ■ Færri missa vinnu vegna gjaldþrota Sjá má viðspyrnu í tölum Skattsins. 4 Fréttir 27. júlí 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.