Fréttablaðið - 27.07.2022, Síða 6
Niðurstaða landlæknis
er að meðferð móður
minnar hafi haft öll
einkenni lífslokameð-
ferðar. Þá skiptir ekki
máli hvernig mál eru
skráð.
Eva Hauksdóttir,
lögmaður
Fúsk er allsráðandi á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja, að
sögn aðstandanda konu sem
lést á stofnuninni. Skráning
mála ein og sér skýri vart
alvarlega misbresti. Landspít-
alinn mun kalla eftir nánari
upplýsingum.
bth@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Eva Hauksdóttir,
dóttir konu sem lést 19. október árið
2019 á Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja (HSS), efast um að matsgerðir
dómkvaddra matsmanna muni
leiða til þess að rannsókn á hendur
lækni sem annaðist móður hennar
verði felld niður. Grunur hefur
beinst að tilefnislausum lífsloka-
meðferðum tveggja lækna hjá HSS.
Lögmaður læknisins sem ann-
aðist móður Evu hélt því fram í
Fréttablaðinu í gær að niðurstaða
matsgerðanna væri þannig að hann
teldi viðbúið að mál gegn lækninum
yrðu felld niður og rannsókn hætt.
Í matsgerðunum segir að skráning
læknismeðferða á Heilbrigðisstofn-
un Suðurnesja í tölvukerfum hafi
verið með öðrum hætti en á öðrum
sjúkrastofnunum. Ekki hafi alltaf
verið samræmi milli skráninga í
tölvukerfum og þeirra meðferða
sem í raun hafi verið veittar.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
mun nú ákveða næstu skref en
matsgerðirnar voru hluti af rann-
sókn málsins. Mjög alvarlegar ásak-
anir hafa komið fram og hefur verið
fjallað um allt að sex tilvik þar sem
grunur hefur beinst að því hvort
sjúklingar hafi fengið ástæðulausa
lífslokameðferð. Embætti landlækn-
is hefur í álitsgerð gert fjölmargar
athugasemdir við störf að minnsta
kosti annars þeirra tveggja lækna
sem hafa verið til rannsóknar.
Eva Hauksdóttir segist sjálf ekki
hafa séð matsgerðina. Hún sé þó
ekki hissa á að hafa lesið í Frétta-
blaðinu að skráningu hafi verið
ábótavant hjá HSS. Klúður hafi ein-
kennt starfsemi stofnunarinnar, að
minnsta kosti á deild móður hennar
heitinnar.
„Niðurstaða landlæknis er að
meðferð móður minnar hafi haft
öll einkenni lífslokameðferðar. Þá
skiptir ekki máli hvernig mál eru
skráð,“ segir Eva.
Hún bætir við: „Við höfum séð
hluti sem eru svo alvarlegir að það
er full ástæða til að lögreglan á
Suðurnesjum rannsaki þá frekar.
Þetta er ekki allt einn misskilning-
ur.“ Varðandi ummæli lögmanns
læknisins um að málinu hljóti nú
að ljúka og rannsókn verði hætt,
segir Eva, sem sjálf er lögmaður, að
það sé ekkert nýtt að lögmenn sak-
borninga í alvarlegum sakamálum
vilji að umræðan snúist umbjóð-
endum þeirra sem mest í hag.
„En mér finnst þetta fúlt vegna
þess að ég veit hvernig í málinu
liggur.“
Starfssaga annars læknisins hefur
ítrekað orðið fréttaefni. Fordæmdu
margir þegar hann fékk starf hjá
Landspítalanum á sama tíma og
málið var í rannsókn. Í svörum
Landspítalans við fyrirspurn Frétta-
blaðsins um það hvort læknirinn
muni aftur snúa til starfa á grunni
matsgerðanna segir að Landspítal-
inn muni kalla eftir nánari kynn-
ingu á niðurstöðum matsgerðanna.
Læknirinn sem um ræðir er í leyfi. n
Matsgerðir dugi ekki til að
fella niður rannsókn máls
Aðstandandi konu sem lést á HSS segir ekkert nýtt að lögmenn sakborninga í alvarlegum sakamálum vilji að um-
ræðan snúist umbjóðendum þeirra sem mest í hag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Helstu einkenni
sjúkdómsins
hjá hundum er
fósturlát seint á
meðgöngutíma.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VILHELM
ser@frettabladid.is
DÝRAVELFERÐ Grunur leikur á að
ný bakteríusýking hafi greinst í
íslenskum hundum sem ekki hefur
komið upp hér á landi áður, svo-
kölluð Brucella canis, að því er fram
kemur í tilkynningu frá Matvæla-
stofnun.
Þar kemur fram að bakterían er
svokölluð súna sem getur smitast
á milli dýra og manna, en stofn-
unin tekur þó fram að smit í fólk af
völdum hennar sé sjaldgæft, en hún
smitast almennt ekki á milli manna.
Helstu einkenni sjúkdómsins hjá
hundum er fósturlát seint á með-
göngutíma, andvana eða veikburða
hvolpar sem oft drepast fljótlega og
bólgur í eistnalyppum hjá rökkum.
Helsta smitleiðin milli dýra er
pörun en náið samneyti milli hunda
getur einnig valdið smiti.
Fáum tilfellum af þessari bakt-
eríusýkingu í fólki hafi verið lýst, en
einkenni í mönnum geti verið hiti,
hrollur, vanlíðan, lystarleysi, bein-
eða vöðvaverkir og eitlastækkanir.
Einkennin geti komið fram eftir
nokkra daga eða jafnvel mánuði.
Þau geti einnig horfið og komið aftur.
Í tilkynningu stofnunarinnar
segir að börn yngri en fimm ára,
ónæmisbældir einstaklingar og
þungaðar konur séu talin vera í
meiri hættu á alvarlegri sýkingu.
Helsta áhættan á smiti í fólk sé
frá vessum og vefjum við fæðingar-
hjálp hjá sýktum tíkum og því séu
dýralæknar og hundaræktendur
líklegastir til að verða útsettir fyrir
smiti. n
Áður ókunn sýking í
hundum hér á landi
sigurjon@frettabladid.is
NÁTTÚRUVÁ „Það sem er að gerast í
Öskju er að það er kvika að safnast
fyrir á tveggja kílómetra dýpi. Það
er búið að standa yfir í eitt ár,“ segir
Magnús Tumi Guðmundsson, jarð-
eðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands.
Í gær fundaði Veðurstofa Íslands
með vísindamönnum frá Jarðvís-
indastofnun Háskóla Íslands ásamt
fulltrúum almannavarna um þróun
mála í Öskju síðustu mánuði þar
sem landbreytingar og jarðskjálfta-
gögn voru rædd.
Óvissustig almannavarna er í
gildi við Öskju og Veðurstofan fylg-
ist vel með svæðinu ásamt almanna-
vörnum, lögreglu og Vatna jökuls-
þjóðgarði.
Aðspurður segir Magnús óvíst
hve lengi þessi virkni muni vara
og hvernig þróunin verði. „Þetta
gæti hætt á næstunni og þá gerist
ekki meira. Þetta gæti haldið áfram
í töluverðan tíma og þá kannski
hætt og svo gæti þetta haldið áfram
í töluverðan tíma og endað með
gosi,“ segir hann.
Hann segir ekki hægt að fullyrða
um það. „En miðað við það að það
er lítil jarðskjálftavirkni sem fylgir
þessu þá bendir það til þess að Askja
eigi svolítið inni, að hún geti safnað
meiru áður en bergið brestur og
kvika fer að brjótast til yfirborðs,“
segir Magnús Tumi.
Askja er sögulega virk eldstöð.
Síðast gaus í henni árið 1961 og
þar áður á þriðja áratug tuttugustu
aldar. Síðan varð stórt sprengigos
í Öskju árið 1975 en þá myndaðist
mikið gjóskulag sem barst yfir
Norðausturland.
„Það er ólíklegt að slíkt fari að
endurtaka sig svona stuttu eftir
svona atburð. Það er eitthvað sem
við teljum mjög ólíklegt,“ segir
Magnús Tumi og bætir við: „Það er
líklegra að ef það gýs að það verði
eitthvað í líkingu við gosið árið 1961
eða á þriðja áratug tuttugustu aldar,
sem voru ekki stór gos.“
Magnús Tumi segir ekki hægt að
fullyrða neitt að þessu. „Við verðum
að bíða og sjá hverju fram vindur en
flest bendir til þess að atburðarásin
sé ekki komin á þann stað að það
sé líklegt að það gjósi á næstunni,“
segir hann. n
Askja geti safnað meiri kviku áður en bergið brestur
Óvissustig hefur verið í gildi vegna
Öskju síðan í september í fyrra.
adalheidur@frettabladid.is
EVRÓPUSAMBANDIÐ Samkomulag
hefur náðist meðal ríkja Evrópu-
sambandsins um að minnka gas-
notkun næsta vetur um fimmtán
prósent. Ráðherraráð sambandsins
tilkynnti þetta í gær.
Ungverjar voru andvígir sam-
komulaginu, einir aðildarþjóða, en
utanríkisráðherra Ungverjalands
var í Moskvu í síðustu viku til að
ganga frá samningi við Rússa um
kaup á jarðgasi.
Markmið samkomulagsins er að
draga úr áhrifum Rússa, en Volo-
dímír Selenskíj, forseti Úkraínu,
hefur varað við því að Rússar noti
jarðgasið sem vopn gegn Evrópu-
ríkjum.
Gasfyrirtækið Gazprom, sem er
í rússneskri ríkiseigu, tilkynnti á
mánudag að gasflutningar til Evr-
ópu yrðu skornir niður um helming
frá deginum í dag. Fyrirtækið segir
viðhald við dælustöð ástæðu niður-
skurðarins en forysta Evrópusam-
bandsins leggur ekki trúnað á það. n
Minnka gasnotkun
um fimmtán prósent
Rússar ætla að
draga verulega
úr gasdælingu til
Evrópu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
6 Fréttir 27. júlí 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ