Fréttablaðið - 27.07.2022, Side 10
Stofnandi nýsköpunarfyrir-
tækisins Ankra, sem vinnur
kollagen úr íslensku fisk-
roði, segir að mikil tækifæri
séu fólgin í að byrja að selja
vörurnar erlendis. Fyrirtækið
hyggst jafnframt kynna nýj-
ungar á komandi misserum.
Nýsköpunarfyrirtækið Ankra er
með vörumerkið Feel Iceland sem
sérhæfir sig í hágæða kollagen prót-
íni sem unnið er úr íslensku fisk-
roði.
Hrönn Margrét Magnúsdóttir,
stofnandi Ankra, segir að markmið
fyrirtækisins hafi verið skýrt frá
upphafi. Það er að bjóða upp á besta
kollagen sem framleitt hefur verið
úr besta hráefni sem fyrirfinnst.
„Við fengum til liðs við okkur
fyrrverandi starfsmann Kerecis sem
var sérfræðingur í kollageni þegar
við hófum vöruþróun. Við höfum
svo unnið með lækni varðandi
virkni og rannsóknir á kollageni en
þeim hefur fjölgað gífurlega síðustu
ár sem er mjög jákvætt. Við vinnum
svo með einum reyndasta kollagen-
framleiðanda í heimi en gæðin eru
slík hjá þeim að þeir framleiða fyrir
lyfjafyrirtæki. Þeir framleiða svo
sérstaklega fyrir okkur kollagen úr
besta hráefninu, íslensku fiskroði.
Öll önnur framleiðsla á sér svo stað
á Grenivík.“
Hrönn segir að það hafi opnað
margar dyr að hafa aðgang að kolla-
geni í þeim gæðum sem fyrirtækið
er að vinna með þar sem auðvelt er
að nota það í drykki og matvæli.
Margir kannist eflaust við drykk-
inn Collab en það var hugmynd frá
Ankra að gera slíkan drykk.
„Við fengum Ölgerðina til þess
að vinna það með okkur og úr varð
þetta öfluga samstarfsverkefni lítils
frumkvöðlafyrirtækis og stærsta
drykkjaframleiðanda landsins.“
Að sögn Hrannar kviknaði hug-
myndin að Ankra út frá því að hún
taldi nytsamlegt að reyna að nýta
betur aukaafurðir íslenska fisksins.
„Tengdafaðir minn er skipstjóri
að vestan og eftir að hafa fylgst
með hvað varð um fiskinn sem var
veiddur langaði mig að reyna að
auka verðmæti hans með því að
þróa hágæða vörur úr fisknum og
nýta betur það sem var hent.“
Hún leigði sér borð í frumkvöðla-
setri Sjávarklasans og kynntist þar
Hefur gæði að leiðarljósi og stefnir á útrás
magdalena@frettabladid.is
Nýsköpunarfyrirtækið Stubbur er
miðasöluvettvangur (e. platform)
fyrir minni viðburði. Hlutverk fyrir-
tækisins er meðal annars að selja
miða á smærri viðburði, þá aðallega
íþróttaviðburði, og gefa út árskort,
skírteini og fjölmiðlapassa.
Hjá fyrirtækinu starfa fjórir og
það hefur farið ört stækkandi á síð-
ustu misserum.
Jónas Óli Jónasson, stofnandi
Stubbs, segir í samtali við Markað-
inn að hugmyndin að fyrirtækinu
hafi kviknað þegar hann var við
nám í Svíþjóð.
„Ég gerði smáforrit fyrir KR
(Knattspyrnufélag Reykjavíkur)
á sínum tíma sem var hugsað sem
vettvangur upplýsinga um félagið
fyrir stuðningsmenn. Síðan var ég
í námi í Svíþjóð í alþjóðlegri mark-
aðssetningu og vörumerkjaþróun og
þá sá ég að allir lestarmiðarnir voru
virkjaðir í síma og hugsaði að þetta
yrði flott virkni í appinu. Þá tengdi
maður saman tvo og tvo og úr varð
Stubbur,“ segi Jónas og bætir við að
fyrirtækið hafi snemma innleitt þá
stefnu að einblína á íþróttaviðburði.
„Það sem við viljum gera er að búa
til betri tengingu milli viðburðar-
haldara og áhorfanda, þar sem
stuðningsmenn mæta oft á sömu
viðburði hjá tilteknu félagi. Við ein-
blínum á íþróttaviðburði þar sem
miðarnir mega ekki vera of flóknir
og aðstoðum félög við að senda út
áminningar um viðburði í gegnum
tilkynningar (e. notifications) til
áhorfanda.“
Jónas segir jafnframt að einn-
ig hafi sú ákvörðun verið tekin
snemma að fara ekki í beina sam-
keppni við aðrar lausnir heldur
einbeita sér að smærri viðburðum
þar sem gat hafi verið til staðar á
markaðnum þegar kemur að þeim.
„Við erum á þessari stundu bara á
okkar hillu og viljum einbeita okkur
að því sem við erum að gera, frekar
heldur en að fara í samkeppni við
stærri aðila á öðrum viðburðum.
Samkeppni er að sjálfsögðu af því
góða en hún getur verið mjög hörð.“
Jónas bætir við að fyrirtækið
stefni þó á að fara í útrás erlendis
og segist vera viss um að tækifærin
liggi þar.
„Stubbur er í þeim undirbúnings-
fasa að fara í útrás erlendis. Við ein-
beitum okkur að því að landa við-
burðum erlendis inn í Stubbs-kerfið.
Við fengum styrk frá Tækniþróunar-
sjóði í fyrra og það hefur hjálpað
okkur mikið við að þróa vöruna
áfram. Ég er virkilega þakklátur fyrir
að fá þann styrk. Stefnan er sett á að
sækja okkur meira fjármagn á næstu
misserum,“ segir Jónas og nefnir að
fram að styrknum hafi fyrirtækið
fjármagnað sig með góðum samn-
ingum við sérsamböndin og eigin
fjármagni. n
Nýsköpunarfyrirtækið Stubbur fyllir í gat á markaðnum
Jónas Óli, stofnandi Stubbs, segir að Stubbur stefni í útrás erlendis.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Kristínu Ýri Pétursdóttur, með-
stofnanda Ankra, sem var þá í sum-
arstarfi fyrir Sjávarklasann.
„Þar lærði ég að það væri hægt
að nýta f iskroðið til kollagen-
framleiðslu en á þessum tíma var
íslensku fiskroði oft hent með til-
heyrandi kostnaði, það er ekki
raunin í dag og verð á fiskroði hefur
hækkað mikið.“
Á þeim tíma sem Ankra var
stofnað var kollagen lítið þekkt
sem fæðubótarefni en Hrönn segir
að japanskar konur hafi tekið það
inn árum saman sér til heilsubótar
og fyrir húð og hár. Í dag sé kollagen
orðið mjög eftirsótt um allan heim
þar sem sífellt f leiri rannsóknir og
ótal reynslusögur sýni fram á virkni
þess.
Hrönn segir að vörur fyrirtækis-
ins hafi fengið gífurlega góðar við-
tökur.
„Heilt yfir hefur gengið nokkuð
vel en vegferð frumkvöðla er svo
sannarlega ekki rósum stráð. En við
eigum góða að og það er ómetanlegt
að geta leitað í reynslubanka stjórn-
ar. Við höfum náð að stýra skútunni
farsællega og erum að teikna upp
leiðina sem við ætlum að sigla eftir
og stefnum nú á að sigla hratt og
örugglega áfram.“
Hrönn segir að Ankra sé að
búa sig undir að fara í útrás. „Við
stefnum hátt og við stefnum út í
heim. Við höfum nýtt mikinn tíma
í undirbúning fyrir þetta stóra skref
og erum aðeins byrjuð að dýfa
tánum í djúpu laugina. Vörurnar
okkar eru til dæmis seldar í Magasin
du Nord í Danmörku, Pantechnicon
í London og á nokkrum sérhæfðum
læknastofum í Bandaríkjunum.“
Hún bætir við að hún finni fyrir
miklum áhuga á vörunum erlendis
en það sé aftur á móti vandasamt
að taka það skref og að mörgu sé að
huga.
„Það eru spennandi og krefjandi
tímar fram undan en við erum með
frábært teymi sem ég hef fulla trú á
að muni koma okkur þangað sem
við ætlum okkur.“
Hrönn segir að fyrirtækið stefni
á að kynna ýmsar nýjungar á næstu
misserum.
„Við höfum verið í mikilli vöru-
þróun undanfarið og höfum sótt
þekkingu til erlendra reynslubolta
sem hafa unnið fyrir mjög þekkt
alþjóðleg vörumerki. Það er mikið
af spennandi hlutum að gerast hjá
okkur sem við munum kynna á
næsta ári.“ n
Það sem við viljum
gera er að búa til betri
tengingu milli við-
burðarhaldara og
áhorfanda.
Heilt yfir hefur gengið
nokkuð vel en vegferð
frumkvöðla er svo
sannarlega ekki rósum
stráð.
Hrönn segir að
fyrirtækið muni
kynna kynna
ýmsar nýjungar
á næstu miss-
erum.
MYND/AÐSEND
Magdalena Anna
Torfadóttir
magdalena
@frettabladid.is
MARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 27. júlí 2022 MIÐVIKUDAGUR