Fréttablaðið - 27.07.2022, Qupperneq 11
Engin þeirra íbúða sem eru í
boði á höfuðborgarsvæðinu
um þessar mundir fellur
undir skilyrði hlutdeildar
lána. Formaður Samtaka
leigjenda segir úrræðið ekki
virka og að stjórnvöldum hafi
mistekist að hjálpa fólki undir
ákveðnum tekjumörkum að
eignast húsnæði.
ggunnars@frettabladid.is
Hlutdeildarlánin voru fyrst kynnt í
apríl 2019 sem hluti af átaki stjórn
valda á húsnæðismarkaði. Þeim var
ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum
undir ákveðnum tekjumörkum að
brúa bilið við fasteignakaup.
Fréttablaðið hefur undir höndum
svör Húsnæðis og mannvirkj
astofnunar, HMS, til umsækjenda
um hlutdeildarlán þar sem kemur
fram að engar íbúðir uppfylli skil
yrði um hámarksverð um þessar
mundir.
Þá segir jafnframt í svörunum
að stofnunin hafi ekki svigrúm til
að samþykkja neinar undanþágur,
jafnvel þótt öll önnur skilyrði
úrræðisins séu uppfyllt.
Reglugerð um hlutdeildarlán er á
ábyrgð innviðaráðuneytis en við
miðunarverðið sem um ræðir er
endurskoðað árlega.
Guðmundur Hrafn Arngrímsson,
formaður Samtaka leigjenda, segir
ljóst að stjórnvöldum hafi ekki tek
ist að auðvelda tekjulágum hópum
að komast inn á markaðinn með
þessu úrræði.
„Ef ég tala fyrir okkar félags
menn, sem eru að stærstum hluta
tekjulágt fjölskyldufólk, þá hefur
þetta úrræði ekki virkað fyrir þann
hóp. Það er alveg klárt. Þetta er ekki
einu sinni álitinn valkostur hjá
þeim sem eru að reyna að brjótast
út af leigumarkaði.“
Þessa upplifun segir Guðmundur
vel hægt að sannreyna með því að
skoða gögn HMS.
„Hreyfingin á fólki yfir 34 ára
og eldri út af leigjendamarkaði er
á bilinu hálft til eitt komma fjögur
prósent. Þetta nær ekki til þeirra.
Það eru meiri líkur á að læknast af
illvígum sjúkdómi en að komast út
af leigumarkaði. Það er bara staðan
í dag og hún hefur ekkert breyst
með tilkomu þessa úrræðis.“
Að mati Guðmundar er helsta
vandamálið að viðmiðunarfjár
hæðin, sem ráðuneytið gefur út,
haldi engan veginn í við markað
inn.
„Við höfum vísbendingar um að
staðan á markaðnum í dag sé þann
ig að söluverðmæti þessara íbúða,
sem áttu að ná til tekjulágra hópa,
er allt að þrisvar sinnum hærra en
byggingarkostnaður. Verð á því
sem á að heita hagkvæmt húsnæði
í Reykjavík er komið upp undir 900
þúsund krónur á fermetra.“
Hann segir þá hagnast helst á
úrræðinu sem vilji umfram allt við
halda framboðsskorti.
„Auðvitað er best fyrir byggingar
aðila að fermetraverðið sé í þessum
hæðum og að munurinn á bygg
ingarkostnaði annars vegar og sölu
verðmæti hins vegar sé sem mestur.
En þá veltir maður því líka fyrir sér, í
ljósi hástemmdra yfirlýsinga þeirra
sem hafa talað fyrir þessu úrræði,
hvað menn meintu eiginlega þegar
þeir töluðu um hagkvæmt húsnæði
eða bjargráð til þeirra sem mest
þurfa á að halda.“
Guðmundur segir ekkert nýtt að
vald verktakans sé algert. En það sé
þó öllu verra að það sé enginn raun
verulegur vilji hjá stjórnvöldum til
að vinda ofan af ástandinu.
„Það var talað um það í upphafi
að það yrðu ákvæði um byggingar
kostnað inni í þessari reglugerð. Það
varð ekki raunin. Sennilega vegna
þess að það er enginn raunveru
legur vilji til að taka á þessu eða
mæta þörfum viðkvæmra hópa.
Eða hvernig á maður annars að
túlka svona úrræði? Sem gagnast
helst þeim sem auðgast á ástandinu.
Með sína 200 prósent álagningu á
íbúðum sem kerfið hvetur þá til að
reisa.“
Hann segir úthlutanir þessara
lána helst hafa gagnast ungu barn
lausu fólki sem leigi svo íbúðirnar
út.
„Við sjáum það á þeim aðgerðum
sem Húsnæðis og mannvirkja
stofnun hefur gripið til vegna óleyfi
legrar útleigu á íbúðum sem falla
undir þetta úrræði. Þetta er ekki sá
hópur sem talað var um að mæta.“
Guðmundur segir að úrræðið
hafi upphaflega vakið von í brjósti
þeirra sem verst standa á húsnæðis
markaði. Sú von hafi síðan orðið að
engu með tímanum.
„Ég efast ekkert um að ásetningur
ráðamanna hafi verið góður. Enda
er leiðin til heljar gjarnan vörðuð
góðum ásetningi. En þetta er bara
ekki að skila sér. Verðið á ódýrustu
eignunum hefur haldið áfram að
rjúka upp. Meðal annars vegna
skorts á gagnsæi og þeirrar stefnu
stjórnvalda að viðhalda því valdi
sem verktakar og byggingaraðilar
hafa á fasteignamarkaðnum. Hagur
þess hóps sem verst stendur hefur
síður en svo vænkast,“ segir Guð
mundur. n
Kennsla, sagnfræði og
smíði eru starfsgreinar
sem ég gæti alveg
hugsað mér að sinna.
Það eru meiri líkur á
að læknast af illvígum
sjúkdómi en að kom-
ast út af leigumarkaði.
Það er bara staðan í
dag og hún hefur
ekkert breyst.
Guðmundur
Hrafn Arngríms-
son, formaður
Samtaka leigj-
enda
Ólafur Sigurðsson er framkvæmda
stjóri Birtu lífeyrissjóðs. Hann er
heillaður af Hávamálum Eddu
kvæða og hefur mikinn áhuga á
sagnfræði og að skjótast í golf öðru
hvoru.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Sem stendur þá eru það handa
hófskennd verkefni í garðinum og
endurbætur á húsinu. Við hjónin
keyptum fyrir nokkrum árum gam
alt hús sem við erum í rólegheitum
að aðlaga okkar högum. Ætli sagn
fræðin f lokkist ekki meira undir
áhugamál þó ég sitji í stjórn Sögu
félags Ísfirðinga sökum brennandi
áhuga á sögu. Annars eru íþróttir
mitt helsta áhugamál og hafa alltaf
verið. Það er fátt sem gleður jafn
mikið og vel útfærð svigbeygja og/
eða gott snertimark í NFL. Eins
finnst mér gaman að skjótast í golf
öðru hvoru.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á þig?
Háva má l Eddu k væða ha fa
heillað mig lengi. Grein eftir Óttar
Norðfjörð kenndi mér að skilja
betur hugtakaheim Hávamála og
heilræðin hafa reynst mér vel. Af
nýlegri bókum þá hafði ég einstak
lega gaman af bók Andrew Lo um
markaðsaðlögun (e. Adaptive Mar
kets) frá 2017. Hún er bæði hugvekja
og skemmtilestur sem ég mæli ein
dregið með við hvern sem er. Hann
tengir þverfaglega saman efni um
markaði sem dýpkaði skilning minn
mikið á því hvað við eigum í raun
mikið eftir að læra um markaði.
Hver hafa verið mest krefjandi
verkefnin á undanförnum miss-
erum?
Covidtengd verkefni hafa bæði
verið fjölbreytt og mörg hver mjög
krefjandi. Það hefur of mikil orka
farið til spillis í almennum leið
indum sem fylgdu þessum faraldri
sem sér nú ekki alveg fyrir endann á.
Hávamál Eddukvæða hafa heillað lengi
Ólafur segir að
sín uppáhalds-
borg sé Salzburg
i Austurríki en
hann var þar í
námi í sex ár.
MYND/AÐSEND
n Svipmynd
Ólafur Sigurðsson
Nám: Meistaragráða í erfðafræði
frá Paris Lodron-háskóla í Salzburg
1996, rekstrar- og viðskiptafræði
frá Endurmenntun Háskóla Ís-
lands 2000.
Störf: Birta lífeyrissjóður frá 2016
og hjá forverum þess sjóðs frá
2005. Þar áður hjá Virðingu verð-
bréfafyrirtæki, Íslandsbanka og
Lyfjaverslun Íslands. Setið í fjöl-
mörgum stjórnum og nefndum
fyrir hönd vinnuveitanda.
Fjölskylduhagir: Giftur Mörtu Hlín
Magnadóttur, á með henni einn
son og tvær uppeldisdætur.
Hlutdeildarlánin gagnast ekki tekjulágum
Formaður Samtaka leigjenda segir skorta pólitískan vilja til að mæta viðkvæmum hópum á fasteignamarkaði.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Hvaða áskoranir eru fram undan?
Að ná sátt við haghafa Birtu í
mörgum stórum málum sem blasa
við okkur. Verðbólgan er farin að
minna óþægilega mikið á sig með
tilheyrandi áhrifum á samfélagið.
Hvar sérðu þig eftir tíu ár?
Ég hlakka mikið til næstu tíu ára
og er frekar bjartsýnn á lífið og til
veruna. Ég er sannfærður um að
upplýsingatæknin eigi mikið inni
svo ekki sé nú talað um líftæknina
og orkuskiptin. Ég er þarna einhvers
staðar í sjálfbærri Birtu, í góðu formi
að klára Fossavatnsgönguna á Ísa
firði rétt rúmlega sextugur að aldri.
Ef ég verð ekki hjá Birtu lífeyrissjóði
þá verð ég vonandi að vinna fyrir
þá sem hafa áhuga á mínum starfs
kröftum á milli þess sem ég rækta
sambandið við fjölskyldu og vini.
Ef þú þyrftir að velja annan starfs-
frama, hvað yrði fyrir valinu?
Uss, það er svo margt sem hefur
heillað mig um ævina að ég á í mestu
vandræðum með að velja. Kennsla,
sagnfræði og smíði eru starfsgreinar
sem ég gæti alveg hugsað mér að
sinna, svo ekki sé nú minnst á líf
tæknina.
Hver er uppáhaldsborgin þín?
Salzburg í Austurríki hvar ég var
í námi í sex ár. Ég fór fyrir nokkrum
árum þangað í kórferðalag með
konunni og hún er klárlega uppá
halds. Þægileg og vinaleg og býður
upp á allt sem ég þarf. n
MARKAÐURINNFRÉTTABLAÐIÐMIÐVIKUDAGUR 27. júlí 2022