Fréttablaðið - 27.07.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.07.2022, Blaðsíða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sitjum ekki auðum höndum meðan við bíðum, heldur krefjumst þess að Útlend- ingastofn- un verði lögð niður. En það er bogin hug- mynda- fræði að tryggja þeim sterk- ustu rétt til að standa utan við krónuhag- kerfið en njörva þá veikustu innan þess. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Síðasta áratug hefur ólík hugmyndafræði aftur orðið ríkur þáttur pólitískrar umræðu og pólitískra átaka. Víða á hugmyndafræði lýðræðisskipulagsins í vök að verjast. Eins vex einangrunarhyggju ásmegin með fráhvarfi frá hugmyndafræði frjálsra viðskipta sem hafa tryggt smáum og stórum ríkjum jafna möguleika með sameiginlegum leikreglum í fjölþjóðasamvinnu. Brexit er skýrasta dæmið. Þar fór frjálslynd hug- myndafræði halloka fyrir íhaldssemi. Reynslan sýnir nú að atvinnulífið í Bretlandi er í veikari stöðu en áður og launafólk mætir að sama skapi meiri þrengingum. Hér heima hefur hugmyndafræði verið bannorð. En þróunin sýnir að allar þjóðir hafa þörf fyrir að líta á einstök viðfangsefni frá sjónarhorni langtíma hug- myndastefnu. Í stað tímabundinna sérhagsmuna. Sala á eignarhlut ríkisins í bönkum er eðlileg. Og mikilvæg. En það er röng hugmyndafræði við söluna að taka hagsmuni fjárfesta fram yfir kröfur um virka samkeppni á fjármálamarkaði. Samkeppnin er mikil- vægari fyrir fyrirtæki og launafólk. Aflahlutdeildarkerfi er hagkvæmt. Hitt vinnur gegn almennri þjóðhagslegri hagkvæmni að tímabinda ekki einkaréttinn og taka ekki gjald fyrir verðmæti hans. Eins og alls staðar er gert með einkarétt til að nýta almannaeign. Einkaafnot útgerða á sameiginleg- um auðlindum þjóðarinnar án eðlilegs auðlindagjalds leiðir síðan til mismununar á fjárfestingamarkaði. Landbúnaður er í vörn en ekki sókn. Ástæðan er sú að hugmyndafræði skömmtunarstjórnar hefur vikið frjálslyndum hugmyndum um athafnafrelsi til hliðar. Frjáls gjaldeyrisviðskipti eru mikilvæg. En það er bogin hugmyndafræði að tryggja þeim sterkustu rétt til að standa utan við krónuhagkerfið en njörva þá veikustu innan þess. Það skapar ójafna stöðu. Þessi mismunun er ein ástæða þess að íslenskt atvinnulíf skrapar botninn í samanburði á samkeppn- ishæfni í alþjóðaviðskiptum og erlendri fjárfestingu. Það er kominn tími á breytingar. Frjálslynd hugmyndafræði í þágu almannahags- muna þarf að leysa af hólmi ríkjandi stefnu íhalds- semi og sérhagsmuna. Hér fara saman heildarhags- munir fyrirtækja og launafólks. n Mikilvægi frjálslyndis Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar BERUM ARMBANDIÐ og sýnum kra í verki á lifidernuna.is Orð sem vararíkissaksóknari lét falla á Facebook-síðu sinni í síðustu viku opna augu okkar fyrir viðhorfum sem enn grassera í samfélaginu. Ekki aðeins á jöðrum samfélagsins, heldur einnig meðal mennta- fólks í ábyrgðarstöðum. Þau minna okkur enn og aftur á að sömu viðhorf ríkja innan kerfa og stofnana sem eiga að halda utan um fólk í verri stöðu en fæst okkar munu nokkurn tíma upp- lifa. Þar ríkja þrjósk tregðulögmál sem ekkert virðist bíta á. Það er ekki bara hatrið og ógestrisnin í lög- gjöfinni sem ekkert virðist geta haggað, sem standa því fyrir þrifum að íslenska ríkið geti verið þjóð sinni til sóma í móttöku flóttafólks. Eins og margir hafa bent á hefur mannhatur búið um sig í kjarna Útlendingastofnunar og svo rækilega að ekki virðist nokkur leið að upp- ræta það önnur en að leggja stofnunina niður. Orð vararíkissaksóknara eru bergmál þeirra viðhorfa Útlendingastofnunar að flóttafólk sé upp til hópa lygamerðir í dulargervi sem fletta þurfi ofan af. Ítrekað hefur stofnunin opin- berað ömurlega afstöðu til þeirra sem hingað leita skjóls. Konum frá ríkjum sem halda uppi sjaríalögum er ráðlagt að fara aftur heim en hafa sig hægar og lúta kúgunarlögum til að lifa af. Börn eru send á brott í ömurlegar aðstæður eða óvissu eftir að hafa fest hér rætur og eignast vini. Ófrískar konur reknar á dyr. Útlendingastofnun er rotin að innan og með ónýtt erfðamengi. Henni er ekki viðbjargandi og íslenska þjóðin hatar hana. Það er óum- flýjanlegt að uppræta þessa stofnun og byggja nýtt kerfi á nýjum grunni. Opinberar stofnanir eru iðulega lagðar niður og verkefnum þeirra komið fyrir innan ann- arra stofnana eða í nýrri stofnun. Þjóðhags- stofnun, Barnaverndarstofa, Rannsóknarlög- regla ríkisins, Nýsköpunarmiðstöð. Líkt og verkefnum þessara stofnana má koma móttöku flóttafólks og þjónustu við innflytjendur fyrir með farsælli og mannúðlegri hætti. Vissulega þarf að gera fleira. Eftir einangrun gamla Íslands eimir enn eftir af fordóma- fullum, gamaldags viðhorfum. Kannski eru þau af sömu rót og ímugustur okkar á því að útlendingar eigi hér jarðnæði og að aðrir en íslenskir auðmenn eyði náttúruauðlindum landsins. Kannski þarf þjóðin bara að bíða af sér rasismann. Skoðanakannanir sýna að yngri kynslóðirnar eru víðsýnni og umburðarlyndari og útlendingaandúð eykst með hækkandi aldri. En sitjum ekki auðum höndum meðan við bíðum, heldur krefjumst þess að Útlendinga- stofnun verði lögð niður. n Vonda fólkið ser@frettabladid.is Fréttaflakk Forfallnir fréttafíklar hafa verið illilega slegnir út af laginu síðustu daga, en hið hugprúða ríkissjónvarp landsmanna hefur verið að f lakka út um alla dagskrá sína með fréttatímann hins opinbera, sem vel að merkja er helsti öryggisventill þjóðarinnar og ein helsta rétt- lætingin fyrir tilveru stofnunar- innar. Það skrýtna í þessu öllu saman er að sjöfréttirnar hafa vikið nokkrum sinnum fyrir knattspyrnuleikjum í beinni lýsingu frá Englandi sem hafa ekki einasta verið sýndir á svo- kallaðri sportrás ríkismiðilsins, heldur líka samtímis á aðalrás hans. Tvírása Gárungarnir skilja náttúr- lega ekkert í þessu rugli, enda ofrausn í þeirra huga að ríkið sýni frá sama leiknum á tveimur rásum í einu – og fórna fyrir vikið aðalfréttatíma sínum í tilsettri rás í viðtækjum lands- manna. En kannski er þetta liður í sparnaðaráætluninni í Efstaleiti, en það er náttúrlega ódýrara en ella að sýna sama efni á mörgum rásum samtímis, gott ef fótboltinn í beinni getur ekki líka verið á hinu svokall- aða Krakkarúvi – og hvað þær heita sjónvarpsrásirnar sem ríkið hefur verið að stofna sér til skemmtunar og yndisauka á síðustu árum. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 27. júlí 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.