Fréttablaðið - 27.07.2022, Síða 15
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
MIÐVIKUDAGUR 27. júlí 2022
Barbie-heimurinn er orðinn að safni
í Kanada. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
elin@frettabladid.is
Mest selda dúkkan fær eigin sýn-
ingu. Það er ekki bara kvikmynd
væntanleg um Barbie heldur hefur
einnig verið sett upp safn henni til
heiðurs. Sýningin var opnuð fyrir
nokkrum dögum í Mississauga í
Kanada, sem er nálægt Toronto,
á þrjátíu þúsund fermetra svæði.
Sýningin heitir World of Barbie og
mun seinna ferðast um Norður-
Ameríku.
Á sýningunni munu aðdáendur
Barbie geta upplifað heim hennar
í raunstærð. Hægt er að rölta um
Barbie-hverfið og fara í heimsókn
í húsið hennar. Framleiðandi
Barbie, Mattel, stendur á bak við
sýninguna ásamt fleirum. Barbie
var fyrst kynnt til sögunnar árið
1959 svo aðstandendur sýningar-
innar telja að fólk á öllum aldri
muni koma og líta á heim hennar
eigin augum.
Litríkur heimur
Sýningin endurspeglar litríkan lífs-
stíl Barbie á stórbrotinn hátt. Þarna
er endurskapaður heimur sem
svo margir þekkja, jafnt húsgögn,
bílar og fleira það sem börn hafa
einungis kynnst sem leikföngum.
Gestir fá alls kyns upplýsingar um
hönnun og sögu Barbie í gegnum
gagnvirkan miðil. Þess má geta að
Barbie hefur verið framleidd í um
250 mismunandi störfum. Sýningin
hefur vakið athygli en hún mun
án efa vekja eftirvæntingu fyrir
bíómyndinni um Barbie sem frum-
sýnd verður á næsta ári með þeim
Margot Robbie sem Barbie og Ryan
Gosling sem Ken. ■
Í heimsókn á
heimili Barbie
Birgir Ómarsson, formaður Íslenska frisbígolfsambandsins, segir að íþróttin hafi vaxið hratt á Íslandi, sérstaklega eftir að settur var upp völlur á Klambratúni
fyrir rúmum áratug. Samkvæmt könnun Gallup hafa 52 prósent Íslendinga á aldrinum 18 til 25 ára prófað íþróttina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Skemmtileg og einföld íþrótt
sem hentar öllum
Íslenska frisbígolfsambandið hefur kynnt frisbígolf af krafti og fengið bæjarfélög um allt land
til að byggja velli. Íþróttin er aðgengileg og nýtur sívaxandi vinsælda, sérstaklega hjá ungu
fólki, en í dag er fjöldi móta haldinn á hverju ári og starf sambandsins verður sífellt öflugra. 2
B Ä S T A I T E S T
Bäst-i-Test 2022.s
e
BESTA
SÓLARVÖRNIN
7 ár
Í RÖÐ
Fæst í Apótekum, Hagkaup, Fríhöfninni
og víðar | nánar á evy.is og celsus.is
VATNASVÆÐI
UM ALLT LAND
36
FYLGIRIT VEIÐIKORTSINS
18. árgangur - Kr. 8.900
- frelsi til að veiða!
00000
Aðeins
8.900
Frelsi til
að veiða