Fréttablaðið - 27.07.2022, Side 28

Fréttablaðið - 27.07.2022, Side 28
Þetta er hræðilegur tími til að eiga afmæli. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR SUMARÚTSALA BETRA BAKS 20% AFSLÁTTUR AF TEMPUR 60% AFSLÁTTUR 10-40% A F H E I L S U I N N I S KÓ M EXCLUSIVE TOPPER Gæsadúnn. 90 x 200 cm. Verð: 30.900 kr. Nú 12.360 kr. Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Tinna Sigurðardóttir, betur þekkt sem Tinna Túrbó, eigandi flúðasiglingafyrir- tækisins Arctic Rafting, er fertug í dag. Hún hyggst halda upp á afmælið með reifi og kajakkeppni. odduraevar@frettabladid.is Tinna Sigurðardóttir, sem betur er þekkt sem Tinna Túrbó, svo öflug er hún, keypti ferðaþjónustufyrirtæk- ið Arctic Rafting við Drumbodds- staði við Hvítá í lok ársins 2020. Hún er fertug í dag og hyggst halda upp á afmælið með reifpartíi. „Ég hef líklega ekki farið í almennilegt frí í að verða tvö ár, þannig ég tók mér tveggja daga frí,“ segir Tinna hlæjandi, spurð hvað hún hyggist gera í tilefni dagsins. Afmælishátíðin þarf þó að bíða fram í ágúst. „Þetta er hræðilegur tími til að eiga afmæli. Það er að koma versl- unarmannahelgi, ótrúlega mikið í gangi og allir úti um allt, í útlöndum eða bústað og náttúrlega brjálað að gera hjá okkur. Þannig ég ákvað að halda upp á þetta 13. ágúst,“ útskýr- ir Tinna. Hún mun blása til árlegrar kajak- keppni í Tunguf ljóti þann dag, sem kennt er við Tinnu og nefnist „Túrbó kajakreis“ en Tinna hélt það í fyrsta sinn í fyrra. „Við buðum öllum upp á pylsu og vorum með plötusnúð við ána og við endur- tökum þetta í ár og ég býð í partí á Drumbó,“ segir Tinna og á þar við Drumboddsstaði. Íslendingar í Gvatemala Tinna hefur alltaf verið mikil ævintýrakona og byrjaði að vinna í ferðabransanum árið 2004. „Ég kláraði Kvennó og ákvað að fara í bakpokaferðalag um Mið-Ameríku og fór að læra köfun þar. Svo hitti ég bara fyrir slysni þrjá Íslendinga úti á götu í Gvatemala sem voru í kajak- ferð og einn þeirra segir mér frá því að hann vinni sem flúðaleiðsögu- maður á Íslandi,“ segir Tinna. Síðan hefur Tinna meðal ann- ars unnið sem leiðsögumaður við köfun, við f lúðasiglingar og nælt sér í viðskiptafræðigráðu í Ástr- alíu og eytt sumrunum sínum á kajak, ýmist í Nepal eða á Ganges á í Rishikesh í norðurhluta Indlands. Tinna segist óviss um hve oft hún hafi farið þangað en fyrst fór hún þangað árið 2017. „Ég vann sem flúðaleiðsögumað- ur í Noregi en fór alltaf aftur til Ind- lands því ég var svo hrifin,“ útskýrir Tinna. Hálft ár hafi því farið í f lúðir í Noregi og rest í Indland. „Þar til ég varð atvinnulaus leiðsögumaður í kófinu og fór þá aðeins að spá í það hvað ég ætti að gera.“ Indland heillar „Þau bönkuðu upp á sumarið 1985 og báðu um að fá að þurrka sokkana en hafa ekki farið síðan,“ sagði Anna Svavarsdóttir, ein Drumba-systra í blaðaviðtali um Vilborgu Hannes- dóttur og Björn Gíslason sem fyrst allra lögðu út til f lúðasiglinga frá Drumboddsstöðum. Tinna ætlar ekkert að fara heldur. „Þetta hentar mér ótrúlega vel. Flúðasiglingarnar ganga á sumrin og svo á veturna get ég einbeitt mér að því að byggja fyrirtækið upp og skotist til Indlands og Nepal,“ segir Tinna, sem lofar veislu þann 13. ágúst. „Ég ætlaði reyndar bara að bjóða í prívatpartí fyrir vini og vanda- menn og kajakáhugafólk,“ segir Tinna hlæjandi, aðspurð hvort les- endum sé ekki örugglega boðið. „En ég ætla að kalla þetta „Reif í sokk- inn“ eins og plöturnar hétu allar á djammtímabilinu mínu á tíunda áratugnum.“ n Túrbó-Tinna fagnar afmælinu með reifi og rafti Eru nýju Hopp-hjólin betri en þau gömlu? Næsta kynslóð hjóla með betri jafnvægispunkt Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir framkvæmda- stjóri Hopp „Já, að vissu leyti. Þau eru næsta kynslóð, eru breiðari með betri jafnvægis- punkt og þau eru mikið uppfærð hönnunarlega séð af okkur og okkar verkstæði. Það er stórt umhverfismál og því gríðarlega mikilvægt fyrir okkur. Svo er líka bara svo gaman að gleðja notendur okkur með því að bjóða ávallt upp á það nýjasta á markaðnum í dag þegar kemur að örflæðissamgöngum.“ n Það eru fáir sem hafa sama túrbókraft og Tinna Sigurðar- dóttir, sem á og rekur Arctic Raf- ting við Hvítá og fagnar stóraf- mæli í dag. MYND/AÐSEND Tinna lifir og hrærist í veröld vatnasportsins. MYND/AÐSEND n Lykilspurningin 24 Lífið 27. júlí 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.