Fréttablaðið - 27.07.2022, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.07.2022, Blaðsíða 32
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Vissulega má oft satt kyrrt liggja en það er ljótt að ljúga. Það kann sjaldnast góðri lukku að stýra, en lífið er nú ekki einfalt. Í vikunni varð virðulegur embættismaður uppvís að því að fullyrða um að tiltekinn hópur stundaði lygar sér til framdráttar, raunar lífs. Fullyrt var að fólk hefði logið sér til griða, enda umhverfi hælisleitenda á Íslandi furðulega harðneskjulegt og raunar bara asnalegt, ef maður splæsir hálfri hugsun í málið. Nú getur maður í sjálfu sér ekki sagt að embættismaðurinn hafi logið til um lygarnar en í öllu falli voru ummæli hans óboðleg og ósæmandi. Það er engin ástæða til að þakka manninum ósómann, en þó má segja að ummælin dragi athyglina að þeirri afturför sem virðist vera að verða í réttindabaráttu hinsegin fólks. Ég hef áhyggjur af samfélaginu okkar, sérstaklega þeim okkar sem ekki lifum veru- leika þeirra sem eru hinsegin og klöppum okkur sjálfum á bakið fyrir að kaupa regnbogafána einu sinni á ári í Gleðigöngunni. Við erum dálítið sjálfumglöð í meintu umburðarlyndi, finnst við jafnvel dálítið hafa skilað okkar inn í baráttuna og að björninn sé unninn. Nú geti þessi hinsegin bara viðhaldið árangrinum sem náðst hefur. En þannig er þetta ekki. Það skiptir ekki máli hvort hópurinn er hinsegin, hafi ekki hvítan húðlit sé fatlaður eða allt í senn – baráttunni lýkur aldrei og við öll verðum að taka þátt til að viðhalda opnu, fjölbreyttu og skemmtilegu samfélagi þar sem við öll getum notið okkar. Þannig að já, mætum í Gleðigönguna, kaupum fánann, en umfram allt – berjumst. n Lygi Önnu Sigrúnar Baldursdóttur n Bakþankar 66north.is Löng helgi framundan Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN Rafhjólatrygging TM er hugsuð fyrir þig Hugsum í framtíð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.