Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 28
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 202128 Líf og fjör í réttum á Vesturlandi Hefð er fyrir því í upphafi Svarthamarsréttar á Hvalfjarðarströnd að flagga og syngja. Arnheiður Hjörleifsdóttir réttarstjóri og bóndi á Bjarteyjarsandi stýrði „kórnum“ meðan Jónas bóndi hóf fánann á loft. Ljósm. ki. Sungið af upplifun í Svarthamarsrétt. Ljósm. ki. Rekið inn í almenninginn í Svarthamarsrétt síðastliðinn sunnudag. Ljósm. ki. Ólafur Helgi Ólafsson ræðir hér við Guðmund Ólafsson fjallkóng í Ólafsvík. Gísli Marteinsson stendur á milli þeirra. Guðmundur áætlar að á þriðja hundrað kindur hafi komið til réttar á laugardaginn. Ljósm. af. Laufey Kristmundsdóttir lét ekki sitt eftir liggja og bauð að venju gangnamönnum og gestum upp á kjötsúpu auk heimabakaðs brauðs í réttinni í Ólafsvík. Ljósm. af. Féð var að venju vænt hjá frístundabændum í Ólafsvík. Hér glímir Ólafur Ólafsson við vænan lambhrút. Ljósm. af. Hresst en þreytt heimafólk við Reynisrétt að lokinni smala- mennsku í Akrafjalli. Ljósm. mm. Safnið af Akrafjalli komið til hinnar formfögru Reynisréttar sem Sigurður heitinn í Gerði hlóð fyrir aldarfjórðungi. Ljósm. mm. Hástökkvarar vikunnar. Ljósm. ki. Gunnar Ármannsson hugar að fé í Svarthamarsrétt. Ljósm. ki. Fellsendarétt í Dölum var um liðna helgi. Hér má sjá Jónas Guðjónsson bónda á Hömrum í Haukadal horfa einbeittan eftir fé úr Haukadalnum, en flestir Haukdælingar voru á sama tíma uppteknir að smala Vatnsfjallið, svo það var nóg að gera hjá Jónasi. Ljósm. bj. Einbeitingin skín úr augum fólks við réttarstörf, hér er Helgi Fannar Þorbergsson á Harrastöðum kominn með tvær í takið í Fellsendarétt. Ljósm. bj. Það er talsvert af kollóttu fé í Miðdölunum, sem lætur misvel að stjórn. Það mátti sjá ýmsa takta við að hafa hendur í hári þess, en hér dugði ekki minna en tvær vaskar konur. Myndin er tekin undir lok réttarstarfa í Fellsendarétt, en sjá má í bakgrunni suma fækka fötum eftir mikið puð, en aðra annars hugar, þegar hér var komið við sögu. Ljósm. bj. Það má segja að Fellsendarétt í Dölum megi muna sinn fífil fegurri, ef horft er til réttarinnar sjálfrar, en hún þjónar sínu hlutverki afar vel. Þeir sem eru komnir til að fylgjast með geta hins vegar gleymt sér við fegurð fjallasalanna allt í kring. Hér var réttarstörfum lokið. Ljósm. bj. Smalað ofan við Selvallavatn og Berserkjahraun. Ljósm. sá. Strax eftir göngurnar var hafist handa við að draga í dilka í Hrafnkelsstaðarétt. Hérna eru Eiríkur Helgason og Borghildur Eiríks- dóttir að líta eftir fé. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.