Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 16
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 202116
miklar framkvæmdir standa nú yfir
á Stafholtsveggjum II í Borgar-
firði. Verið er að breyta útihúsum
úr kjúklingahúsi í gistiheimili. Það
er Sveinn Ragnarsson verkfræðing-
ur sem stendur að breytingunum
en hann keypti jörðina í desember
2019. Sveinn rekur verkfræðistof-
una FR ráðgjöf. Húsin á jörðinni
eiga sér reyndar óvenjulega fjöl-
breytta sögu því áður hafa þau hýst
tamningastöð og svínabú og þar
áður sauðfjárrækt, loks kjúklinga-
hús og nú gistihús fyrir fólk.
Skessuhorn kíkti í heimsókn til
Sveins og spurði hann fyrst hvernig
hefði staðið á því að hann hefði far-
ið út í þessa fjárfestingu. Hann svar-
ar og segist hafa átt sumarbústað í
Hvalfjarðarsveit. Þar hafði hann
gert eiginlega allt sem hægt er að
gera við slíkan bústað, gróðursett í
hvert horn auk þess að byggja alla
þá palla við bústaðinn sem hægt var.
Hann var því farinn að svipast um
eftir skika þar sem hann gæti tek-
ið til hendinni. Sveinn frétti af því
að Brautarholt væri til sölu en jörð-
in er um 150 ha að stærð. Hann lét
það hins vegar ekki duga að kaupa
Brautarholt heldur keypti hann
einnig Stafholtsveggi II sem liggur
að Stafholtsveggjum I, en Stafholts-
veggir II er um 10 hektara land-
spilda, staðsett í miðtungu í Staf-
holtstungum og í um 25 km fjarlægð
frá Borgarnesi. Aðkoman að Staf-
holtsveggjum II er frá Borgarfjarð-
arbraut um núverandi heimreið sem
er sameiginleg fyrir Stafholtsveggi I
og II en lagður verður nýr afleggj-
ari að Stafholtsveggjum II sem mun
tengjast núverandi heimreið aust-
an við íbúðarhús Stafholtsveggja I.
Nýtt deiliskipulag fyrir ferðaþjón-
ustu í landi Stafholtsveggja II tekur
til 5,8 ha svæðis. Í hinu nýja deili-
skipulagi segir meðal annars: „Inn-
an svæðisins er skilgreind lóð fyrir
hótel, lóðir fyrir svefnskála, skála
með salernis- og eldunaraðstöðu,
þjónustuhús og íbúðarhús ásamt
fylgibyggingum.“
Þrjátíu smáhýsi í bígerð
Skipulagssvæðið hentar vel til upp-
byggingar ferðaþjónustu þar sem
svæðið liggur hátt og er óhentugt
til jarðræktar. Þaðan er víðsýnt og
fagurt útsýni yfir Borgarfjarðarhér-
að. Sveinn lýsir því þannig: „Það var
ekki fyrr en ég kom hingað í góðu
skyggni sem ég uppgötvaði hversu
svakalega flott útsýnið er yfir Borg-
arfjörðinn.“
Eins og áður segir er ráðgert að
breyta alifuglahúsunum í hótel með
allt að 40 herbergjum, veitingasölu
og mögulega annarri aðstöðu fyr-
ir ferðamenn, t.d. þvottaaðstöðu,
afþreyingarrými og fleira. Einn-
ig stefnir Sveinn í framtíðinni á að
reisa 22 svefnskála og átta stærri
skála ef þörfin verður fyrir hendi.
minni skálarnir verða ekki með sal-
ernis- eða eldunaraðstöðu, en þess í
stað er gert ráð fyrir aðstöðu í sér-
stöku þjónustuhúsi sem er í nálægð
við þá. Stærri skálarnir verða aftur
á móti með salernis- og eldunarað-
stöðu. Að sögn Sveins er planið að
fara rólega í uppbygginguna. „Þeg-
ar maður er farinn að fá tekjur fer
maður kannski hraðar í þetta.“
Ráðgert er að annað þjónustu-
hús verði reist fyrir baðaðstöðu og
að þar verði útisvæði með heitum
laugum og pottum. Ekkert íbúðar-
hús er á jörðinni, en Sveinn segir að
ef vel gangi geri hann ráð fyrir því
að byggja íbúðarhús samhliða upp-
byggingu ferðaþjónustunnar. upp-
bygging ferðaþjónustunnar verð-
ur áfangaskipt. Byrjað verður á að
breyta alifuglahúsunum í hótel í
2-3 áföngum og samhliða að byggja
íbúðarhús.
Snorri setti niður staur
Jörðinni Stafholtsveggjum var á sín-
um tíma skipt upp í Stafholtsveggi
I og II, Varmaland/Laugaland og
Brautarholt. Jörðin var þekkt fyrir
jarðhita sem var nyrst í landinu, þ.e.
Stafholtsveggjahver eða Veggjahver,
en þar er nú Varmaland/Laugaland.
Aðspurður um möguleika á heitu
vatni á jörðinni segir Sveinn að þeg-
ar hafi verið boruð hola sem kom
vel út. Sveinn segist þekkja marga
í hinum svokallaða andlega geira.
„Snorri á Fossum kom í heimsókn
og við settum niður staur þar sem
hann sagði að væri 72 gráðu heitt
vatn á 70 metra dýpi. Ég er reyndar
ekki búinn að sannreyna þetta en ég
hef trú á þessu því ég hef heyrt þetta
úr annarri átt líka,“ segir Sveinn. Þá
bendir Sveinn á að heitt vatn er að
finna í nágrenninu, í áður nefndum
Veggjahver.
Núverandi hús á jörðinni eru þrjú
og uppbyggingin skiptist því í meg-
inatriðum í þrennt. Í fyrsta áfanga
er ætlunin að útbúa 17 gistirými
fyrir alls 34 gesti. Jafnframt verð-
ur gestamóttaka og veitingaaðstaða
útbúin. Þegar öll húsin verða tilbú-
in verða gistirými alls 40 fyrir um
80 gesti.
Garnanöfn á götunum
Þegar rýnt er í mynd af nýju skipu-
lagi Stafholtsveggja vekja gatna-
nöfn svæðisins nokkra athygli.
Þar má finna nöfnin Skálagörn og
Laugagörn. Þegar Sveinn er spurð-
ur út í þetta segir hann: „Afi minn
sem var bóndi á Kvíum í Þverár-
hlíð var ásamt fleirum að leggja veg
upp Þverárhlíðina frá Borgarfjarð-
arbraut. meðal annars var þar lang-
ur og beinn kafli sem þeir kölluðu
Löngugörn. Þegar Sigurbjörg hjá
Landlínum sagði að ég yrði að láta
göturnar heita eitthvað þá var þetta
það eina sem mér datt í hug,“ segir
Sveinn og hlær.“
Ætla ekki í samkeppni
við fínni hótelin
í Borgarfirði
Að sögn Sveins verður viðskipta-
módelið hjá honum í líkingu við
Fossatún. Sveinn segir þó að hús-
in sem hann hyggst reisa séu tals-
vert frábrugðin húsunum í Fossa-
túni. Hann bendir á að nóg er af
gistirými í dýrari kantinum í Borg-
arfirði og bendir þar á Hótel Húsa-
fell, Fosshótel og Varmaland. „Ég
er ekki að fara í samkeppni við þessa
aðila. Verðið fyrir gistingu hér verð-
ur lægra en þar. mér finnst bara já-
kvætt að nýir gistimöguleikar séu
að koma til sögunnar, þetta styð-
ur allt hvað annað og fyrir bragð-
ið verða til meiri afþreyingarmögu-
leikar.“ göngustígur eða slóði ligg-
ur frá Stafholtsveggjum að Varma-
landi og er því örstutt fyrir gesti að
ganga spölkorn til þess að komast í
ýmsa þjónustu, svo sem í sundlaug
og á veitingastað.
Í skipulagsauglýsingu segir um
umhverfisáhrif að talið sé jákvætt að
deiliskipulagið leiði af sér uppbygg-
ingu á verslun og þjónustu þar sem
eldri landbúnaðarbyggingar voru
hættar að þjóna hlutverki sínu, en fá
nú nýtt hlutverk sem hótel. Rekstur
nýs hótels hefur jákvæð hagræn og
félagsleg áhrif á samfélagið þar sem
hann leiðir af sér fjölgun starfa inn-
an sveitarfélagsins. Það er mat land-
eiganda að skortur er á hagstæðri
gistingu í Stafholtstungum. upp-
byggingin mun verða mikilvæg við-
bót við þá gistingu sem er í boði í
næsta nágrenni og auka val ferða-
mannsins á mismunandi gistimögu-
leikum.
Þörfin mun aukast
Í tillögu að breytingum á skipulagi
fyrir Stafholtsveggi II segir m.a:
„mikill uppgangur hefur verið í
ferðaþjónustu í Borgarfirði síðustu
misserin. Til að mynda 4,3 faldaðist
fjöldi erlendra ferðamanna í Borgar-
firði á árunum 2010 – 2019 og voru
um það bil 903.000 árið 2019, sem
Mikil uppbygging framundan að
Stafholtsveggjum II í Borgarfirði
Stefnt að opnun gistiheimilis næsta sumar
Sveinn Ragnarsson fyrir framan hús sem verið er að breyta í hótel.
Búið er að mála hluta húsanna að Stafholtsveggjum II svört. Franskir gluggar verða í hótelbyggingunni.
Búið er að skipta um járn á þakinu á hluta húsanna.
Smáhýsi, svipað þessu, munu verða
reist á jörðinni.