Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 39
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 2021 39 ÍA tryggði sér sæti í úrslitum í bik- arkeppni 2. flokks kvenna í knatt- spyrnu á þriðjudaginn í liðinni viku þegar liðið sigraði sameiginlegt lið Selfoss/Hamars/Ægis/KFR í und- anúrslitum bikarsins á JÁVERK vellinum á Selfossi. Lilja Björg Ólafsdóttir, maría Björk Ómars- dóttir og Ylfa Laxdal unnarsdóttir skoruðu mörk ÍA í leiknum í örugg- um sigri en áður hafði ÍA unnið lið FH í 8 liða úrslitunum eftir víta- spyrnukeppni. Fram undan er bikar- úrslitaleikur gegn sameiginlegu liði Breiðabliks og Augnabliks föstudag- inn 24. september klukkan 17 og fer hann fram í Akraneshöllinni. ÍA og Breiðablik/Augnablik hafa leikið tvo leiki í sumar í 2. flokki kvenna A deild og Kópavogsstúlk- ur unnið þá báða, þann fyrri 3-2 og seinni 4-2. Breiðablik/Augnablik er Íslandsmeistari í 2. flokki en þær voru efstar í A deild með 30 stig, FH var í öðru sæti með 28 stig og ÍA í því þriðja með 21 stig en áttu einn leik eftir gegn Fylki í deildinni sem fram fór í gær eftir að blaðið fór í prentun. Þess má geta að í síðasta leik ÍA gegn Haukum í Lengjudeild- inni í síðustu viku voru alls fimm stelpur í byrjunarliði ÍA og fimm sem voru varamenn af þeim sem hófu leik í leiknum gegn Breiða- blik/Augnablik.. Þá vakti athygli blaðamanns að í leiknum kom inn á Sunna Rún Sigurðardóttir sem er fædd árið 2008 og því aðeins 13 ára gömul á árinu en í 2. flokki eru stelpur fæddar 2002-2004. Sunna Rún er dóttir knattspyrnu- hjónanna Sigurðar Sigursteins- sonar og margrétar Ákadóttur, systir Arnórs og Inga Þórs sem leika með Venezia á Ítalíu og ÍA og þykir Sunna Rún nokkuð efni- leg knattspyrnukona. vaks Kári endaði ekki á góðu nótunum í síðasta leik liðsins í 2. deild í bili að minnsta kosti. Kári lék gegn liði magna á grenivíkurvelli á laug- ardaginn og varð að sætta sig við enn eitt tapið. Káramenn komust þó yfir í leiknum á 19. mínútu með marki Ármanns Inga Finnbogason- ar en guðni Svavarsson jafnaði fyr- ir heimamenn á 37. mínútu og jafnt í hálfleik 1-1. Það voru síðan leikmenn magna sem tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum á tveimur mín- útum. Fyrst skoraði Angantýr máni gautason á 77. mínútu og mínútu síðar var það guðni Sig- þórsson með sitt annað mark fyrir magna, lokastaðan 3-1 fyrir norð- anmenn. Athygli vekur að aðeins tveir leikmenn voru á varamanna- bekk Kára í leiknum, markvörður- inn Bjarki Rúnar Ívarsson sem kom inn á í sínum fyrsta leik í sumar með Kára á 71. mínútu og formað- ur Kára, Sveinbjörn geir Hlöð- versson sem fékk að leika lausum hala síðustu mínúturnar eftir að fyrrnefndur Angantýr hafði feng- ið rautt spjald skömmu áður. Þess má geta að Sveinbjörn er 25 árum eldri en yngsti leikmaður Kára í leiknum sem var Ellert Lár Hann- esson en hann er fæddur árið 2004. Þá voru Káramenn án þjálfara síns í leiknum því Ásmundur Haraldsson var upptekinn í verkefnum með A- landsliði kvenna sem var að undir- búa sig fyrir leik gegn Hollandi sem fram fór í gærkvöldi. Kári lauk tímabilinu í neðsta sæti með níu stig í 22 leikjum og Fjarða- byggð fylgir þeim niður í þriðju deildina með ellefu stig. Þróttur Vogum hafnaði í efsta sæti í deild- inni og tryggði sér sæti í Lengju- deildinni á næsta ári ásamt liði KV úr Vesturbænum sem náði öðru sætinu eftir mikla baráttu við lið Völsungs frá Húsavík. vaks Skagamenn fóru létt með Fylki í pepsi max deildinni í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesvelli á sunnudaginn. Fyrir leikinn voru Skagamenn á botni deildarinn- ar með 15 stig en Fylkir með stigi meira og því allt lagt í sölurnar hjá báðum liðum að ná sigri til að forð- ast falldrauginn. Lokatölur leiks- ins 5-0 fyrir Skagamenn og úrslit- in þýða að enn er von hjá Skaga- mönnum að halda sér í deild þeirra bestu. Það dró til tíðinda strax á tólftu mínútu leiksins þegar Skagamenn fengu vítaspyrnu eftir að leikmað- ur Fylkis, Þórður gunnar Hafþórs- son, fékk boltann í hendina innan teigs og var vikið af velli í kjölfar- ið. Steinar Þorsteinsson skoraði úr vítinu og Skagamenn einu marki yfir og einum manni fleiri það sem eftir lifði leiks. Snemma í byrjun seinni hálfleiks skoraði Hákon Ingi Jónsson annað mark Skagamanna í leiknum og á síðasta korteri leiks- ins gerðu heimamenn þrjú mörk. Fyrst var það Jón gísli Eyland sem skoraði fyrir utan teig, Ingi Þór Sigurðsson þrumaði síðan boltan- um í fjærhornið eftir góða send- ingu Ísaks Snæ Þorvaldssonar og á lokamínútunni renndi Eyþór Aron Wöhler boltanum fram hjá mark- manni Fylkis og fimm marka sigur Skagamanna í höfn. HK náði síðan sigri á mánu- dagskvöldið gegn Stjörnunni eftir að hafa skorað sigurmarkið einum færri undir lok leiksins. Staðan í botnbaráttunni í pepsi max deild- inni er því þannig fyrir síðustu um- ferðina að HK er í tíunda sæti með 20 stig, ÍA í því ellefta með 18 stig og Fylkir er fallinn í Lengjudeildina með 16 stig. Því er ljóst að Skaga- menn verða að vinna lið Keflavík- ur til að eiga möguleika á að halda sér uppi og treysta á í leiðinni að Breiðablik sigri HK. Þá er spenn- an mjög mikil í toppbaráttunni því þar getur Víkingur Reykjavík orðið Íslandsmeistari með sigri á Leikni Reykjavík í síðustu umferðinni en Víkingur var síðast meistari fyrir þrjátíu árum eða árið 1991. Síðasta umferð pepsi max deildarinnar er áætluð á laugardaginn og hefjast allir leikir kl. 14. vaks Eftir að hafa tapað fimm leikjum í röð í Lengjudeildinni náði Víking- ur Ólafsvík loks sigri gegn grinda- vík á laugardaginn. Aðstæður voru ekki upp á það besta í grindavík, grenjandi rigning, mikill vindur og völlurinn nánast á floti. Leikurinn byrjaði fjörlega því á fimmtu mín- útu skoraði Harley Bryn Willard fyrir Víking en aðeins mínútu síð- ar jafnaði Josip Zeba fyrir heima- menn. Besti maður vallarins, Bjart- ur Bjarmi Barkarson, kom Víkingi aftur yfir eftir tæpar 30 mínútur og Kareem Isiaka bætti þriðja markinu við rétt fyrir leikhlé og staðan 1-3 í hálfleik fyrir Víking. grindavík minnkaði muninn strax í byrjun seinni hálfleiks með marki frá gabriel dan Robinson en það var síðan Kareem Isiaka sem gull- tryggði annan sigur Víkings í sum- ar með sínu öðru marki skömmu fyrir leikslok. guðjón Þórðarson, þjálfari Víkings, sagði í viðtali eftir leik að það þurfi að búa til nýtt lið í Ólafsvík og að það verði breytingar. Það þurfi að púsla saman liði, reyna að stækka heimahópinn og búa svo til stöðu fyrir útlendingana sem þeir þurfi á að halda. Víkingur endaði í neðsta sæti með átta stig í 22 leikjum og Þrótt- ur Reykjavík féll með þeim í 2. deild með fjórtán stig. Fram sigraði í Lengjudeildinni með yfirburðum, vann 18 leiki, gerði fjögur jafntefli og tapaði ekki leik. með þeim upp í pepsi max deildina fer lið ÍBV sem hefur þegar tryggt sér sæti í efstu deild en þeir eiga einn leik eftir í deildinni um næstu helgi. vaks B-lið 2. flokks ÍA tók við Íslands- meistaratitlinum á mánudags- kvöldið eftir sigur gegn KA/ dal- vík/ Reynir/ magni í Akraneshöll- inni. Liðið sem spilar undir merkj- um ÍA/ Kári/ Skallagrímur í sum- ar lék 18 leiki í deildinni, vann 16, gerði tvö jafntefli og tapaði engum leik. Liðið endaði með 50 stig og markatöluna 84-18 en í öðru sæti var lið Stjörnunnar/ KFg/ Álfta- ness með 36 stig. markahæstir voru Franz Bergmann Heimisson með 17 mörk, Steindór mar gunnars- son með 11 mörk og gabríel Ísak Valgeirsson með 10 mörk. Þjálfarar liðsins eru Sigurður Jónsson og El- inbergur Sveinsson. vaks Byrjunarlið Kára gegn Magna á laugardaginn. Ljósm. sgh Kári tapaði sjötta leiknum í röð Skagamenn að fagna titlinum. Ljósm kfía. ÍA Íslandsmeistari í 2. flokki karla Skagastelpur fagna sigrinum. Ljósm. Lára Dóra Valdimarsdóttir 2. flokkur kvenna ÍA í úrslit í bikarnum Guðjón Þórðarson mun stýra liðinu áfram. Hann segir verkefni vetrarins að púsla saman liði, stækka heima- hópinn en bæta síðan við útlendingum eins og þurfa þykir. Ljósm. af. Víkingur kvaddi Lengju- deildina með sigri Stuðningsmenn gegndu lykilhlutverki í hvatningu sinna manna um helgina. Ljósm. sr. Skagamenn unnu stórsigur en þurfa einn í viðbót

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.