Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 31
mIðVIKudAguR 22. SEpTEmBER 2021 31 Stofnungi á Hvanneyri óskar eftir að ráða Rekstrarstjóra/Bústjóra. Starfið fellst í að sjá um innflutningi erfðaefnis (Stofnfugla) fyrir framleiðendur kjúklinga • og neyslu eggja í landinu. Samskipti við framleiðendur erlendis og innlenda kaupanda. • Skipuleggja og hafa umsjón með útungun og geta sinnt eldi stofnfugla í uppeldi í • afleysingum fyrir aðra starfsmenn Viðkomandi þarf að hafa menntun eða bakgrunn í landbúnaði, búa yfir tölvu og mála kunnáttu (norðurlandamál/enska ), tæknilega sinnaður, sé laghentur og geti sinnt minniháttar viðhaldi á tækjum og eignum Stofnunga, kunni einhver skil á bókhaldi og æskilegt að hafa búsetu á Hvanneyri eða nágrenni. Starfið er hlutastarf. Áhugasamir vinsamlegast sendi umsóknir fyrir 20. september á Jón Magnús reykjabuid@kalkunn.is Laust starf hjá Stofnunga Pennagrein Amma mín reykti pípu sem var brotin og þurfti hún að teipa hana saman reglulega. Það þurfti mikið átak að fá ömmu mína til að eyða pening í sjálfa sig. Amma mín nýtti allt sem nýta mátti og lagði fyrir þann litla pening sem henni áskotn- aðist yfir ævina með rekstrinum á sínum litla sveitabæ. Amma mín sparaði og safnaði til þess að hjálpa afkomendum sínum að eiga betra líf. Hún færði fórnir fyrir komandi kynslóðir. Amma og afi voru með bensín- dælu á litla býlinu sínu og söfnuðu þannig pening til að geta séð fyr- ir menntun barna sinna. Þótt þau hefðu lítið á milli handanna, fór allt sem þau áttu aflögu til afkomend- anna. Þau vildu tryggja þeim betra líf. Þetta gerðu þau alla ævi, án þess að kvarta nokkurn tímann. Við þurfum að taka okkur þessa kynslóð til fyrirmyndar og færa fórnir til að tryggja komandi kyn- slóðum betri framtíð, einhverja framtíð. Okkar fórnir þurfa þó að vera af öðrum toga. Róttæk skref strax Við þurfum að grípa til alvöru að- gerða í loftslagsmálum. Við þurf- um að breyta neyslumynstri okkar og stjórnvöld þurfa að taka stór og róttæk skref strax. Við megum eng- an tíma missa. Hvers vegna höfum við verið að menga svona mikið hingað til? Er það vegna þess að við erum svona vond og okkur er alveg sama um umhverfið? Nei, ég vil nú ekki trúa því. Við mengum vegna þess að það er hag- kvæmt, það borgar sig. Amma mín og afi voru með bensíndælu vegna þess að það var hagkvæmt og þau gátu borgað fyrir mennta- skólagöngu barna sinna með þeim ágóða. Ef það hefði borgað sig og verið hagkvæmt að endurheimta votlendi á þeirra jörð, þá hefðu þau gert það. Ef það hefði borgað sig að vera með grænmetisframleiðslu, þá hefðu þau gert það. Þar liggur vandinn og sömuleiðis lausnin. Það eru þeir hvatar sem eru fyrir hendi. Við þurfum að breyta hvötun- um, koma inn með græna hvata og sjá til þess að það byrji að borga sig að vera umhverfisvænn. Loforð stjórnmálanna Þau sem hafa fylgst með umræðum fyrir komandi kosningar hafa ef- laust tekið eftir því að loftslags- og umhverfismál er stórt áherslu- mál fyrir komandi kosningar, sem er mjög ánægjulegt og svo sannar- lega tími til kominn. Það er þó ósk- andi að þetta sé ekki bara tískubóla, heldur muni raungerast á næsta kjörtímabili. ungir umhverfissinnar gáfu út einkunnagjöf sína fyrir stefn- ur stjórnmálaflokkanna um daginn með Sólarkvarðanum . Þar mátti þó sjá að einungis nokkrir flokkar fengu ekki falleinkunn í loftslags- málum. Þarna stendur skýrt val frammi fyrir kjósendum, vilji þeir sjá metnað í umhverfis- og lofts- lagsmálum á næsta kjörtímabili. Ég, sem ung manneskja í fram- boði sem er mjög annt um lofts- lagsmál, var afar stolt af þeirri ein- kunn sem Viðreisn fékk út úr þess- um kvarða og mun leggja mig alla fram við að halda flokknum við efn- ið, auðnist okkur að komast í ríkis- stjórn á næsta kjörtímabili. Stórt stef í umhverfisstefnu Við- reisnar er að koma á grænum hvöt- um inni í hringrásarhagkerfið, enda fengum við hæstu einkunn allra flokka í þeim efnum. Við þurfum að fá alla með okkur í lið; einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og sérstaklega bændur. Viðreisn sér fyrir sér stór tækifæri fyrir bændastéttina í að gerast vistbændur. Þá hefðu þeir val um að geta rekið starfsemi sína á að hugsa vel um landið okkar og hjálpa þjóðinni að ná umhverfismark- miðum sínum, og lifað á því. Þá þurfum við að endurskoða styrkja- kerfi bænda og veita þeim frelsi til að stunda þann búskap sem þeim hentar og bera með sér hvata sem miða að markmiðum okkar í lofts- lagsmálum. Byggja undir kerfi sem miðar að aukinni kolefnisjöfnun. Tökum okkur ömmu til fyrirmyndar Stundum þegar ég hef kveinkað mér yfir því að það verði of erfitt að leggja á sig þessar breytingar sem eru nauðsynlegar til að ná árangri í loftslagsmálum, þá verður mér hugsað til hennar ömmu minnar og þær fórnir sem hún færði. Ég tel að við þurfum að sýna kjark og þor og taka okkur þessa kynslóð til fyrirmyndar og vera tilbúin að færa fórnir og leggja svolítið á okkur til að tryggja komandi kynslóðum betri framtíð. Eins og þau gerðu fyrir okkur. Ingunn Rós Kristjánsdóttir Höf. er Vestfirðingur og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Norðvestur- kjördæmi. Amma mín og bensíndælan matvælastofnun varar við neyslu á tveimur pökkunardagsetning- um af taðreyktum silungi frá gei- tey vegna listeríu. Við innra eftir- lit fyrirtækisins greindist listería og hefur fyrirtækið innkallað vöruna, í samráði við matvælastofnun. Inn- köllunin nær eingöngu til pakkn- inga með pökkunardagsetningu 06.09.21 og 07.09.21: Vöruheiti: Taðreyktur silungur Framleiðandi: geitey ehf Nettóþyngd: Breytileg Pökkunardagsetning: 06.09.21 og 07.09.21 Geymsluskilyrði: Kælivara við 0-4°C Dreifing: Verslanir Hagkaupa, Nettó verslanir, Krambúð Húsa- vík, Skagfirðingabúð, Hlíðarkaup, Lamb-Inn, melabúðin, Fjarðar- kaup og Kolaportið. Í flestum heilbrigðum einstak- lingum veldur neysla á listeríu- menguðum matvælum ekki sjúk- dómi. Áhættuhópar eru barnshaf- andi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæm- iskerfi. Hópsýkingar af völdum lis- teríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar. Neytendum sem keypt hafa vör- una er bent á að neyta hennar ekki og skila vörunni til fyrirtækisins eða í viðkomandi verslun. mm Innköllun vegna listeríu í taðreyktum silungi SK ES SU H O R N 2 02 1 ÚTBOÐ LEIKSKÓLI ASPARSKÓGUM 25 Landslag ehf., fyrir hönd Fasteignafélags Akraness, óska eftir tilboðum í framkvæmdir við lóðarfrágang á nýjum leikskóla við Asparskóga 25, Akranesi. Verkið nær til heildarfrágangs lóðar. Verktaki skal setja upp girðingar, koma fyrir frárennsliskerfi á lóð, koma fyrir snjóbræðslukerfi, ganga frá rafkerfi og raflýsingu lóðar, helluleggja gönguleiðir og stéttar, malbika bílastæði, ganga frá djúpgámum, aðstoða við uppsetningu leiktækja, ganga frá fallvarnarefnum, þökuleggja grassvæði, ganga frá gróðurbeðum, gróðursetja tré og runna. Helstu stærðir: Hellulögn 2.400 m2 Malbik 1.055 m2 Fallvarnarefni 1.500 m2 Heildarstærð lóðar um 8.000 m2 brúttó. Verktaki tekur við byggingarsvæði frá verktaka sem annast uppsteypu og utanhússfrágang. Byggingarsvæðið er afgirt og með hliði inn á vinnusvæðið. Verklok á útboðsáfanga er 31. júlí 2022. Útboðsgögn verða afhent á stafrænu formi frá og með 25. ágúst 2021 með því að senda tölvupóst á netfangið landslag@ landslag.is þar sem fram kemur heiti verks, nafn bjóðanda, netfang og símanúmer tengiliðs bjóðanda. Tilboðum skal skila á skrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 Akranesi í síðasta lagi 8. október 2021 kl. 13:30 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.