Skessuhorn - 10.11.2021, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 20212
Kettir hafa mikið verið í umræðunni
undanfarið sökum umdeilds banns við
lausagöngu katta fyrir norðan. Kett-
ir hafa fylgt manninum frá örófi alda þó
þeir hafi alltaf passað upp á sitt sjálf-
stæði og að vera ekki of háðir öðr-
um. Villikettir eru gott dæmi um sjálfs-
bjargarviðleitni katta, þeir veiða sér til
matar og halda óæskilegum rándýrum í
skefjum. Enda hefur það oft komið í ljós
þegar þeirra nýtur ekki lengur við úti í
náttúrunni að hin ýmsu meindýr koma
úr fylgsnum sínum.
Á fimmtudag má gera ráð fyrir hægri
breytilegri átt, þurru veðri og bjart verð-
ur með köflum. Frostlaust við suður-
ströndina, annars frost 1 til 9 stig, kald-
ast í innsveitum fyrir norðan. Austan
5-10 suðvestan til undir kvöld og skúr-
ir eða él með hita kringum frostmark.
Á föstudag má búast við suðaustlægri
átt, 3-10 m/s. Skýjað og líkur á slyddu
eða snjókomu með suðaustur- og aust-
urströndinni en úrkomulítið í öðrum
landshlutum. Hiti um og yfir frostmarki
syðst en annars vægt frost. Á laugardag
gengur í hvassa suðaustanátt með rign-
ingu sunnan- og vestanlands og hlýnar
í veðri. Hægari vindur og þurrt á Norð-
ur- og Austurlandi. Á sunnudag er útlit
fyrir hvassa sunnanátt og rigningu, tals-
verð úrkoma á sunnanverðu landinu.
Hiti 5 til 10 stig. Snýst í hvassa suðvest-
anátt seinnipartinn með skúrum og síð-
an éljum og kólnandi veðri.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessu-
horns: „Hvenær finnst þér að eigi að
byrja að spila jólalögin?“ Þar var 1.
desember ansi afgerandi með 73%
greiddra atkvæða. 15% sögðu „1. nóv-
ember,“ 8% sögðu „Aldrei að spila þau“
3% sögðu „Spila þau allt árið,“ og 1%
prósent sagði „1. október.“
Í næstu viku er spurt:
Hvernig vetrardekk velur þú
undir bílinn?
Alexandrea Rán Guðnýjardóttir úr Borg-
arnesi varð á laugardaginn Norður-
landameistari í lyftingum, þegar hún
keppti í -63 kg flokki unglinga í klass-
ískri bekkpressu. Alexandrea Rán er
Vestlendingur vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Veðurhorfur
Banaslys í
umferðinni
KJÓS: Banaslys varð síðdeg-
is á miðvikudaginn í liðinni
viku á Hvalfjarðarvegi í Kjós,
á móts við Félagsgarð. Karl-
maður á fertugsaldri lést eft-
ir að bifreið sem hann var far-
þegi í fór út af. Eldur kom
upp í bifreiðinni. Ökumað-
ur var fluttur alvarlega slasað-
ur á sjúkrahús. Flughált var á
þessum slóðum og lenti annar
bíll út af á svipuðum slóðum.
Fjölmennt lið slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna var sent
á vettvang, en Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu og rann-
sóknarnefnd samgönguslysa
rannsaka tildrög slyssins. -mm
Próflaus og
undir áhrifum
BORGARNES: Lögreglan
stöðvaði á miðvikudag í liðinni
viku för ökumanns í Borg-
arnesi sem hafði ekið undir
áhrifum ávana- og/eða fíkni-
efna. Því til viðbótar kom í ljós
að ökumaðurinn hafði verið
sviptur ökuréttindum þrisvar
sinnum og var próflaus. Ök-
umaðurinn var handtekinn og
fluttur á lögreglustöð og mál
hans sett í hefðbundið ferli.
Getur ökumaðurinn reiknað
með háum fjársektum og jafn-
vel fangelsisdómi. -frg
Bílvelta á
Snæfellsnesvegi
SNÆFELLSN: Um hádeg-
isbil á laugardag fékk lögregla
tilkynningu um að bifreið
hefði verið ekið langt út fyrir
veg á Snæfellsnessvegi. Lög-
reglumenn fóru á staðinn og
hittu ökumann. Hann sagð-
ist vera ómeiddur en honum
var ekið til læknisskoðunar í
Ólafsvík. Ökumaður kveðst
hafa misst stjórn á bílnum í
lausamöl og farið þrjár veltur
út fyrir veg. Loftpúðar bíls-
ins sprungu ekki út en mað-
urinn var í bílbelti. Dráttarbíl
þurfti til að fjarlægja ökutækið
af vettvangi. -frg
Norðurál og Arion banki hafa
skrifað undir samning um græna
fjármögnun á nýrri framleiðslulínu
í steypuskála Norðuráls á Grundar-
Norðurál fjármagnar 15 milljarða
króna steypuskála
Afstöðumynd sem sýnir staðsetningu hins nýja steypuskála á Grundartanga.
tanga. Um er að ræða fjárfestinga-
verkefni sem hleypur á um 120
milljónum dala, eða um 15 millj-
örðum króna. Verkefnið er að fullu
fjármagnað hér á landi og vegna
þess hve jákvæð umhverfisáhrifin
eru hefur það fengið svokallaða
græna fjármögnun hjá bankanum.
Í tilkynningu sem fyrirtæk-
in sendu frá sér kemur fram að
ný framleiðslulína geri Norðuráli
kleift að vinna fleiri og verðmæt-
ari vörur úr því áli sem unnið er
í álveri fyrirtækisins. Framleidd-
ar verða álstangir til að mæta mik-
illi eftirspurn frá evrópskum við-
skiptavinum, en stangirnar verða
nýttar í vörur eins og bíla, flug-
vélar, byggingar og raftæki. Aukið
vöruframboð styrki jafnframt vöru-
merki Norðuráls, Natur-AlTM,
en kolefnisspor þess er samkvæmt
tilkynningunni með því lægsta í
heimi. Þegar framleiðslan hefst
verður langstærstur hluti þess áls
sem Norðurál framleiðir virðisauk-
andi vara; álstangir og álblöndur.
Mikil eftirspurn er nú eftir áli í
Evrópu. Málmurinn er lykilefni við
framleiðslu t.d. rafbíla, sólarraf-
hlaða, flugvéla og umhverfisvænna
bygginga. Álstangir eru verðmætari
en hleifar sem steyptir eru í núver-
andi steypuskála Norðuráls. Með
framleiðslu álstanga er Norðurál
því að færa sig nær viðskiptavin-
um sínum og jafnframt færa verð-
mætaaukninguna til Íslands. Þá
kemur fram í tilkynningunni að
ekki sé um að ræða aukningu á ál-
framleiðslu heldur verði álið unnið
áfram og verðmeiri afurð en áður
búin til en álstangir eru verðmætari
en hleifar sem steyptir eru í núver-
andi steypuskála. Með nýrri fram-
leiðslulínu sparast umtalsverð orka
í steypuferlinu eða um 40% auk
þess sem útflutningstekjur Norður-
áls aukast um yfir fjóra milljarða á
ári. Byggingarframkvæmdir munu
skapa um 100 störf á byggingar-
tíma, en þegar við gangsetningu
nýju framleiðslulínunnar skapast
um 40 störf til frambúðar hjá fyr ir-
tækinu.
Sigrún Helgadóttir, fram-
kvæmdastjóri Norðuráls að
Grundartanga, segir að það væri
sönn ánægja að geta tekið þetta
skref að nýju framleiðslulínunni.
„Með því að nýta endurnýjanlega
raforku til að vinna álið áfram á Ís-
landi verða til aukin verðmæti á Ís-
landi og aukin verðmæti verða eft-
ir á Íslandi. Við erum með þessu
bæði að stuðla að minni orkunotk-
un og minni losun gróðurhúsaloft-
tegunda í álframleiðslunni. Það er
til marks um það hversu jákvæð
umhverfisáhrif verkefnisins eru að
lánveitingin fellur undir græna fjár-
málaumgjörð Arion banka.“
frg / Ljósm. aðsendar.
Ásgeir Reykfjörð aðstoðarbankastjóri Arion banka og Sigrún Helgadóttir fram-
kvæmdastjóri Norðuráls Grundartanga við undirritun samnings.
Munið Fjölskyldutímana á
sunnudögum kl. 11:00-14:00
Klifur, leiktæki, spil, leikföng,
fjör og kósýheit.
Smiðjuvellir 17, Akranesi smidjuloftid.is
Afþreyingarsetur
á Akranesi