Skessuhorn - 10.11.2021, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 20214
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is
Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Eigendavandi
Mannfólkið er skrýtin skepnutegund. Slyngari en aðrar og af þeim sökum tókst
tegundinni fyrir einhverjum árþúsundum að ná ákveðnum yfirráðum. Varð læ-
vísari en aðrar tegundir spendýra; bjó til vopn, fann upp eldinn, veiddi sér til mat-
ar og þurfti því að finna upp kolagrillið til að þurfa ekki að éta allt hrátt ofan í sig.
Varð engu að síður áfram nokkurs konar blanda af jurta- og kjötætu, gat aldrei
ákveðið sig almennilega. Flestir éta því bæði það sem vex úr moldu en bæta svo
við öðrum millilið í fæðukeðjuna þegar þeir leggja sér til munns kjöt af dýrum
sem höfðu sér til vaxtar étið einhvern gróður. Flestir hafa þó sleppt að éta dýr
sem áður höfðu étið önnur dýr. Nota í besta falli skinnin af þeim í flíkur, eða gera
þau að gæludýrum heima í stofu. Vissulega var Homo Sapiens stundum étin af
öðrum grimmum tegundum, svo sem krókódílum, ljónum og hákörlum, en í dag
er fremur fátítt að slíkt hendi. Einna helst að það gerist í ölæði þegar menn hafa
kneyfað of mikinn mjöð sem vissulega er unninn úr afurðum jurtaríkisins. Þess
vegna er skynsamlegra að eta kjet en vera vegan.
Þetta var svona nokkurn veginn stutta útgáfan af sögu mannsins. En að henni
sagðri þá ætla ég að tala aðeins um gæludýr, loðnu stofustássin. Hávær umræða
hefur á liðnum dögum skapast um kattahald á Akureyri. Nú hefur bæjarstjórn þar
tekið djarfa ákvörðun um að eftir fjögur ár verði bannað að sleppa köttum út, án
þess að hafa þá í bandi með eigandann á hinum endanum. Ákvörðun þessi varð
strax afar umdeild enda hafa allir skoðun á því hvort kettir eigi að ganga lausir á
almannafæri. Þeir falla af einhverjum sökum ekki undir sömu reglur og hundar
sem líklega á þá skýringu að sjaldnast ráðast kettir á fólk, þótt vissulega séu dæmi
um slíkt. Hundar geta hins vegar tekið upp á því að ráðast á fólk og kindur á beit
og því þarf ekki að fjölyrða um hversu sjálfsagt er að þeir gangi ekki lausir.
En kettir eru ólíkindaskepnur þrátt fyrir frjálsræðið sem þeim er veitt. Kettir
og hundar eiga bókstaflega ekkert sameiginlegt, ef frá er talið að bæði eru rándýr
(enda slást þeir eins og hundar og kettir). Hundar eru þúsundfalt hollari eigend-
um sínum. Kettir eru hins vegar svona hentistefnu dýr sem fara sínar eigin leiðir,
alltaf. Það verður því að segjast eins og er að mörg hundruð ára tilraun manns-
ins til að halda ketti sem heimilisdýr hefur mistekist. Skoðum til dæmis hvern-
ig dýr þessi hugsa til mannsins, prófum að leggja þeim orð í munn. Hundurinn
hugsar: „Vá! Þú elsku maður veitir mér húsaskjól, gefur mér að borða og hugs-
ar um mig! Þú hlýtur að vera Guð.“ En kötturinn hugsar hins vegar svona: „Vá!
Þú elsku maður veitir mér húsaskjól, gefur mér að borða og hugsar um mig! Ég
hlýt að vera Guð.“
Ég hef þá bjargföstu trú að bæði kettir og hundar beri eigendum sínum glöggt
vitni. Rétt eins og blessuð börnin. Oftast haga þau sér í samræmi við það uppeldi
sem þau hafa fengið og svo ráða vissulega genin miklu um hvernig manneskjan
verður. Hlýðinn hundur er hlýðinn vegna þess að hann hefur fengið agað og
ákveðið uppeldi frá fyrsta degi. Honum er kennt að það eigi að míga og skíta úti,
hvenær megi ekki gelta eða flaðra upp um fangið á prúðbúinni frænku sem kem-
ur í heimsókn. Alveg að sama skapi held ég að það væri vel hægt að ala ketti upp
þannig að þeir yrðu bæði sjálfum sér og eigendum sínum til sóma. Til er fólk sem
elur ketti sína upp við aga og reglufestu. Nágrannakona mín á nú bæði hunda og
ungan kött. Þar sem hún býr á þriðju hæð hvarflar ekki að henni að ala köttinn
upp við sjálfstæða ákvörðun um útiveru þegar honum hentar. Nei, rétt eins og í
tilfelli hundanna hennar, er kötturinn settur í þar til gert beisli og veit hann þá
sem er, að þá fær hann að fara út. Þessi köttur er því ekki að gera neinar kröfur
til útiveru; skítur ekki í blómabeð og sandkassa nágranna sinna, veiðir ekki fugla
úr nágrannagörðum, fer ekki inn um glugga til að stela sér mat eða breimar fyrir
utan svefnherbergisgluggann hjá mér um miðja nótt.
Niðurstaða úr þessari vísindalegu samantekt er þessi: Manninum gekk vel að
ná yfirtökum í dýraríkinu, í öllum tilfellum nema í samskiptum við ketti. Bann við
lausagöngu katta við innanverðan Eyjafjörð er því í besta falli ósvinna. Þar, eins
og annars staðar er um uppeldislegt atriði að ræða. Öðru nafni eigendavandi. Ey-
firðingar þurfa að takast á við hann.
Magnús Magnússon.
Vegfarendur sem aka Akrafjalls-
veg, framhjá iðnaðarhverfinu að
Höfðaseli á Akranesi hafa sjálf-
sagt einhverjir velt fyrir sér stóru
hvítu stálgrindarhúsi sem rís nú á
lóð BM Vallár. Þar er um að ræða
nýtt hús sem hýsa mun veggjasal,
þar sem Smellinn veggjaeiningar
verða framleiddar. Að sögn Stein-
gríms Más Jónssonar, framleiðslu-
stjóra BM Vallár á Akranesi, ganga
framkvæmdir við húsið vel og eru
á áætlun. Er gert ráð fyrir að hús-
ið verði tilbúið fljótlega á nýju ári.
frg
Fulltrúaráð Kjalar stéttarfélags
skorar á sveitarfélög í landinu að
tryggja starfsfólki sínu styttingu
vinnuvikunnar eins og samið var
um í kjarasamningum. Í ályktun
fulltrúaráðs Kjalar frá fundi þess
5. nóvember segir: „Sveitarfélög-
in verða að beita sér fyrir því að
fram fari umbótasamtöl á hverj-
um vinnustað þar sem starfsfólk-
ið útfærir styttinguna og ákveður
hversu mikil hún verður. Hjá rík-
inu hafa átta af hverjum tíu vinnu-
stöðum farið í 36 stunda vinnu-
viku og níu af tíu vinnustöðum hjá
Reykjavíkurborg. Önnur sveitarfé-
lög verða að fylgja því fordæmi og
tryggja þar með aukin afköst, betri
þjónustu og aukna starfsánægju.“
mm
Síðastliðinn fimmtudagsmorgun
urðu bændur á Vestra-Reyni varir
við að stór grjóthnullungur, hafði
losnað úr stalli ofarlega í Akra-
fjalli og fallið niður á jafnsléttu.
Slóð hans niður fjallið er vel sýni-
leg. „Landslag tekur breyting-
um. Fengum þennan hnullung úr
efstu klettum snemma í morgun,
það hefur verið ágætur hraði mið-
að við verksummerki. Hann var
samt svo tillitssamur að hoppa yfir
girðinguna - sleit hana ekki. Það
má alltaf þakka fyrir eitthvað,“
skrifaði Haraldur bóndi á Facebook
og bætti við; „en kvígunum sem
þarna dvelja var talsvert brugðið.“
mm/ Ljósm. hb.
Sveitarfélög önnur en Reykjavík eiga langt í land með styttingu vinnuviku. Glæra:
Kjölur.
Hvetur sveitarfélög til að stytta
vinnuviku starfsfólks
Hér má glöggt sjá leið steinsins niður
hlíðina.
Stór hnullungur féll úr Akrafjalli
Lilja Guðrún bóndi við bjargið víðförla.
BM Vallá byggir nýtt stálgrindarhús