Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2021, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 10.11.2021, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Spurningakeppnin Bókaormar Brekkubæjarskóla er orðin fastur liður í skólastarfi í 4. – 7. bekk í Brekkubæjarskóla á Akranesi. Í ár var þetta í níunda skiptið sem keppnin fór fram. Lestur yfir sum- artímann er jafn mikilvægur og lestur að vetri til og er þetta einn liður í því til að hvetja til sumarlestr- ar. Það er gert þannig að nemend- ur í 3. – 6. bekk fá að vori lista yfir þær bækur sem liggja til grundvallar í spurningakeppninni um haustið og þeir sem áhuga hafa geta því byrj- að að undirbúa sig strax fyrir kom- andi keppni. Gott samstarf er við Bókasafn Akraness og er bókalist- inn ásamt eintökum af bókunum að- gengilegur þar á meðan skólasafnið er lokað yfir sumarið. Þegar þess- ir sömu nemendur mæta í skólann að hausti í 4. – 7. bekk, halda þeir áfram að lesa og keppnin hefst upp úr miðjum október eða eftir vetrar- frí. Úrslitaviðureignin að þessu sinni var á milli liða 7. bekkjar og 4. bekkjar. Keppt er um farandbikar og fær árgangurinn nafnið sitt árit- að á bikarinn. Einnig fær vinnings- liðið í ár að velja 5-10 bækur sem verða keyptar inn fyrir skólasafnið. Úrslitin urðu þau að 7. bekkur vann með fimm stiga mun. Liðið skipuðu Dagný Bára Guðjónsdóttir, Iðunn Eybjörg Halldórsdóttir, Marinó Bjarki Brynjarsson og Anna Guðný Gautadóttir, sem var leikari hópsins. Lestur er bestur. Áfram bóka- ormar! Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir, skólasafni Brekkubæjarskóla Framkvæmdir standa nú yfir á bílaplani við Íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi en þar mun rísa raf- hleðslustöð fyrir bíla. Frá þessu segir á vef Stykkishólmsbæjar en Stykkishólmsbær hefur samið við Ísorku um að reisa 150 kílóvatta hraðhleðslustöð á umræddu svæði. Bæjarstjóra var falið af bæjarráði að vinna að því að hraða uppbyggingu hraðhleðsluinnviða í Stykkishólmi og stuðla að því að 150 kílóvatta stöð yrði sett upp í bænum. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar voru lagðar fram tillögur að staðsetningum á rafhleðslustöðvum fyrir bíla í landi bæjarins og taldi nefndin staðsetn- ingu á bílaplani við Íþróttamið- stöð Stykkishólms fremsta kost. Unnið er nú að uppsetningu í samræmi við tillögur nefndarinn- ar. Stöðin verður þannig staðsett að hægt er að aka að henni beggja vegna og hlaða tvo bíla í einu. Gert er ráð fyrir að tveimur stöðv- um verði bætt við í nánustu fram- tíð. vaks/ Ljósm. stykkisholmur.is Liðin sem kepptu til úrslita. 4. bekkur – rauðir, var skipað: Helgu Lind, Kötlu Lind, og Karen Önnu. Skjöld Þór leikara hópsins vantar á myndina. Vinningslið 7. bekkj- ar – svartir var skipað: Marinó Bjarka, Iðunni Eybjörgu og Dagnýju Báru. Önnu Guðnýju leikara vantar á mynd. Bókaormar Brekkubæjarskóla 2021 Lestur er bestur! Hraðhleðslustöð rís í Stykkishólmi OPNUNARTÍMI ALLA VIRKA DAGA 13-18 HELGAR 11-15 Hafþór Blær Hafþór Blær HANDKLÆÐI MEÐ NAFNI 3.790,- 2.990,- SPORTPOKI MEÐ MERKINGU SMIÐJUVÖLLUM 32 •AKRANESI WWW.DOTARI .IS•WWW.SMAPRENT.IS SmáprentSmáprent STÆRÐ: 70 X 140 CM STÆRÐ: 29 X 26 CM SMIÐJUVÖLLUM 32 •AKRANESI WWW.DOTARI .IS•WWW.SMAPRENT.IS NÝJAR VÖRUR

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.