Skessuhorn - 10.11.2021, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 202114
Í bókhlöðu Snorrastofu í Reykholti
hefur verið opnuð ljósmyndasýn-
ing Gunnars Freys Gunnarsson-
ar ljósmyndara. Í sýningarskrá seg-
ir: „Sýningin fjallar um þróun, um
breytingu og flæði sem marka um-
skipti í hugmyndafræði nútímans –
sýnir heim sem fer frá því að vera
heltekinn af heimsfaraldri en stefn-
ir til nýrra tímamóta. Myndirnar
endurspegla sköpun, þróun og nýtt
upphaf. Þær eru teknar víða um
land en nokkrar sýna nærtæk form
og landslag af Austurlandi.“
„Gunnar Freyr er fæddur og
uppalinn í Danmörku en flutti
til Íslands árið 2015 með þann
draum að gera náttúruljósmynd-
un að atvinnu. Hann stundaði
nám við Ljósmyndaskólann í
Reykjavík árið 2016 og hefur síð-
an lagt rækt við ástríðu sína fyr-
ir íslensku landslagi. Hann hefur
starfað sem atvinnuljósmyndari
síðustu fimm ár og hefur unun af
að upplifa Ísland gegnum mynda-
vélarlinsuna og deila þeirri upp-
lifun með öðrum gegnum magn-
aðar ljósmyndir af landi og þjóð.
Myndir Gunnars hafa birst víða
um heim og ein af þeim viður-
kenningum sem hann hefur hlot-
ið er að vera norrænn sendiherra
Canon.“
Sýningin verður uppi þangað
til í byrjun ársins 2022, er sölu-
sýning og allir velkomnir að líta
við. Einnig er hægt að panta
myndir af heimasíðunni Gunnars
Freys; https://www.icelandicex-
plorer.com
mm
Síðastliðinn mánudag, 8. nóvem-
ber, var Alþjóðlegur dagur gegn
einelti. Ingunn Ríkharðsdóttir leik-
skólastjóri á Garðaseli á Akranesi
setti saman smá pistil í tilefni dags-
ins um það hvernig starfsmenn á
leikskólanum vinna með verkefnið
Vináttu (Barnaheill). Í pistlinum
vísar Ingunn í Vináttuverkefnið.
Gefum henni orðið, þar sem hún
byrjar á að vísa í Júlíu Rafnsdóttur
verkefnastjóra hjá Barnaheill:
• „Eins og lítið sár sem hleyp-
ir inn sýkingu sem veldur
bólgu…
• Eins og lítil rifa á lakki bíls
sem hleypir inn vatni og
súrefni sem veldur ryði sem
breiðist út…
• Eins og eggjaskurn sem
brotnar og innihaldið flæð-
ir út…
• Eins og dropinn sem holar
steininn…
Þannig er eineltið. Það rífur
varnirnar, það býr til berskjöldun.
Það brýtur lakkið, hleypir inn sýk-
ingu og sjálfsmyndin flæðir út. Ein-
elti er oft fyrsti dropinn í langri
áfalla- og veikindasögu einstak-
lings. Eineltið getur verið upp-
hafspunktur í langri sorgarsögu.“
Þannig ritar Júlía Rafns dóttir, verk-
efnastjóri Barnaheilla.
Dagurinn 8. nóvember ár hvert
er helgaður baráttunni gegn ein-
elti í samfélaginu. Einelti má aldrei
líðast í neinni mynd og er t.d. brot
á Barnasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna en þar er kveðið á um vernd
allra barna gegn ofbeldi og að ekki
skuli mismuna börnum eftir stöðu
þeirra. Útilokun, niðurlæging og
að fá ekki að tilheyra hópnum er
einelti og okkur ber skylda til að
vinna gegn því, aðstoða þá sem í
því lenda og veita þeim stuðning.
Þegar samkenndin víkur, augum er
lokað og vandamálið hunsað – þá
erum við að bregðast.
Vináttuverkefni
Barnaheilla
Þessi forvarnarvinna þarf að byrja
í leikskólum því einelti eða sam-
skiptamynstur, sem getur leitt til
eineltis eða útilokunar, má oft rekja
niður í leikskólann. Því er mikil-
vægt að leikskólinn byggi upp ör-
uggt félagslegt umhverfi og jákvæð-
an skólabrag, þar sem einelti fær
ekki að þróast. Leikskólar á Akra-
nesi hafa innleitt Vináttuverkefni
Barnaheilla, sem er forvarnarverk-
efni með sérsniðnu námsefni, sem
hentar vel þroska leikskólabarna.
Námsefnið er í máli og myndum,
söng og sögum, þar sem börnin fá
tækifæri til að æfa sig í sértækum
aðstæðum og máta eigin tilfinn-
ingar og upplifun og segja frá.
Verkefninu fylgir stór og hlýleg-
ur bangsi, Blær, sem verður ígi ldi
vináttunnar í hópnum og þá fá öll
börn að gjöf sinn eigin Blæ, sem
fylgir þeim í gegnum leikskólann,
er vinur þeirra og veitir traust og
huggun ef þarf.
Hugmyndafræði
verkefnisins byggir á
fjórum gildum:
• Umburðarlyndi – að viður-
kenna og skilja mikilvægi og
gildi fjölbreytileikans
• Virðingu – að viðurkenna
og taka til tillit til barnanna
í hópnum og vera góður fé-
lagi
• Umhyggju – að sýna öllum
börnum áhuga, samkennd,
samlíðan og hjálpsemi.
• Hugrekki – að þora að láta
heyra í sér og geta sett sér
mörk. Að vera hugrakkur og
góður félagi sem bregst við
óréttlæti.
Hlutverk og ábyrgð
hinna fullorðnu
Foreldrar barna og hinir full-
orðnu eru fyrirmyndir og hafa
ríka ábyrgð þegar kemur að því að
móta þá grunnþætti í félagsþroska
barna sem gerir þau að góðum fé-
lögum. Foreldrar eru mikilvægir
samherjar skólanna og saman og
samstíga geta þessir aðilar náð
miklum árangri. Uppbyggjandi og
jákvæð samskipti eru lykilþættir í
góðri samvinnu.
Aðgát skal höfð í nærveru sál-
ar er orðatiltæki sem inniber góð
gildi. Því skiptir máli að hinir full-
orðnu séu góðar fyrirmyndir barn-
anna í orði og verki og þeir gæti
að því hvernig þeir tala um önn-
ur börn og foreldra þeirra í ná-
vist barna. Það getur skipt máli
að koma á sameiginlegum hefð-
um með öðrum foreldrum og leik-
skólanum varðandi afmælisdaga
barnanna, heimboð og annað, sem
leitt getur til útilokunar barns eða
barna.
Foreldrar þurfa að hlusta á börn
sín, hvetja þau til að segja frá og
styðja þau og leiðbeina þegar þess
þarf. Þá þarf líka að hvetja börn til
að sýna hugrekki og styðja félaga
sína sem eru í vanda.
Börnin okkar
Öll börn skipta máli og félagsleg
líðan þeirra er ein af grunnforsend-
um í skólastarfi og í samfélaginu
okkar.
Öll börn eru okkar börn – höfum
það hugfast og tökum ábyrgð.
Ingunn Ríkharðsson,
skólastjóri á Garðaseli
Ljósmyndasýning Gunnars
Freys í Snorrastofu
Má ég líka vera með? – Í tilefni dags gegn einelti
Það þarf að hvetja börn til að sýna hugrekki og styðja félaga sína sem eru í vanda.
Vinátta Barnaheilla https://www.barnaheill.is/is/forvarnir/vinatta
Ingunn Ríkharðsdóttir, skólastjóri á
Garðaseli