Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2021, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 10.11.2021, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2021 25 Á föstudaginn var Assa BA dreg- in með dráttarbát frá Reykjavík og bundin við bryggju í Akraneshöfn. Assa BA hét áður Laugarnes og var olíuflutningaskip. Sjótækni á skipið í dag og er skráð heimahöfn þess á Tálknafirði. Þessi misserin er unnið að breytingum á skipinu til að það geti þjónað nýju hlut- verki en Sjótækni sérhæfir sig m.a. í ýmissi þjónustu til sjós, svo sem dýpktunarframkvæmdum, neðan- sjávarlögnum og þjónustu við fisk- eldisfyrirtæki. Að sögn Kjartans J Haukssonar framkvæmdastjóra Sjótækni er verkefnastaða fyr- irtækisins góð og að jafnaði um fimm skip á floti í einu. Hann seg- ir að ýmsar breytingar verði nú gerðar á Össu og muni þær standa yfir fram eftir vetri. Á meðan verður skipið bundið við bryggju á Akranesi. Assa var smíðuð árið 1978 í Saxköbing í Danmörku, er 371 brúttótonn og 41,28 metri að lengd. mm Gæludýraverslunin Dýrabær var opnuð á Akranesi 1. júní árið 2018 og hefur því verið starfrækt í meira en þrjú og hálft ár. Skagamaðurinn Patrekur Sveinn Þorkelsson hef- ur starfað í versluninni frá upphafi. Blaðamaður rak inn nefið í verslun- inni í síðustu viku og tók hann í smá spjall. Patrekur segir að í verslun- inni sé allt til alls fyrir öll gæludýr og úrvalið mjög fjölbreytt. Helstu merkin í hundafóðrinu eru Bark- ing Heads, Dr. Clauder og Aatu. Kettirnir geta gætt sér á Meowing Heads og Dr. Clauder og sameig- inlega á fóðrinu Canagan. Þá er til fóður fyrir hesta, naggrísi, páfa- gauka, fiska og fleiri dýr en Dýra- bær selur einungis vörur sem eru unnar úr náttúrulegum hráefnum án aukaefna, svo sem rotvarnar- og litarefna. Þá er lögð áhersla á að að selja vörur sem viðhalda heilbrigði og vellíðan dýranna og þær verið valdar af mikilli kostgæfni. Patrekur segir að þau hafi fund- ið fyrir því á þessum árum að dýra- eign hefur aukist og sérstaklega í kórónuveirufaraldrinum. Þá segir hann að Skagamenn og nærsveit- ungar hafi tekið vel á móti versl- uninni frá byrjun og er starfsfólk afar þakklátt fyrir það. Verslunin er einnig með allskonar fylgihluti fyrir dýrin eins og búr, bæli, klór- ur, leikföng, matarskálar, heilsuvör- ur, bursta, föt, tauma, klippur, sáp- ur og þess háttar. Þá segir Patrekur brosandi frá því að í næstu viku séu væntanlegar jólavörurnar eins og til dæmis nammi, bein og jólahúf- ur. Aðspurður hvort hann hafi lent í einhverjum skemmtilegum uppá- komum í vinnunni segir hann að eitt sinn hafi hann verið spurð- ur um apamat, en taldi að líkleg- ast væri verið að gera grín. Skjald- bökufóður hefði einnig verið spurt um en það er ekki til sölu í versl- unni enda sú dýrategund bönnuð hér á landi. Patrekur segir að hon- um líki vel að vinna í Dýrabæ, hann hitti fullt af skemmtilegu fólki og það sé gott rennirí í versluninni heilt yfir alla daga. Alls eru fimm verslanir á veg- um Dýrabæjar á landinu en þær eru staðsettar í Kringlunni, Smára- lind, Spönginni, Reykjanesbæ auk Akraness. Verslunin á Akranesi er opin virka daga á milli 11 til 18 og á laugardögum frá klukkan 12-16. vaks „Við fórum nokkrir út á Mýrar og fengum sjö rjúpur. Það var mik- ið af fugli þar sem við vorum,“ sagði Jógvan Hansen söngvari sem var einn af þeim mörgu sem héldu til rjúpnaveiða frá hádegi á fyrsta veiðidegi mánudaginn 1. nóv- ember. Á Holtavörðuheiði voru margir tilbúnir um leið og mátti hefja veiðar, en mest var um veiði- menn frá Fornahvammi og upp í Bláhæð, en engir sjáanlegir ofan við það svæði. Þeir sem tíðinda- maður Skessuhorns sá til fóru allir eftir reglum um veiðitíma. Smáföl var á heiðinni á mánudaginn. Bíl- velta varð neðarlega á Holtavörðu- heiðinni og rjúpnaveiðimenn lentu í vanda eftir að þeir fóru út af veg- slóða en ekki urðu önnur teljandi óhöpp. gb Assa verður í Akraneshöfn í vetur Þessir lentu í smá vandræðum á Holtavörðuheiði á mánudaginn. Ljósm. María Gunnarsdóttir Rjúpnaveiðin byrjuð Þessar kattarklórur eru hálfgert stofustáss. Dottið inn í Dýrabæ á Akranesi Dýrabær er staðsettur á Stillholti 23 á Akranesi. Patrekur aðstoðar gæludýraeigendur í Dýrabæ.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.