Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2021, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 10.11.2021, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 202112 Í dag hefjast framkvæmdir við Faxatorg á Akranesi og verður um- ferð um þessi fjölförnu gatnamót því takmörkuð. Ástæðan er sú að nú er hafin vinna við tengingu nýrra lagna sem annars vegar liggja undir nýrri Faxabraut og hins vegar með- fram Þjóðbraut með tengingum við Dalbrautarreit. Hringtorgið verður á næstu vikum endurgert samhliða þessum lagnaframkvæmdum. Nú í fyrsta áfanga verður grafin lagna- skurður gegnum akbraut sunnan við Faxatorg, samanber meðfylgj- andi mynd frá Akraneskaupstað. „Vegfarendur á leið um Stillholt og Skagabraut komast ekki gegn- um torgið í átt að Garðabraut eða Þjóðbraut. Á sama tíma verður opnað fyrir umferð um Faxabraut. Vegfarendur eru beðnir að fara um svæðið með varúð, því enn er verið að vinna á svæðinu. Þetta er fyrsti áfangi í lokun á Faxatorgi,“ segir í tilkynningu frá tæknideild Akra- neskaupstaðar. Þá segir að á næst- unni verði meira um lokanir við Faxatorg, en það kynnt nánar þegar fyrir liggur hvernig að þeim verður staðið. mm Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlax mánudaginn 30. ágúst um gat á nótarpoka einnar sjókví- ar Arnarlax við Haganes í Arnarf- irði. Gatið uppgötvaðist við neðan- sjávareftirlit og er viðgerð nú lokið. Samkvæmt upplýsingum Arnarlax var gatið á um tveggja metra dýpi og reyndist vera um það bil 2x2 metrar að stærð. Í þessari tilteknu kví voru um 120.000 laxar með meðalþyngd 0,8 kg. Neðansjávar- eftirlit var áður framkvæmt mánuði áður og var nótarpokinn þá heill. „Eftirlitsmaður Matvælastofnunar hefur skoðað aðstæður og viðbrögð fyrirtækisins og er atvikið til með- ferðar hjá stofnuninni. Arnarlax lagði út net í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort strok hafi átt sér stað. Netanna var vitjað síðdegis á mánudag og þriðjudag. Á mánudag komu tveir fiskar í netin sem reynd- ust að öllum líkindum sjóbirtingar og á þriðjudag veiddist einn lax sem var rúm 2 kg. Fiskarnir verða send- ir til Hafrannsóknastofnunar til greiningar.“ Þá segir í uppfærðri frétt Mat- vælastofnunar um sama mál að við DNA greiningu hafi verið hægt að tengja strokulaxinn við hæng með kóða E3 en hrogn undan þeim hæng fóru til klak- og seiðastöðvar Arnarlax að Gileyri við Tálknafjörð 10. júlí 2019. Þaðan voru seiðin flutt í fjórum ferðum í sjókvíar við Haganes á tímabilinu 17. sept- ember til 4. október 2020. Seiðin voru þá á bilinu 95 til 135g og voru sett í kvíar 5, 11, 12 og 13. „Það er því hægt að fullyrða að laxinn sem veiddist í net við Haganes eftir að gat kom á kví nr. 11 var sannarlega úr þeirri kví. Stærð strokulaxins reyndist vera 51,5 cm og 1.300g,“ segir í frétt Mast um málið. mm Íbúum á Vesturlandi fjölgaði um 320 á tímabilinu 1. nóvemer 2020 til sama dags í ár. Hafa þeir í fyrsta skipti rofið 17 þúsund íbúa múr- inn, eru nákvæmlega 17.025. Af einstökum sveitarfélögum fjölgaði hlutfallslega langmest í Helgafells- sveit á Snæfellsnesi þar sem íbúa- fjöldinn hækkaði um 15, eða 21,5%. Þar búa nú 79. Það er jafn- framt mesta fjölgun á landsvísu. Íbúum í Eyja- og Miklaholtshreppi fækkaði hins vegar mest allra, eða um 15% og eru þeir nú 102 tals- ins. Íbúum fjölgaði á Akranesi um 188 á árinu, eða um 2,5% og nálg- ast nú átta þúsund íbúa markið, eru í dag 7.853. Í Hvalfjarðarsveit fjölgaði um 43 íbúa sem jafngild- ir 6,7% fjölgun. Þar búa nú 687. Í Borgarbyggð fjölgaði um 96 íbúa sem jafngildir 2,5% fjölgun og eru íbúar nú 3.861. Í Dalabyggð fjölg- aði íbúum um 36, eða um 5,8% og eru nú 662 búsettir þar. Í Stykkis- hólmsbæ fjölgaði um tíu manns, eða um 0,8%, og eru íbúar nú 1207. Fækkun var í Grundarfirði um 37 íbúa sem jafngildir -4,3%, eru nú 883. Í Snæfellsbæ fækkar lítillega, eða um 9 íbúa, sem jafn- gildir hálfu prósenti. Íbúar í Snæ- fellsbæ eru nú 1679. Loks í Skorra- dal fækkaði íbúum um þrjá, eða um 4,6%, eru nú 62. Íbúum fjölgaði í öllum landshlut- um á árinu. Hlutfallslega var fjölg- unin mest á Suðurlandi eða um 3,2% og á Suðurnesjum um 2,5%. Vesturland er í þriðja sæti með 1,9% fjölgun. mm Í vinnu við endurskoðun á stjórn- unar- og verndaráætlun Þjóð- garðsins Snæfellsjökuls er víðtækt samráð haft við hagsmunaaðila. Á vef Umhverfisstofnunar er fjallað um einn mikilvægasta hagsmuna- hópinn, þ.e. unga fólkið í Snæfells- bæ. „Einn hópur hagsmunaaðila er unga fólkið í Snæfellsbæ sem hafði margt fram að færa um stefnumót- un og framtíðarsýn þjóðgarðsins á fundum sem Umhverfisstofnun hélt með þeim nýlega. Fyrsti fundurinn var með nemendum í Fjölbrauta- skóla Snæfellinga þar sem hug- myndavinnan var frjó og skemmti- leg. Sömu sögu má segja frá Grunn- skóla Snæfellsbæjar þar sem um 20 nemendur í 5.-10 .bekk tóku þátt í Ólafsvík og allir nemendur í Lýsu- hólsskóla.“ Þessir samráðsfundir eru hugs- aðir sem eins konar barnaþing um þjóðgarðinn en samkvæmt 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna er réttur barna að láta skoð- anir sínar í ljós í málefnum sem þau varðar og á það við um stefnumót- un þjóðgarða. Fundirnir á Snæfells- nesi voru fyrstu samráðsfundir með börnum sem Umhverfisstofnun stendur fyrir og eru liður í að bæta samráð og samstarf við almenning um náttúruverndarmál. Samráðs- fundir hafa verið haldnir með ýms- um hagsmunaaðilum í tengslum við stjórnunar- og verndaráætlun þjóð- garðsins og þar á meðal íbúafundur. Nemendur skólanna voru spurð- ir að því hvort þeim fyndist mik- ilvægt að taka þátt í verkefni eins og þessu, að móta stefnu og fram- tíðarsýn þjóðgarðsins, og voru þeir einhuga um að það væri mikilvægt. Margar góðar hugmyndir og sjón- armið komu fram á fundunum sem munu nýtast vel í áætlanagerðina, segir í frétt Umhverfisstofnunar. mm/ Ljósm. Umhverfisstofnun Framkvæmdir hafnar við Faxatorg á Akranesi Gat kom á sjókví í Arnarfirði Svipmynd frá vinnunni í Lýsuhólsskóla. Samráð haft við ungmenni um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í hugmyndavinnu um verkefnið. Á Akranesi fjölgaði íbúum um 188 síðustu tólf mánuði, í Borgarbyggð fjölgaði um 96, í Hvalfjarðarsveit um 43, Í Dalabyggð um 36, Í Helgafellsveit um 15 og í Stykkishólmi um 10. Íbúum á Vesturlandi fjölgaði um 320 síðustu tólf mánuði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.