Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2022, Qupperneq 1

Skessuhorn - 06.04.2022, Qupperneq 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 14. tbl. 25. árg. 6. apríl 2022 - kr. 950 í lausasölu Opið alla daga ársins Tilboð gildir út mars 2022 HOT DOG & A BOTTLE OF PEPSI *BÆTTU VIÐ ANNARRI PYLSU FYRIR 200 kr. 499 kr. & Pepsi í flösku PYLSA 699 3444 molby@fastlind.is Löggiltur fasteignasali ÁRALÖNG ÞEKKING OG REYNSLA AF FASTEIGNAMARKAÐI Á VESTURLANDI BOGI MOLBY Allir kaupendur og seljendur fá Vildarkort Lindar hjá fjölmörgum fyrirtækjum sem veitir 30% afslátt Betri framtíð fyrir fermingarpeninginn arionbanki.is/ferming Framtíðarreikningur Arion banka Leggðu fermingarpeninginn inn hjá Arion og fáðu allt að 12.000 kr. mótframlag „Það er búinn að vera rífandi gang- ur hjá okkur,“ segir Pétur Péturs- son skipstjóri og útgerðarmaður á Bárði SH í samtali við Skessuhorn. „Alveg frá áramótum hefur verið mokafli í netin og við höfum ver- ið á sömu fermílunni í allan vet- ur og aflinn hefur verið allt að 100 tonnum eftir daginn og oft landað tvisvar sinnum yfir daginn.“ Í mars var aflinn á Bárði SH 1.180 tonn upp úr sjó sem er met. Pétur segir að það hafi einnig ver- ið metmánuðir í janúar og febrú- ar svo það stefni í bestu vertíð á bátnum frá upphafi. Pétur segir að þessi vertíð hafi engu að síð- ur verið mjög erfið veðurfarslega séð og vindur aldrei farið undir 15 metra á sekúndu dag eftir dag, en slíkt veðurlag gerir alla vinnu um borð miklu erfiðari. Síðustu þrjá daga hefur veðrið hins vegar ver- ið gott, en meðfylgjandi myndir voru teknar í róðri á laugardaginn en fréttaritari Skessuhorns fékk að fljóta með og fanga stemn- inguna. „Við vorum á veiðum skammt frá landi fram að apríl en þá færðum við trossurnar á Flák- ann vegna fæðingarorlofs þorsks- ins. Þar er líka góður afli, en við vorum með 38 tonn á laugardag og sunnudag svo við erum bara ánægðir. Hér er nóg af fiski og ekki annað hægt en að fiska vel,“ segir segir Pétur Pétursson skip- stjóri. af Metmánuður á Bárði SH Pétur Pétursson skipstjóri á Bárði. Bárður SH er tvímælalaust með fallegri bátum í íslenska flotanum. Tryggvi Hafsteinsson losar úr netunum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.