Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2022, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 06.04.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 20226 Frumsýningu í Grundaskóla frestað AKRANES: Frumsýningu á söngleiknum Hunangsflug- um og Villiköttum sem átti að vera miðvikudaginn 6. apríl í Grundaskóla á Akranesi hefur verið frestað til fimmtudagsins 21. apríl. Helmingur leikhóps- ins, eða um 15 til 20 manns, er með inflúensu og því varð ljóst að fresta þyrfti leiksýningunni. -vaks Verkefnastjóri vegna móttöku flóttafólks AKRANES: Bæjarráð sam- þykkti á fundi sínum þann 24. mars síðastliðinn að hafinn yrði undirbúningur ráðningar mála- stjóra vegna móttöku flótta- fólks á Akranesi en að starfs- hlutfall viðkomandi yrði í sam- ræmi við umfang verkefnis- ins og fól bæjarstjóra þá frek- ari úrvinnslu málsins. Á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag samþykkti bæjarráð ráðningu verkefnastjóra tímabundið í sex mánuði en verði þá endurskoð- að miðað við stöðu verkefnis- ins. Samkvæmt kostnaðarlíkani er gert ráð fyrir að mánaðarleg útgjöld tengt ráðningu verk- efnastjóra verði um 1,1 m.kr. með launatengdum gjöldum. Samtals er því gert ráð fyrir að kostnaður vegna þessa þáttar verkefnisins verði um 6,6 m.kr. Bæjarráð gerir ráð fyrir að rík- ið endurgreiði í það minnsta hluta af þessum útgjöldum en það liggur þó ekki fyrir endan- lega. Bæjarráð samþykkti þenn- an kostnað og vísaði til bæjar- stjórnar til endanlegrar sam- þykktar. -vaks Sexfalt meiri eftirspurn en framboð LANDIÐ: Fyrsti tilboðsmark- aður ársins með greiðslumark í mjólk var haldinn 1. apríl síð- astliðinn. Matvælaráðuneytinu bárust 162 gild tilboð um kaup og voru sölutilboð 19. Boðnir voru 1.309 þúsund lítrar til sölu en óskað eftir að kaupa 7.830 þúsund lítra, en það jafgildir því að eftirspurnin var sexfalt meiri en framboðið. Sérstök úthlutun til nýliða er 5% af sölutilboð- um eða 65.481 lítrar, en fjöldi gildra kauptilboða frá nýliðum voru 13. „Sala greiðslumarks fer nú fram samkvæmt gildum tilboðum. Matvælaráðuneytið mun senda öllum tilboðsgjöf- um upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upp- lýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í Afurð,“ segir í tilkynningu. -mm Banaslys á Bröttubrekku VESTURLAND: Karlmaður, sem var einn á ferð á vélsleða um kvöldmatarleytið á þriðju- dag í liðinni viku, lést í slysi nærri Bröttubrekku. Björg- unarsveitir fengu útkallsbeiðni klukkan 19:08 eftir að vélsleða- menn sem áttu leið um svæðið fundu manninn og gerðu við- vart. Tilraunir til endurlífgun- ar báru ekki árangur. Frá þessu var greint á upplýsingasíðu lög- reglunnar og bætt við að til- drög slyssins væru til rannsókn- ar. Fram kom í andlátstilkynn- ingu að maðurinn hét Trausti Hvannberg Ólafsson. Hann var búsettur á Sturlu-Reykjum í Reykholtsdal. -mm Arionbanki með besta tilboðið AKRANES: Föstudaginn 11. mars voru opnuð tilboð á fundi bæjarráðs Akraness vegna útboðs um bankaviðskipti kaupstaðarins. Á fundi bæjar- ráðs síðasta fimmtudag sam- þykkti ráðið að taka hagstæð- asta tilboði bjóðenda sem eft- ir nánari skoðun, leiðréttingu á útreikningi í samræmi við tilboð og samkvæmt skilmál- um útboðsins, var Arionbanki. Bæjarráð fól bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins, þ.e. að ganga frá samningi við bankann um bankaviðskipti Akraneskaup- staðar tímabilið 2022 til 2027, og tilkynna tilboðsgjöfum um niðurstöðuna. -vaks Bræðurnir Aron Ívar og Almar Þór Baldurssynir eru 6 ára og búa í Borgar- nesi. Þeir eru á leikskól- anum Klettaborg en hafa mjög gaman af að safna steinum og að finna bein er alltaf sérstakur bón- us. Þeir eiga ömmu og afa í Búðardal og bjuggu sjálfir þar til þriggja ára aldurs. Þeir fara oft í fjöruferðir þar að safna steinum, skeljum, kröbb- um og einstaka smá bein- um. Bræðurnir duttu held- ur betur í lukkupott- inn nýverið þegar þeir fundu þetta stærðar bein sem mönnum þyk- ir nokkuð víst að sé úr hval. Þeir roguðust með þetta heim til ömmu og afa, mjög spennt- ir að fá að vita hvort beinið væri úr hákarli eða hval, nú eða risa- eðlu, var líka grín- ast með. Þessi fund- ur er talsvert merki- legur þar sem fisk- eða hvalgengd í Hvammsfirði er ekki algeng eða mikil. Það þótti t.a.m. merkilegt þegar háhyrningar sáust inná firðinum fyrir um tíu árum. Baldur Gíslason fað- ir bræðranna sendi Skessuhorni þessa skemmtilegu mynd. mm Fyrir hönd Ríkissjóðs hefur Safna- ráð með höndum úthlutað styrkja til safna í landinu. Á þessu ári verð- ur úthlutað styrkjum að upphæð 206,5 milljónum króna úr sjóðn- um. Auk þess voru nýverið veitt- ir fjórir svokallaðir öndvegisstyrk- ir en þeir fara til viðurkenndra safna og eru hærri fjárhæðir en aðrir styrkir sem Safnaráð úthlut- ar. Öndvegisstyrki hljóta að þessu sinni Borgarbókasafnið, Lista- safn Einars Jónssonar, Tæknim- injasafn Austurlands og Landbún- aðarsafn Íslands á Hvanneyri. Alls fær safnið á Hvanneyri 11,5 millj- ónir króna, næsthæsta framlagið úr sjóðnum, en sú upphæð skiptist á næstu þrjú ár. Styrknum er ætlað að fjármagna uppsetningu á nýrri sýn- ingu um sögu laxveiði í Borgarfirði. Í janúar síðastliðnum fékk safnið einnig styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestur lands til sama verkefnis. „Núna getur Landbúnaðarsafnið farið að vinna að þessu mikilvæga verkefni sem fjallar um þá dýrmætu auðlind héraðsins sem laxveiðar eru og hafa verið,“ segir Ragnhild- ur Helga Jónsdóttir forstöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands í færslu á síðu safnsins. mm Borgarfjarðarhérað er ríkt af sögu þegar laxveiði er annars vegar. Fjöldi feng­ sælla veiðiáa liðast um héraðið og því verða væntanlega hæg heimatökin í efnis­ vali á nýja sýningu um sögu laxveiða í héraðinu. Á meðfylgjandi mynd er Vala Árnadóttir með fallegan, nýgenginn hæng á Eyrinni í Norðurá. Heimilishundurinn fylgist spenntur með. Ljósm. úr safni Skessuhorns/áb. Myndarlega stutt við sýningu um sögu laxveiða í Borgarfirði Fundu hvalbein í fjörunni við Búðardal

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.