Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2022, Side 12

Skessuhorn - 06.04.2022, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 202212 Covid-19 faraldurinn hér á landi er á hröðu undanhaldi eftir að öll- um takmörkunum vegna hans var aflétt 25. febrúar síðastliðinn. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðu- neytinu kemur fram að á þeim tíma hafi verið gert ráð fyrir að víðtækt samfélagslegt ónæmi myndi nást gegn faraldrinum, með allt að 80% hlutfalli bólusettra og/eða smit- aðra. Slíkt markmið myndi nást síðari hlutann í mars. „Þetta virð- ist hafa gengið eftir. Álag á heil- brigðisstofnanir fer minnkandi og smitum fækkandi sem m.a. má sjá af því að hlutfall jákvæðra sýna af heildarfjölda greindra smita hefur lækkað.“ Mánudaginn 4. apríl, lágu 35 sjúklingar með Covid-19 smit á Landspítala, þar af einn á gjörgæslu og hafa ekki verið færri síðan 12. febrúar síðastliðinn. Fyrstu tvær vikurnar eftir afléttingu allra takmarkana jókst álag á heilbrigðisþjónustuna til muna vegna útbreiddra veikinda og fjarvista starfsfólks og fleiri inn- lagna sjúklinga með Covid-19. Inn- lögnum á gjörgæslu fjölgaði hins vegar ekki. Undanfarnar tvær til þrjár vikur hefur álag á heilbrigðis- stofnanir minnkað dag frá degi. Á landinu öllu eru nú, 4. apríl, 41 einstaklingur með Covid-smit á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. Það er til marks um betri stöðu að 28. mars sl. var Landspítali færð- ur af neyðarstigi á hættustig. Líkt og í öðr- um löndum er ómíkron-afbrigði kórónaveirunn- ar hér alls ráðandi og enn sem kom- ið hafa ekki kom- ið fram afbrigði sem líkleg eru til að ná aukinni útbreiðslu. Fyrir áramót 2022 greindust samtals 30.487 manns með COVID-19 hérlendis en eftir ára- mót hafa greinst 150.239 manns. Endursmit hefur greinst hjá 3.972. Af endursmitum hafa sex manns greinst þrisvar sinnum en aðrir tvisvar sinnum, samkvæmt upplýs- ingum sóttvarnalæknis. mm Markaðsherferðin „Það er stutt!“ hefur nú verið sett í loftið. Þar er á ferðinni átak sem Akraneskaupstað- ur stendur fyrir og miðar að því að kynna fyrir landsmönnum þá kosti sem bærinn býr yfir og laða þannig enn fleiri að. Herferðin hverfist annars vegar um þá staðreynd að á milli höfuðborgarsvæðisins og Akraness sé afar stutt, rétt um 40 mínútna skottúr, og hins vegar um að á Akranesi er hreinlega stutt í allt. Sem dæmi um það sem tekið er sérstaklega fyrir í herferðinni er hve stutt er í stórbrotnar náttúruperlur og útivistarsvæði, fjölbreytt mann- líf, fjölskylduvænt samfélag, öflugt tómstunda- og íþróttastarf og þá miklu uppbyggingu sem á sér stað í bænum, bæði nú þegar og ekki síður í nánustu framtíð,“ segir í tilkynn- ingu frá Akraneskaupstað. „Við erum stolt af fjölskylduvæna strandbænum okkar og viljum endi- lega að fleiri fái að njóta þeirra lífs- gæða sem við höfum uppá að bjóða. Nú stendur yfir mikil íbúðaupp- bygging í bænum og bæjarfélagið stendur fyrir stækkun grunnskóla, byggingu nýs leikskóla, byggingu íþróttahúss ásamt fjárfestingum í fleiri grunninnviðum sem styðja við frekari stækkun bæjarins. Við leit- uðum til byggingaraðila á Akra- nesi sem tóku afskaplega vel í okk- ar hugmyndir um að fara þessa leið og markaðssetja bæinn. Við erum ákaflega þakklát fyrir þau frábæru viðbrögð og hlökkum mjög til að sjá hvert þetta leiðir okkur,” segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. Markaðsefnið er unnið í sam- starfi við auglýsinga- og almanna- tengslastofuna Ampere og fram- leiðslufyrirtækið Tjarnargötuna auk þess sem Datera, stafrænt birtinga- hús, sér um að efnið birtist á rétt- um stöðum. Onno sá um hönnun á lendingarsíðunni, 300akranes. is/ Akraneskaupstaður kostar gerð herferðarinnar en eftirtalin eru þau fyrirtæki sem koma að borðinu og greiða birtingakostnað: A1 Hús ehf., Byggingarfélagið Bestla ehf., Blikksmiðja Guðmundar ehf., Fastefli ehf., Ferrum Fasteignir ehf., Nordic holding ehf., Raf-Pro ehf., Sjammi ehf., SF Smiðir ehf., Vogir og lagnir ehf., ÞG Verk ehf. og Uppbygging ehf. mm Nýsköpunar- og frumkvöðlaset- ur Dalabyggðar var opnað í Búðar- dal 30. mars síðastliðinn. Þar er nú komin aðstaða fyrir fólk sem vinnur að nýsköpun og/eða stundar störf án staðsetningar, svo og fyrir náms- menn. Einnig fæst þar aðgang- ur að ráðgjöf ýmissa fagaðila, t.d. um fjarvinnu og bókhald, aðgengi að háskóla og námskeiðum. Þarna verður sömuleiðis hægt að fá aðstoð við að skrifa umsóknir og sækja um styrki til að koma hugmynd í fram- kvæmd. Markmiðið með verkefn- inu er að fjölga atvinnutækifærum og vekja athygli á Dalabyggð sem vænlegum búsetukosti. Aðrir aðil- ar sem standa að verkefninu eru Kaupfélag Borgfirðinga, Efla verk- fræðistofa, Bændasamtök Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst, Arion banki, Símenntunarmiðstöð Vesturlands, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og KPMG á Íslandi. Brautryðjenda minnst Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti Dalabyggðar flutti ávarp við opn- unina. Hann sagðist sjálfur hafa unnið starf án staðsetningar síðan hann lauk námi 2011. Hann talaði sérstaklega til ungs fólks í sveitar- félaginu, hvatti það til að mennta sig, skoða heiminn og finna vinnu, en í leiðinni að flytja starfið á æsku- stöðvarnar. Hann sagði frá ýmsum brautryðjendum á svæðinu gegn- um tíðina svo sem Torfa skólastjóra Búnaðarskólans í Ólafsdal, sr. Ólafi Ólafssyni í Hjarðarholti sem stofn- aði unglingaskóla þar árið 1910 og Pétri Jónssyni í Dagverðarnesi sem fann upp fyrstu dúnhreinsunarvél- ina á Íslandi. Nær í tíma væri svo Mjólkursamlagið í Búðardal sem hafi verið frumkvöðull í vöruþróun mjólkurafurða gegnum árin. Loks nefndi hann Íþróttafélagið Undra sem var stofnað síðastliðið haust til að hafa fjölbreytt íþróttastarf fyrir börn og unglinga á svæðinu. Páll S. Brynjarsson fram- kvæmdastjóri SSV ávarpaði einnig samkomugesti og sagði stjórnvöld telja að leiðin til framtíðar verði gegnum nýsköpun. Þau tækifæri þurfi Vestlendingar að grípa með svona starfsaðstöðu og sækja sér ýmsa ráðgjöf og stuðning annarra á staðnum. Oft yrðu bestu hug- myndirnar til við kaffivélina á sam- eiginlegum vinnustað. Páll greindi einnig frá því að stutt væri í stofn- un Nýsköpunarnets Vesturlands sem muni hafa það hlutverk að tengja saman frumkvöðla og miðla upplýsingum og þekkingu. Slík- ur sameiginlegur vettvangur skap- aði sterkari tengingu milli atvinnu- lífs og menntastofnana sem Vestur- land væri ríkt af. Þar væru nýsköp- unarsetrin í lykilhlutverki. Fram kom einnig í máli Páls að ráðgjaf- ar SSV muni hafa reglubundna við- veru í Búðardal, svo sem er varðaði ferðaþjónustu og menningarmál. Að lokum sagði hann að á nýliðnu íbúaþingi Dalabyggðar þar sem verkefninu DalaAuði var ýtt úr vör hefði glöggt mátt greina jákvæðni og vilja heimamanna til að efla samfélagið og sækja fram. Nýsköpunar- og frumkvöðla- setur Dalabyggðar er á fyrstu hæð Stjórnsýsluhússins að Miðbraut 11 í Búðardal. Hægt er að leigja vinnuaðstöðu allt frá einum degi upp í mánuði. Nánari upplýsingar og verðskrá má sjá á heimasíðu sveitarfélagsins, www.dalir.is. gj Undanfarin ár og áratugi hefur verið samningur milli Skorradals- hrepps og Borgarbyggðar um kaup á ýmissi þjónustu fyrir íbúa Skorradalshrepps. Um er að ræða þjónustu leikskóla, grunnskóla, slökkviliðsmál, safnamál og félags- þjónustu. Síðasti samningur um þjónustuna rann út í upphafi árs 2021 en ekki hefur náðst samkomu- lag um endurnýjun hans þrátt fyr- ir viðræður um slíkt, en samn- inga umleitanir hófust samkvæmt heimildum Skessuhorns árið 2019. Skorradalshreppur hefur farið fram á að stofnuð verði sex manna samn- inganefnd, skipuð þremur full- trúum úr hvoru sveitarfélagi, til að freista þess að ná samningi um verð fyrir þjónustuna. Borgarbyggð hafnar hins vegar aðkomu að slíkri nefnd, enda lítur sveitarfélagið svo á að seld þjónusta skuli endurspegla þann kostnað sem felst í henni hverju sinni. Að öðrum kosti verði hún ekki veitt. Málið var tekið fyrir á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar síð- astliðinn fimmtudag og í bókun frá fundinum má merkja að tals- verðrar óþolinmæði gæti gagn- vart nágrönnunum í Skorradal, nú sé komið að vendipunkti í mál- inu: „Byggðarráð leggur áherslu á að forsendur samninga við önn- ur sveitarfélög um þjónustu verði að lágmarki að endurspegla raun- kostnað við veitingu þjónustunn- ar. Verði ekki kominn á samningur fyrir 1. maí nk. mun Borgarbyggð ekki veita íbúum Skorradalshrepps neina þjónustu frá og með 1. júní 2022,“ segir í bókun af fundinum. Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitar- stjóri Borgarbyggðar staðfestir að næsti fundur málsaðila hafi verið boðaður 11. apríl næstkomandi. mm Markaðsherferðin Akranes - það er stutt! Faraldurinn er nú á hröðu undanhaldi Mynd tekin yfir Borgarnesi, fjær er Borgarfjörðurinn og uppsveitirnar, þar á meðal Skorradalur. Slíta samstarfi við Skorradalshrepps berist ekki greiðslur Fulltrúar nokkurra þeirra aðila sem standa að Nýsköpunar­ og frumkvöðlasetri Dalabyggðar: Jakob Kristjánsson frumkvöðull, Inga Dóra Halldórsdóttir fram­ kvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Eyjólfur Ingvi Bjarnason odd­ viti Dalabyggðar, Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri hjá Dalabyggð, Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV og Kristján Sturluson sveitarstjóri Dalabyggðar. Miðstöð fyrir störf án staðsetningar í Búðardal Liður í að fjölga atvinnutækifærum á svæðinu

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.