Skessuhorn - 06.04.2022, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 202214
Ók próflaus yfir
á rauðu
AKRANES: Síðasta sunnu-
dag var lögregla með almennt
umferðareftirlit og veitti því
athygli að bifreið var ekið yfir
á rauðu ljósi á gatnamótum
Kirkjubrautar og Stillholts. Við
nánari skoðun kom í ljós að
ökumaðurinn var ekki með gild
ökuréttindi en bráðabirgðaskír-
teini sem hann var með hafði
fallið úr gildi fyrr á árinu. Öku-
maðurinn á von á hárri sekt fyr-
ir athæfið. -vaks
Hraðakstur við
hesthúsahverfið
AKRANES: Borið hefur á
því undanfarið að margir öku-
menn aki of hratt og séu jafn-
vel að spyrna í botngötunni
sem nú er frá hesthúsahverf-
inu á Æðarodda í átt að hunda-
svæðinu rétt utan Akraness.
30 kílómetra hámarkshraði er
þarna og rækilega merkt beggja
megin. Óttast hestamenn um
öryggi sitt því ökumenn aka
samsíða reiðstíg hestamanna og
hafa jafnvel tekið upp á því að
nota bílflautuna á hestamenn.
Við það geta hestarnir fælst og
það getur verið stórhættulegt.
Lögregla hyggst fljótlega skoða
aðstæður á svæðinu og setja upp
myndavélabíl til að stemma
stigu við hraðakstrinum. - vaks
Aflatölur fyrir
Vesturland
26. mars. - 1. apríl
Tölur (í kílóum) frá Fiski-
stofu
Akranes: 12 bátar.
Heildarlöndun: 484.766 kg.
Mestur afli: Víkingur AK:
174.181 kg í einni löndun.
Arnarstapi: 3 bátar.
Heildarlöndun: 80.594 kg.
Mestur afli: Lilja SH: 41.926
kg í sex löndunum.
Grundarfjörður: 11 bátar.
Heildarlöndun: 891.949 kg.
Mestur afli: Drangey SK:
213.496 kg í einum róðri.
Ólafsvík: 13 bátar.
Heildarlöndun: 172.481 kg.
Mestur afli: Egill SH: 36.069
kg í þremur löndunum.
Rif: 15 bátar.
Heildarlöndun: 747.654 kg.
Mestur afli: Bárður SH:
199.665 kg í níu róðrum.
Stykkishólmur: 7 bátar.
Heildarlöndun: 99.283 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
78.663 kg í einni löndun.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Drangey SK – GRU:
213.496 kg. 27. mars.
2. Málmey SK – GRU:
206.709 kg. 28. mars.
3. Víkingur AK – AKR:
174.181 kg. 25. mars.
4. Guðrún Þorkelsdóttir SU –
AKR: 139.493 kg. 25. mars.
5. Svanur RE – AKR: 125.485
kg. 25. mars.
-dóh
Frá og með síðasta föstudegi varð
Grunnskóli Snæfellsbæjar síma-
laus. Skólinn óskaði eftir góðu sam-
starfi við foreldra og vill að símar
nemenda verði framvegis geymd-
ir heima. „Við kynntum þessa hug-
mynd strax í haust en vegna Covid
fannst okkur ekki ráðlegt að fara í
þetta bann fyrr en nú,“ segir Hilm-
ar Már Arason skólastjóri í samtali
við Skessuhorn. „Í haust fengum
við hugmyndir frá nemendum um
hvernig mætti bæta aðstöðu nem-
enda í frímínútum. Í framhaldinu
af þeirri umræðu voru keyptir nýir
sófar, töflum komið fyrir á göng-
um skólans, spilum var fjölgað og
nemendur gátu farið í valda leiki í
íþróttahúsinu. Við munum halda
áfram að hlusta eftir óskum nem-
enda og reyna að verða við þeim,“
segir Hilmar Már.
Hilmar Már segir að aðalástæða
þess að símarnir verði ekki leyfðir
nú sé sú að þeir valda truflun, bæði í
kennslustundum og í hinum frjálsa
tíma. Einbeiting nemenda þverr og
síminn á hug þeirra allan. Í bréfi
til foreldra vekur hann athygli á
nokkrum staðreyndum um neikvæð
áhrif síma á börn og ungmenni:
• Mikil notkun getur haft áhrif
á andlega sem og líkamlega
heilsu barna.
• Notkun samfélagsmiðla hef-
ur oft skilað sér í miklum
kvíða og streitu. Unglingarn-
ir bera sig saman við aðra á
samfélagsmiðlum og upplifa
sig minna virði ef aðrir virð-
ast betri í einhverju sem hefur
áhrif á líf þeirra.
• Ungmenni verða brothættari,
taka síður áhættu, verða síð-
ur frjálsleg, fá lægri einkunnir
og fara sjaldnar á stefnumót af
ótta við að mistakast eða vera
gagnrýnd.
• Einelti á Netinu: Vegna nafn-
leyndarinnar sem samfélags-
miðlar bjóða upp á aukast lík-
ur og hætta á ofbeldi, þar með
talið kynferðisofbeldi, og geta
ógnir valdið djúpum tilfinn-
ingalegum skaða. Það get-
ur haft langvarandi áhrif sem
fylgir einstaklingum til full-
orðinsára.
• Notkun samfélagsmiðla hefur
aukist samhliða verri andlegri
líðan ungmenna.
• 55% einstaklinga upplifa
slæma sjálfsmynd eftir notkun
á samfélagsmiðlum.
• Það hefur sýnt sig að börnin
hafa ekki öll vald á að fara eftir
skólareglum við notkun á sím-
anum. Þar er sérstaklega átt
við að fylgja banni við mynda-
tökum í skóla og sending-
um (birtingu) á efni sem tek-
ið er upp þar á netmiðla, án
samþykkis samnemenda eða
starfsfólks skólans.
Tuttugu sinnum truflun
á klukkustund!
Jafnframt bendir Hilmar Már á að
í ónefndum skóla hafi verið unnin
könnun í 7. bekk um hve margar til-
kynningar (notification) nemendur
fengu og kom í ljós að þær voru að
meðaltali 100 yfir daginn og sá sem
fékk flestar fékk 467 tilkynningar
eða um 20 á klukkustund! Þessar
tilkynningar eiga hug nemenda og
trufla daglegt líf þeirra. „Það er von
okkar að eiga gott samstarf við for-
eldra og nemendur um þetta bann
með velferð nemenda að leiðarljósi,“
segir Hilmar Már Arason. mm
Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð-
ar síðastliðinn fimmtudag var
lagt fram bréf innviðaráðuneytis-
ins dagsett 23. mars 2022 þar sem
fjallað er um skýrslu KPMG vegna
framkvæmdarinnar við endurbæt-
ur og stækkun á Grunnskólanum í
Borgarnesi. Í bréfinu er tilkynnt að
ráðuneytið muni taka til skoðun-
ar hvort stjórnsýsla sveitarfélags-
ins í tengslum við framkvæmdir við
stækkun skólans hafi verið í sam-
ræmi við formreglur fjármálakafla
sveitarstjórnarlaga. Kannað verð-
ur hvort téðar ákvarðanir sveitar-
félagsins hafi verið í samræmi við
reglur um bindandi áhrif fjárhags-
áætlana og hvort farið hafi verið að
reglum um forsvaranlega meðferð
fjármuna.
Áður hefur komið fram í frétt-
um um málið að fyrir liggur að
annmarkar voru á vinnulagi og eft-
irliti stjórnsýslunnar allt frá upp-
hafi framkvæmda við grunnskólann
2014. Ekki lá fyrir í upphafi með
ítarlegum hætti hlutverk og ábyrgð
byggingarnefndar, stjórnenda og
eftirlits, ekki var farið eftir þágild-
andi innkaupareglum og einstaka
þættir ekki unnir með fullnægjandi
hætti. Verkið í heild fór því fram
úr áætlunum um kostnað. Í skýr-
s lu sem KPMG vann um málið
kom m.a. fram hvaða atriði það hafi
verið sem fóru úrskeiðis við fram-
kvæmdina og ákvað sveitarstjórn að
gera úrbætur á því ferli sem hefur
verið við stærri framkvæmdir á veg-
um þess.
Á fundi byggðarráðs síðastliðinn
fimmtudag voru einnig lögð fram
drög að fyrstu útgáfu gæðahand-
bókar Borgarbyggðar og hefur
byggðarráð samþykkt nýjar verk-
lagsreglur um viðauka við fjár-
hagsáætlun sveitarfélagsins sem
eiga að koma í veg fyrir að far-
ið sé með fjármuni sveitarfélags-
ins í samræmi við formreglur fjár-
málakafla sveitarstjórnarlaga og í
samræmi við bindandi áhrif fjár-
hagsáætlana.
Eftir sem áður hefur innviða-
ráðuneytið ákveðið að málið verði
skoðað. Í tilkynningu þess segir
m.a: „Þau atriði sem ráðuneytið
mun meðal annars fjalla um eru
hvort stjórnsýsla sveitarfélags-
ins í tengslum við framkvæmdir
sveitarfélagsins sem fjallað er um
í skýrslu KPMG og í ábendingu
málshefjanda [Guðveig Eyglóar-
dóttir oddviti Framsóknarflokks,
innsk blm.] hafi verið í samræmi
við formreglur fjármálakafla sveit-
arstjórnarlaga, hvort stjórnsýsla
sveitarfélagsins í tengslum við
framkvæmdirnar hafi verið í sam-
ræmi við regluna um bindandi
áhrif fjárhagsáætlunar og hvort
umræddar framkvæmdir hafi ver-
ið í samræmi við þær kröfur sem
reglan um forsvaranlega meðferð
fjármuna gerir til framkvæmda á
vegum sveitarfélags að öðru leyti.
Þá mun ráðuneytið einnig fjalla
um hvort innkaup sveitarfélagsins
vegna framkvæmdanna hafi verið í
samræmi við meginreglur stjórn-
sýsluréttar, m.a. jafnræðisregluna
og réttmætisregluna.“ mm
Þrír bátar frá Snæfellsnesi eru í
hópi sex báta sem taka þátt í neta-
ralli Hafró þetta árið. Hefur afli
verið mjög góður eða allt að 50
tonn eftir daginn. Á meðfylgjandi
mynd er Saxhamar SH að koma að
landi í Rifi með 50 tonna afla, en
Saxhamar hefur fært sínar trossur
sunnar með landinu og síðast þegar
fréttist landaði báturinn afla sínum
í Reykjavík.
Einnig hefur Magnús SH land-
að mjög góðum afla og hefur suma
dagana tvílandað og aflinn farið vel
yfir 50 tonn. Magnús SH sér um
netarallið á Breiðafirði og landar
öllum aflanum í Rifi. Þórsnesið SH
stundar einnig veiðar frá Reykjanesi
og að Þrídröngum. Loks er Friðrik
Sigurðsson ÁR á miðunum frá Þrí-
dröngum að Skeiðarárdjúpi, Sig-
urður Ólafsson SF frá Meðallands-
bugt að Hvítingum og Hafborg EA
fyrir Norðurlandi.
Netarallið fer þannig fram að um
45-60 trossur eru lagðar á hverju
svæði og er þeim dreift innan svæða
á helstu hrygningarslóðir þorsks. Á
hverju svæði er helmingur lagður í
fyrirfram ákveðna punkta, svokall-
aðar fastar stöðvar, en hinn helm-
ingurinn er lausar stöðvar sem skip-
stjórar ákveða hvar skulu lagðar.
Markmið verkefnisins er að
safna upplýsingum um lengdar- og
þyngdasamsetningu, kynþroska og
vöxt eftir aldri á helstu hrygningar-
svæðum þorsks. Einnig til að meta
árlegt magn kynþroska þorsks sem
fæst í þorskanet á hrygningarstöðv-
um og meta breytingar í gegnd
hrygningarþorsks á mismunandi
svæðum.
af
Saxhamar SH kemur að landi.
Saxhamar og Magnús fiska vel á netaralli
Grunnskólinn í Borgarnesi. Ljósm. mm.
Ráðuneytið mun skoða stjórnsýslu
vegna skólabyggingar
Grunnskóli Snæfellsbæjar verður símalaus