Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2022, Síða 15

Skessuhorn - 06.04.2022, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022 15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Nánari upplýsingar veitir sölufólk okkar í síma 580 3900 CONVOTHERM VANDAÐIR OFNAR Convotherm 4 easyDial Vandaður ofn með 7 skúffum Þægilegt viðmót - hentar smærri eldhúsum Convotherm 4 easyDial Vandaður ofn með 11 skúffum Þægilegt viðmót - hentar stærri eldhúsum S K E S S U H O R N 2 02 2 Auglýsing vegna sveitarstjórnarkosninga í Hvalfjarðarsveit 14. maí 2022 Framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi föstudaginn 8. apríl 2022. Framboðslistum og öðrum gögnum skal skila til kjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests. Gögnum má skila til hvaða kjörstjórnarmanns sem er eða til kjörstjórnar, sem verður í Stjórnsýsluhúsinu við Innrimel 3 kl. 11-12 föstudaginn 8. apríl. Sveitarstjórnarmenn sem hyggjast skorast undan endurkjöri skulu tilkynna þá ákvörðun til kjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna á vefnum www.kosning.is F.h. kjörstjórnar í Hvalfjarðarsveit, Guðmundur Ólafsson, Lambhaga 2, sími 896-6613 Jóna Björg Kristinsdóttir, Áshamri, sími 894-6965 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is „Eftir tveggja ára hlé vegna covid virðist ekkert koma í veg fyrir að nú verði helgihald um páskana. Við erum sannarlega spennt að opna kirkjudyrnar aftur á þessari helg- ustu hátíð kristinna manna,“ seg- ir Þráinn Haraldsson sóknarprestur Akraness og Saurbæjarprestakalls í samtali við Skessuhorn. Hann seg- ir að margt í dagskránni verði hefð- bundið. Á skírdagskvöld er guðs- þjónusta með altarisgöngu í Akra- neskirkju, í lok hennar er altar- ið afskrýtt og skilið eftir autt fyr- ir föstudaginn langa. Að morgni páskadags við hátíðarmessu klukkan 11 eru altarisgripirnir síðan born- ir inn aftur og sigri lífsins þannig fagnað á sérstakan hátt. Lestur passíusálma Á föstudaginn langa verða passíu- sálmarnir lesnir í Hallgrímskirkju í Saurbæ. „Að þessu sinni verð- ur lesturinn brotinn upp með tónlistar flutningi. Kór Saurbæj- arprestakalls byrjar með tónlist- arflutning kl. 13 og svo mun bisk- up Íslands frú Agnes M. Sigurðar- dóttir lesa fyrsta sálminn. Lestur- inn stendur svo fram eftir degi, með tónlistarflutningi inn á milli og mun Sif Tulinius fiðuleikari spila. Eftir lestur síðasta sálmsins mun Kór Akraneskirkju loka deginum með tónlistarflutningi. Fólk getur komið og farið að vild yfir daginn. Á heimasíðu prestakallsins mun- um við birta dagskrá þar sem fram kemur hvenær tónlistarflutningur- inn verður,“ segir Þráinn. Kyrravika í aðdraganda páska Miðpunktur dymbilvikunnar verður í Hallgrímskirkju í Saur- bæ með dagskránni frá Betaníu til Emmaus. „Dymbilvikan, hin heilaga kyrravika í aðdraganda páskahátíðarinnar, hefur alla tíð haft algjöra sérstöðu í trúariðkun kristninnar. Í sameiginlegu helgi- haldi og í persónulegu trúarlífi hafa söfnuðir og einstaklingar fet- að með Kristi veg þjáningarinn- ar að skelfingu krossfestingarinn- ar, staðið ráðvillt með lærisveinun- um eftir að hann var lagður í gröf og hlaupið fagnandi á eftir kon- unum að hinni opnu gröf páska- undursins.“ Þráinn segir að hlut- verk dagskrárinnar undir heitinu frá Betaníu til Emmaus sé að tengja saman hin hefðbundnu tilefni kirkjugöngu í dymbilviku og um páska og gefa þeim sem vilja, kost á að nálgast atburðina sem minnst er með sameiginlegri íhugun og dag- legu helgihaldi frá laugardegi fyr- ir pálmasunnudag til annars páska- dags.“ Hallgrímskirkja í Saurbæ, umhverfi hennar og minjar um veru Guðríðar og Hallgríms á staðnum ásamt Passíusálmunum og þeirri hefð að flytja þá á föst- unni og einkum á Föstudaginn langa gerir staðinn mjög heppi- legan til að fylgja þessari dagskrá. „Dagskráin hefur þó verið reynd bæði á Akureyri og Reykjavík auk Skálholts. Sr. Kristján Valur Ing- ólfsson fyrrum vígslubiskup í Skál- holti sem býr í Saurbæ leiðir dag- skrána ásamt prestum prestakalls- ins. Allt helgihald Dymbilvikunn- ar stefnir til kvöldmáltíðarinnar með hinum upprisna Drottni Jesú Kristi í Páskanæturmessunni sem er hápunktur þessarar dagskrár og hefst á laugardagskvöldinu kl. 23. Þetta er annars konar helgihald en á venjulegum sunnudegi og mikil upplifun að taka þátt í hinum fornu hefðum kirkjunnar sem mótað hafa páskahald hennar. Allir eru vel- komnir hvenær sem er í dymbilvik- unni í Hallgrímskirkju í Saurbæ,“ segir séra Þráinn Haraldsson. mm Helgihald og dagskrá í dymbilviku og um páska

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.