Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2022, Qupperneq 16

Skessuhorn - 06.04.2022, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 202216 Í byrjun síðustu viku var kynntur nýr framboðslisti fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar 14. maí í Borgarbyggð þar sem Samfylking og Viðreisn stilltu fram sameigin- legum lista. Listann leiðir Bjarn- ey Bjarnadóttir kennari við Grunn- skólann í Borgarnesi. Bjarney er fædd og uppalin í Breiðholtinu, nánar tiltekið í bökkunum. Hún gekk í Breiðholtsskóla og svo í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. „Ég er mjög stolt af þessum uppruna mín- um,“ segir Bjarney brosandi þegar blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til hennar fyrir helgi í fall egu húsi við Berugötu með útsýni yfir á Hafnarfjallið. Bjarni Lár, yngsti sonurinn á heimil- inu, var að klára heimalesturinn á meðan tveir eldri voru að undir- búa sig fyrir helgarferð í burtu með mömmu sinni. Bjarney er gift Sig- urkarli Gústavssyni lögregluþjóni og eiga þau samtals fjóra syni, en Sigurkarl á þrjá syni frá fyrra hjóna- bandi og búa tveir þeirra hjá þeim í Borgarnesi. Fjölskyldan flutti í Borgarnes árið 2019 til að flýja húsnæðismarkaðinn í Reykjavík og til að komast í friðsælla og rólegra umhverfi. Við fengum að kynnast Bjarneyju aðeins betur og rædd- um um reynslu hennar af opin- bera kerfinu, hvernig hún endaði sem kennari í Borgarnesi og hvern- ig hennar sýn er á Borgarbyggð til framtíðar. Neitaði Orlando Bloom tvisvar „Ég var frekar týnd fyrstu árin eftir framhaldsskóla og vissi ekkert hvað ég vildi gera. Ég fór að vinna hjá lík- amsræktarstöðinni Planet Gym 80 hjá Jónínu Benediktsdóttur. Fyrst var ég í afgreiðslunni en svo varð ég rekstrarstjóri og fór að læra einka- þjálfun samhliða því. Ég færði mig svo yfir í Þrekhúsið eftir að Planet Gym lokaði og fljótlega fór ég yfir í Sporthúsið þar sem ég þjálfaði nán- ast frá opnun og þar til við flutt- um hingað í Borgarnes, fyrir utan tvö ár sem ég bjó í Englandi,“ seg- ir Bjarney sem vann sem einkaþjálf- ari í um 20 ár. Árið 2010 kynntist hún breskum manni og flutti með honum til Englands þar sem hún vann við þjálfun í tvö ár. „Ég bjó á stað sem heitir Henley on Thames og er svona efri-millistéttar svæði. Einn daginn í vinnunni var hringt í afgreiðsluna og ég spurð hvort ég væri laus í þjálfun. Ég var upp- tekin svo ég neitaði því og fór út til að sækja spinning dót. Þegar ég kem til baka fæ ég að vita að það var Orlando Bloom sem vildi koma í þjálfun og annar þjálfari væri að þjálfa hann. Svo nokkru seinna var hringt í mig seint á laugardags- kvöldi þar sem ég var að horfa á barnsföður minn spila rugby. Ég var spurð hvort ég gæti komið að þjálfa, sem ég gat ekki. Þegar ég hafði skellt á sagði ég við vinkonu mína að ég héldi að þetta hefði verið Orlando Bloom og að ég hefði bara sagt nei við hann, aft- ur! Ég sá svo að rekstrarstjórinn í ræktinni setti inn á Facebook að Orlando Bloom og Miranda Kerr hefðu verið í ræktinni svo þetta var svo sannarlega hann sem vildi koma í þjálfun hjá mér. Þarna var ég því búin að segja nei við að þjálfa Orlando Bloom tvisvar,“ segir Bjarney og hlær og bætir svo við að hún hafi hitt hann í ræktinni daginn eftir þar sem hann sagði henni að hann væri að fara út úr bænum en ætlaði að hafa samband þegar hann kæmi til baka. Hann fór sem sagt til Nýja-Sjálands að taka upp Hobbit- ann en þegar hann kom til baka var Bjarney flutt aftur heim til Íslands. Flutti aftur til Íslands Eftir að út var komið sýndi barns- faðir Bjarneyjar á sér nýjar hliðar og eftir mjög stormasamt ár sem ein- kenndist af andlegu ofbeldi fór hún frá honum. Mánuði síðar komst Bjarney að því að hún væri ófrísk og ákvað því að flytja heim til Íslands aftur. „Ég var hætt með barnsföð- ur mínum og ekki með neitt stuðn- ingsnet þarna úti svo það var eigin- lega ekkert annað í stöðunni en að flytja aftur heim, sem mér þótti ótrúlega erfitt og var lengi að sætta mig við,“ segir hún. Bjarney og Bjarni Lár bjuggu fyrsta árið á Íslandi hjá foreldrum Bjarneyjar og segist hún mjög þakklát í dag fyr- ir að hafa komið heim því þrem- ur árum seinna dó mamma henn- ar nokkuð óvænt úr brjóstakrabba- meini. „Þetta var ótrúlega dýrmæt- ur tími sem ég fékk með henni, sem ég er ótrúlega þakklát fyr- ir.“ Eftir að mamma Bjarneyjar fékk brjóstakrabbamein kom í ljós að hún var BRCA arfberi. „Í kjöl- farið kom svo í ljós að ég væri það líka og systir mín og bróðir, sam- tals þrjú af fjórum systkinum. Þarna kviknaði eiginlega fyrst áhugi minn á stjórnmálum því ég fékk smá innsýn inn í kerfið og sá að þar var margt sem mátti bæta,“ segir Bjarney. Hún ákvað að fara í fyrir- byggjandi brjóstnám hálfu ári eftir að móðir hennar lést og var heim- ildarmyndin Þegar vitlaust er gef- ið – um BRCA og brjóstakrabba- mein á vegum Íslenskrar erfða- greiningar gerð í kringum það ferli. „Ég fór svo í stjórn BRCA samtak- anna og tók þátt í réttindabaráttu þar. Ég hef alltaf verið „rebel“ en á góðan hátt þar sem ég vil bæta kerf- ið okkar. Ég vil vita af hverju kerf- ið er eins og það er og hvort það væri betra að hafa það öðruvísi og þá hvernig,“ segir Bjarney. „En í þessu BRCA ferli öllu kviknaði ein- hver neisti hjá mér að vilja breyta og hafa áhrif til góðs, ekki bíða eftir að einhver annar geri það.“ Fæddi barn eftir 18 vikna meðgöngu Bjarni Lár, sem er núna níu ára gamall, greindist snemma með alvarlega málþroskaröskun sem fylgir honum enn í dag. Núna í vetur var hann svo greindur með ADHD og á einhverfurófinu eft- ir tveggja ára bið eftir greiningu. „Þetta er eitt af því sem þarf að laga í kerfinu okkar, þessi langa bið eftir greiningu fyrir börn og hvernig við komum svo til móts við þau í sam- félaginu,“ segir Bjarney. Fyrir ári síðan missti hún barn eftir 18 vikna meðgöngu og þurfti að fæða barnið látið. Þá fékk hún enn einu sinni innsýn í kerfið og sá ýmsa galla. „Ég fæði barnið mitt eftir 18 vikur upp á dag og fékk því tvo mánuði í fæðingarorlof en ef ég hefði fætt einum degi fyrr hefði ég ekkert fengið. Ég skil að það þurfi að vera mörk en af hverju er það ekki bara þannig að ef þú þarft að fæða barnið þá færð þú orlof? Það skiptir ekki máli hvort þú ert gengin 14 vikur eða 18, missirinn er alltaf sá sami, sorgin sú sama og reynslan líka því þetta er vissulega fæðing þó barnið sé mjög lítið. Ég missti auk þess töluvert mikið blóð í fæðingunni sjálfri og tveimur mánuðum eft- ir fæðinguna þurfti ég svo að fara í aðgerð því það var fastur fylgju- biti. Allt sem fylgir öðrum fæðing- um, þar sem börn fæðast lifandi eft- ir fulla meðgöngu, getur líka fylgt svona fæðingum, svo af hverju er verið að hengja sig í nákvæmum dagafjölda, af hverju er ekki frekar miðað við að ef meðgangan er það langt komin við fósturlát að það þarf að fæða barnið að viðkomandi eigi rétt á fæðingarorlofi? Þegar ég lá á fæðingardeildinni talaði ljós- móðir við félagsráðgjafa sem fór að efast eitthvað um að ég væri í raun gengin 18 vikur. Mér fannst það svo smásmugulegt. Hvað ef ég hefði bara verið gengin 17 vikur og sex daga, ætti ég þá bara ekki rétt á neinu, hver hefði grætt á því,“ spyr Bjarney og bætir við að svona kerfi, sem á að vera fyrir fólkið, sé í raun frekar farið að flækjast fyrir fólki. Góð innsýn í kerfið Bjarney kláraði nám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík og fór í kjölfarið að kenna. Fyrst kenndi hún íþróttir við Flensborg í eitt ár áður en hún flutti til Englands. „Þegar ég kom svo heim aftur árið 2013 sá ég auglýst starf enskukennara í Rimaskóla og sótti um. Það æxlað- ist svo þannig að ég varð umsjónar- kennari og gekk bara mjög vel í því starfi. Mér fannst starfið gefandi og skemmtilegt og ég náði vel til barn- anna,“ segir Bjarney og bætir við að hún hafi kennt á öllum stigum í grunnskóla og er í dag íslensku- kennari í Grunnskólanum í Borgar- nesi. „Ég hef verið að kenna í tíu ár og fengið að sjá það hversu van- máttugir kennarar eru í raun. Við náum ekki að grípa öll börnin sem standa höllum fæti og kerfið er bara mjög vanmáttugt. Ég hef reynslu af kerfinu sem notandi með barn sem þarf aukna aðstoð og sem veitandi í kerfinu og hef því góða sýn á all- ar hliðar. Við kennarar erum allir af vilja gerðir að gera það besta fyrir börnin og ég held að við séum að standa okkur ágætlega í flestum til- vikum, en það þarf aðkomu fleiri fagaðila í skólakerfið. Við höfum ekki þá þekkingu sem þarf oft á tíð- um til að geta komið til móts við börn með mjög margvísleg vanda- mál, hvort sem það eru námsörðug- leikar, hegðunarerfiðleikar eða til- finningavandamál. Það er mjög slítandi fyrir kennara að vinna við slíkar aðstæður og því hætt við því að þeir brenni upp í starfi. Á sama „Ég brenn fyrir velferðarmálunum og vil búa í samfélagi án aðgreiningar“ segir Bjarney Bjarnadóttir oddviti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð Bjarney Bjarnadóttir oddviti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð og hundurinn Rökkvi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.