Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2022, Qupperneq 19

Skessuhorn - 06.04.2022, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022 19 Davíð Pétursson á Grund í Skorradal hefur verið í kjör- stjórn Skorradalshrepps í yfir sex- tíu ár. Hann mun einnig gegna því ábyrgðarstarfi í komandi sveitar- stjórnarkosningum 14. maí og telst því vera einn reyndasti maður landsins á þessum vettvangi. Blaða- maður Skessuhorns spjallaði við Davíð af þessu tilefni. „Hreppstjórar voru á sínum tíma sjálfskipaðir formenn kjörstjórn- ar, bæði fyrir Alþingis- , sveitar- stjórnar-, forseta- og sameiningar- kosningar,“ segir Davíð. Í Skorra- dal er kosið óbundinni kosningu til sveitarstjórnar og því eru allir í kjöri. Áður fyrr var kosið heima á Grund því þar var þinghús hrepps- ins. Fyrsti kjördagurinn sem Dav- íð man eftir er honum minnisstæð- ur. „Þetta var árið 1944. Þá var ég fimm ára gamall og það var kos- ið um stofnun lýðveldis á Íslandi. Í þessum lýðveldiskosningum var kjörsókn hundrað prósent í Skorra- dal. Meðal þeirra sem komu að kjósa var heimilisfólk á Mófells- stöðum sem kom ríðandi á kjör- stað. Í hópnum var Þórður Jónsson sem var blindur. En hann reið ekk- ert hægar en aðrir; kom þarna ríð- andi með hópnum eins og alsjáandi maður.“ Þess skal getið að Þórður var um sjötugt þegar þetta var og var þjóðþekktur fyrir smíðar þrátt fyrir fötlun sína. Óvænt uppákoma Aðspurður um um óvæntar upp- ákomur í tengslum við kosningar nefnir Davíð atvik sem varð árið 1970. „Það var einu sinni að það voru alnafnar í Skorradal; Einar Jónsson í Neðri-Hrepp og nafni hans á Litlu-Drageyri. Við talningu kom atkvæðaseðill sem á stóð bara Einar Jónsson. Við ógiltum hann. Allt til ársins 1961 voru tvær kjör- deildir í Skorradalshreppi, Fitja- kjördeild og Grundarkjördeild. Formaður yfirkjörstjórnar var Höskuldur Einarsson, hreppstjóri í Vatnshorni. Talning atkvæða fór fram á þingstaðnum Grund, á mánudegi. Kosið var á sunnudegi. Höskuldur þurfti því að koma ríð- andi til talningar, sem er um 40 km. báðar leiðir. Að aflokinni taln- ingu voru kjörgögn brennd. Frá 1961 til 1970 var sami háttur hafð- ur á, þar til ógilding á atkvæði var kærð. Þá kemur þessi atkvæðaseðill sem á stendur bara „Einar Jónsson“ og við gátum ekki vitað við hvorn var átt. Hefði atkvæðið átt að falla til Einars í Neðri-Hrepp hefði öll gamla hreppsnefndin verið á þess- um seðli. Seðillinn var dæmdur ógildur og svo brenndum við kjör- gögnin samkvæmt venju. Einn kjós- andi kærði atkvæðagreiðsluna af því að Einar í Neðri-Hrepp hefði átt að fá þetta atkvæði, það hefði verið alveg augljóst af því að hinir aðal- mennirnir voru á seðlinum. Hann kærði þetta til ráðuneytisins og það krafði okkur um að láta þá hafa atkvæðaseðilinn til að úrskurða. En seðillinn hafði verið brenndur. Svo það var úrskurðað um að við yrðum að láta kjósa aftur, sem við og gerð- um! Ég hef ekki fyrr né síðar lent í öðru svipuðu.“ Seinni kosning fór fram 28. ágúst 1961, en sú fyrri var tveim mánuðum fyrr. Fram kemur hjá Davíð að á þessum rúmu sextíu árum hefur 24 sinnum verið gengið til sveit- arstjórnar- og sameiningarkosn- inga, auk 30 sinnum til alþing- is- og forsetakosninga, þjóðarat- kvæðisgreiðslna og kosningu til stjórnlagaþings. „Af þeim hef ég ekki tekið þátt í kjörstjórn í fimm alþingiskosningum, þegar ég hef verið á framboðslista. Kjörfundur nr. 50 er því framundan í komandi sveitarstjórnarkosningum,“ segir Davíð. Auk Davíðs verða þær Fjóla Benediktsdóttir og Sigrún Þorm- ar í kjörstjórn í Skorradalshreppi í vor. gj Fjölskylda Davíðs hefur búið á Grund síðan á seinni hluta 17. aldar. Foreldrar hans voru Guðrún Davíðsdóttir og Pétur Bjarnason. Í garðinum við húsið eru listaverk eftir systkinin Snorra Helgason og Gerði Helgadóttur sem voru náskyld móður hans og er eitt verkanna lágmynd af þeim hjónum. Hefur verið formaður kjörstjórnar síðan 1961

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.