Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2022, Side 20

Skessuhorn - 06.04.2022, Side 20
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 202220 Gamla myndin Í tilefni þess að á næsta ári fagnar Skessuhorn 25 ára starfsafmæli sínu hefur ritstjórn blaðsins aðeins verið að grúska ofan í gömlum myndakössum sem geyma myndir fyrir og í kringum síðustu aldamót. Mynd vikunnar er frá árinu 1998 og sýnir vaska vinnumenn í lóðaframkvæmdum við Grunnskólann í Búðardal. Þarna eru f.v. Arnar Svansson, Halldór Guðmundsson (látinn) og Ásgeir Salberg Jónsson. Á föstudaginn var ýmislegt spennandi og skemmtilegt í boði. Til dæmis var hægt að fara í Safnahúsið í Borgar- nesi og hirða þar ýmsa gamla muni sem starfsfólkið vildi gefa. Einnig var hægt að fara á fría hádegistón- leika hjá Bubba Mortens í Akranesvitanum, nú eða kynna sér splunkunýtt framboð til bæjarstjórnar á Akranesi. Ekkert af þessu átti þó stoð í raunveruleik- anum enda var dagurinn 1. apríl og margir sem nýta þann dag til að láta granda- lausa hlaupa. Það aprílgabb sem vakti hvað mesta athygli að þessu sinni var nýtt fram- boð sem kynnt var til leiks á Akranesi. Akraneslistinn, með Gísla Gíslason fyrrum bæjar stjóra í broddi fylk- ingar, en auk hans skipuðu listann ýmsar sprautur úr menningar- og athafna- lífi bæjarins. Akraneslist- inn ætlaði engu að lofa en standa við það allt. Fregn- ir af framboðinu fóru eins og eldur í sinu í gegn- um Facebook síður þeirra 18 einstaklinga sem skip- uðu framboðslistann og þá voru auk þess a.m.k. tveir fjölmiðlar sem bitu á agn- ið, hlupu 1. apríl. Mikið var lagt upp úr kynningar- efni, ljósmyndum og plaköt prentuð út og hengd upp í væntanlegri kosningamið- stöð. Sannleikurinn kom svo í ljós skömmu fyrir miðnætti þegar Ólafur Páll Gunnarsson, forsvarsmað- ur Akraneslistans og for- maður Miðbæjarsamtak- anna Akratorgs, upplýsti um málið. mm Miðvikudaginn 30. mars héldu nemendur og kennarar Tónlistar- skóla Snæfellsbæjar, í samstarfi við foreldrafélag skólans, tónleika til styrktar börnum á flótta frá Úkra- ínu. Tónleikarnir fóru fram í Ólafs- víkurkirkju og heppnuðust vel. Flestir nemendur tónlistarskólans komu fram ásamt kennurum sín- um. Mjög vel var mætt á tónleik- ana og setið í flestum sætum kirkj- unnar. Ekki var rukkað sérstaklega inn á tónleikana heldur var tekið við frjálsum framlögum. Á annað hundrað þúsund krónur söfnuðust. Þess má einnig geta að enn er tekið við framlögum með því að leggja inn á reikning foreldrafélags- ins: Kennitala félagsins er 671088- 5739 banki 0194-05-400664. þa Kvenfélag Ólafsvíkur lætur sér annt um hina ýmsu starfsemi í bæjarfé- laginu sínu, eins og svo mörg önn- ur félög. Hefur félagið í gegnum árin fært hinum ýmsu félögum og stofnunum góðar gjafir. Á síðasta mánudag færði félagið Þjónustu- íbúðakjarna Félags- og skólaþjón- ustu Snæfellinga í Ólafsvík 250 þúsund króna peningagjöf. Það var Jón Haukur Hilmarsson for- stöðumaður íbúðakjarnans sem tók við peningagjöfinni frá stjórnar- konum í kvenfélaginu þeim Elsu Bergmundsdóttur, Margréti Sig- ríði Birgisdóttur og Gerði Þórðar- dóttur. þa Golfklúbburinn Leynir á Akra- nesi og Olís endurnýjuðu nýverið styrktar samning sín á milli. Samn- ingurinn er til tveggja ára en Olís hefur verið einn af öflugustu bak- hjörlum klúbbsins til nokkurra ára. Samningurinn var eitt af síðustu embættisverkum Gunnars Sigurðs- sonar, svæðisstjóra Olís á Vestur- landi, en hann hefur nú látið af störf- um hjá fyrirtækinu. Það var Rakel Óskarsdóttir framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis sem skrifaði undir samninginn. „Stjórn Leynis þakkar Olís fyrir veittan stuðning á liðnum árum og er afar þakklát með framhaldið. Sérstakar þakk- ir færum við Gunnari Sigurðssyni og hans starfsfólki fyrir mjög gott samstarf á samningstímanum,“ seg- ir í tilkynningu frá klúbbnum. mm Frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins í Borgarbyggð hafa staðið fyr- ir röð opinna málefnafunda víðs vegar um sveitarfélagið síðustu daga. Fyrsti fundurinn fór fram á Hvanneyri 21. mars, í Borgarnesi 24. mars, á Snorrastöðum 28. mars og í Þinghamri Varmalandi 29. mars. „Fundirnir voru mjög vel sótt- ir og fundarmenn samtals töldu á annað hundrað og ljóst að fólk er nokkuð fundaþyrst eftir samkomu- takmarkanir síðustu ára og tilbú- ið til að ræða málefni sveitarfé- lagsins. Það sem brennur á íbúum sveitarfélagsins fyrir kosningarnar 14. maí n.k. eru m.a. skipan skóla- mála, skipulagsmál, vindorkunýt- ing, dreifing byggðar, viðhald fast- eigna og gatna og margt fleira. Umræður voru málefnalegar og mjög gagnlegar fyrir frambjóðend- ur inn í komandi stefnumótunar- vinnu framboðsins og dýrmætt að íbúar hafi gefið sér tíma til að hitta frambjóðendur,“ segir í fréttatil- kynningu frá framboðinu. „Næst á dagskrá er að klára stefnuskrá framboðsins og kynna í kjölfarið bæði okkur frambjóðend- ur og stefnumálin betur fyrir íbúum Borgarbyggðar. Það er stutt í kosn- ingar og mikilvægt að íbúar láti sér málefnin varða þannig að saman getum við eflt enn frekar okkar góða samfélag í sátt, samstarfi og samlyndi til framtíðar litið,“ seg- ir Lilja Björg Ágústsdóttir oddviti framboðs Sjálfstæðismanna í frétta- tilkynningu. mm/ Ljósm. aðsend. Vel heppnaðir málefnafundir Sjálfstæðismanna Aprílgöbbin tekin alla leið Héldu tónleika fyrir börn á flótta frá Úkraínu Olís styrkir Golfklúbbinn Leyni Kvenfélag Ólafsvíkur styrkir íbúðakjarnann

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.