Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2022, Side 25

Skessuhorn - 06.04.2022, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022 25 Háttinn slynga gæfan gaf, glatt hann syng af munni, stefin þvingast ekkert af óskahringhendunni. Svo orti Sigmundur Benediktsson vélvirki sem nú er nýlega fallinn frá. Hann var fæddur 15. mars 1936 og lést 14. mars 2022. Eyfirðingur að uppruna en bjó seinni ár sín á Akranesi. Sigmundur tók þátt í að stofna Kvæðamannafélag- ið Snorra í Reykholti og var einn af virkustu félögum þess allt til æviloka. Afkastamikill vísnasmiður og lék sér oft að bragarháttum sem ekki eru á allra færi. Eins og vel kemur fram í vísu sem hann orti í febrúar síð- astliðnum: Skartið sindrar skýjasvið skreytir strindi sólmetið sportsins skyndi stæling styð streymið syndir spuna snið. Gróður jarðar var Sigmundi hugleikinn sem og varðveisla þjóðararfsins. Bagan spretti blómum sett búin þéttum skorðum, frjáls og glettin, ljúf og létt lipurt fléttuð orðum. Flutt með sóma fögrum róm fersk sem blóm á engi. Stemman ómi stuðlafróm stefin ómi lengi. Við kveðjum góðan og tryggan félaga með söknuði. Heiðrúnu eftirlifandi sambýliskonu hans og öðrum aðstandendum vottum við innilega samúð. Kvæðamannafélagið Snorri í Reykholti Í minningu Sigmundar Benediktssonar Hvergi á landinu eru meiri líkur á að sjá tannhvali, svo sem háhyrn- inga, búrhvali og grindhvali, held- ur en við strendur Snæfellsness. Oft má sjá hnúfubaka, höfrunga og hrefnur og því óhætt að segja að Snæfellsnesið sé sannkölluð gull- kista fyrir hvalaunnendur. Ferða- menn hér á landi eru sólgnir í að komast í nálægð við þessar skepnur. Fréttaritari Skessuhorns fór í ferð með hvalaskoðunarbátnum Írisi síðastliðinn fimmtudag. Að venju var fjöldi manns á öllum aldri með í för. Það er Gísli Ólafsson skip- stjóri sem jafnframt er eigandi Láka Tours. Hann segir að vel hafi geng- ið í vetur en heldur hafi dregið úr aðsókn í bili vegna þess að vetrar- fríin í Evrópu eru búin og skólar byrjaðir erlendis. Farið var frá Ólafsvík klukkan tíu um morguninn og haldið vestur að Öndverðarnesi í góðu en köldu veðri. Þegar komið var að Önd- verðarnesi mátti sjá fjöldann allan af háhyrningum og voru gestir kát- ir og forvitnir að fylgjast með hegð- un háhyrninganna. Voru áhafnar- meðlimir duglegir að lýsa hegð- un þeirra í hátalarakerfi bátsins og greinilega um vana áhöfn að ræða. Síðan var farið á þekktar slóðir þar sem ávallt má sjá stórhveli og ekki klikkaði Gísli skipper á því. Þar mátti sjá tvo búrhvali liggja í makindum sínum á yfirborði sjávar og stuttu síðar mátti sjá risavaxinn sporðinn þegar dýrið hvarf í djúp- ið gestum til mikillar ánægju. Flest- ir um borð höfðu ekki séð sporð á stórhveli áður. Þessi túr tók um þrjá tíma og ekki var stoppað lengi í landi. Gest- ir fóru ánægðir frá borði og næsti hópur steig um borð og tók stæði þeirra sem séð höfðu nægju sína. af Hvalaskoðunarbáturinn Íris er gerður út frá Ólafsvík en á heimahöfn í Grundarfirði. Í hvalaskoðunarferð frá Ólafsvík Háhyrningar leika listir sínar. Gestir að skoða hvali í sjónauka til þess að missa ekki af smáatriðunum. Biðröð framan við afgreiðslu Láka tours við Ólafsvíkurhöfn. Þar fá allir gestir kuldagalla áður en stigið er um borð. Búrhvalur sýnir sporðinn þegar hann hverfur sjónum gesta. Þessi fjölskylda frá Ameríku naut ferðarinnar. Farþegar á Írisi. Það voru ekki bara mennskir gestir um borð, þarna má sjá hund áhafnarmeð­ lima á útkikki. Þessi háhyrningur lék listir sínar fyrir gesti.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.