Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2022, Side 26

Skessuhorn - 06.04.2022, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 202226 Skammhlaup 2022 í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fór nýverið fram. Hófst fjörið á hádegi með skrúðgöngu nem- enda í lögreglufylgd frá skólanum niður í íþróttahúsið við Vesturgötu þar sem keppnin hófst. Þar var keppt í ullarsokka- boðhlaupi, þrautabraut, stígvélasparki, limbói og reiptogi. Að því loknu var farið aftur upp í skóla þar sem alls kyns þrautir voru lagðar fyrir nemendur og endaði keppnin á sal þar sem þau tóku þátt til að mynda í planki, að verpa eggjum, „silly walk“ og örleikriti. Sigurvegarar dagsins voru fjólubláa liðið og fögnuðu þau því ásamt öðrum nemendum skólans á balli um kvöldið. Blaðamaður Skessuhorns fylgdist með Skamm- hlaupinu og smellti af nokkrum myndum. vaks Stuð á Skammhlaupi í FVA Skokkað af stað í skrúðgöngunni Það var mikið undir í ullarsokkaboðhlaupinu. Gulir og hvítir hvöttu sín lið dyggilega. Þessir flugu upp kaðalinn. Limbóið er fyrir þessa liðugu. Gráir gerðu hvað sem þeir gátu í reiptoginu. Kennarar klæddu sig í búninga í tilefni dagsins. Það var vel tekið á því í plankinu. Nemendur voru vel með á nótunum að styðja sitt lið. Hér má sjá sigurvegarann í „Silly Walk.“ Þær tvær voru meðetta í örleikritinu. Fjólubláir sigruðu Skammhlaupið 2022.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.