Skessuhorn - 06.04.2022, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 202230
Hvað er
uppáhaldsnammið þitt?
Spurning
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Ella Þóra Jónsdóttir
„Mini eggin frá Nestlé.“
Kolbrún Hlíf Guðmundsdóttir
„Eitt sett.“
Gerður Helga Helgadóttir
„Appolo lakkrís.“
Aldís Ísabella Fannarsdóttir
„Súkkulaði.“
Svandís Karlsdóttir
„Doré karamellusúkkulaði frá
Nóa.“
Íþróttamaður vikunnar
Íþróttamaður vikunnar er nýlegur
liður hjá Skessuhorni. Þar leggjum
við fyrir tíu spurningar til íþrótta-
manna úr alls konar íþróttum á öll-
um aldri á Vesturlandi. Íþrótta-
maður vikunnar að þessu sinni er
hestakonan Katrín frá Búðardal.
Nafn: Katrín Einarsdóttir
Fjölskylduhagir? Bý með pabba
mínum og stjúpmömmu minni í
Búðardal og mömmu minni og
stjúppabba mínum í Borgarnesi en
við erum þrjú systkini sem flökkum
á milli þegar okkur hentar.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Mín áhugamál eru til dæmis björg-
unarsveit, íþróttaæfingar en það
langskemmtilegasta af öllu er að
vera í hestunum og fara í hestaferð-
ir á sumrin með fjölskyldu og vin-
um.
Hvernig er venjulegur dagur hjá
þér um þessar mundir? Ég vakna
til að fara í skólann, eftir skóla
fer ég annað hvort á æfingu eða í
Borgar nes til að fara á hestbak.
Hverjir eru þínir helstu kostir og
gallar? Mínir helstu kostir eru hvað
ég er glaðlynd og þolinmóð. Minn
helsti galli er hvað ég er svakalega
forvitin.
Hversu oft æfir þú í viku? Ég mæti
á þrjár íþróttaæfingar hjá Íþróttafé-
laginu Undra í Dölunum sem eru
til dæmis blak, handbolti og körfu-
bolti. Síðan er ég í knapamerkjum
einu sinni í viku hjá Hestamanna-
félaginu Borgfirðing og fer svo á
reiðnámskeið þegar þau bjóðast.
Hver er þín fyrirmynd í íþrótt-
um? Ylfa Guðrún Svavarsdóttir
hestakona.
Af hverju valdir þú hesta-
mennsku? Fjölskyldan mín er nán-
ast öll í hestamennsku og hafa hest-
arnir alltaf verið stór hluti af mínu
lífi. Ég hef verið upp í hesthúsum
síðan ég man eftir mér.
Hver er fyndnastur af þeim sem
þú þekkir? Klárlega fjölskyldan
mín, hún kemur manni alltaf í gott
skap.
Hvað er skemmtilegast og
leiðinlegast við þínar íþrótt-
ir? Það sem er skemmtilegasta við
hestamennskuna er að sjá framfarir,
bæði hjá manni sjálfum og hestin-
um. Það leiðinlegasta er þegar það
gengur ekki allt upp sem maður var
að vonast eftir.
Svakalega forvitin
Knattspyrnufélag ÍA hefur feng-
ið Benedikt V. Warén til liðs við
félagið en hann kemur að láni frá
Breiðabliki. Benó eins og hann er
kallaður verður 21 árs á árinu og
hefur leikið 31 leik fyrir meistara-
flokk Breiðabliks og skorað í þeim
fimm mörk. Þá lék hann tólf leiki
fyrir Vestra í Lengjudeildinni á síð-
asta tímabili og skoraði fjögur mörk
undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar
núverandi þjálfara ÍA. vaks
Fyrsta umferð
Lengjubikarsins í
knattspyrnu karla
hefst um næstu
helgi og þar mæta
til leiks lið af
Vesturlandi. Kári
frá Akranesi ríður
á vaðið á laugar-
daginn þegar
liðið tekur á móti
Árborg í Akranes-
höllinni klukk-
an 12. Víkingur Ólafsvík mætir
Berserkjum/Mídasi á Víkingsvelli
í Fossvoginum sama dag og hefst
sá leikur klukkan 14. Sigurvegar-
ar úr þessum leikjum mætast síðan
í 2. umferðinni og því gætu Kári og
Víkingur Ólafs-
vík mæst í Vestur-
landsslag laugar-
daginn 23. apríl.
Á sunnudaginn
mætast síðan
í Vesturlands-
slag lið Reyn-
is Hellissands
og Skallagríms
úr Borgarnesi á
Ólafsvíkurvelli og
hefst viðureignin
klukkan 14. Sigurvegarinn úr þess-
um leik mætir í 2. umferðinni ann-
að hvort liði Þróttar úr Vogum eða
ÍR úr Breiðholti á heimavelli föstu-
daginn 22. apríl.
vaks
Knattspyrnuþjálfarinn Jón Páll
Pálmason höfðaði mál gegn
knattspyrnufélaginu Víkingi Ólafs-
vík eftir að hafa verið rekinn sem
þjálfari liðsins í Lengjudeildinni í
júlí árið 2020. Hann vildi meina að
uppsögn sín hefði verið ólögmæt,
en frá málinu er greint á fotbolti.
net.
Jón Páll krafðist þess að hon-
um yrðu greiddar tæplega 26 millj-
ónir króna en tapaði málinu og
var dæmdur til að greiða sjálfur
eina og hálfa milljón í málskostn-
að. Í dómnum segir að í fundar-
gerð Víkings hafi komið fram að
nokkur óánægja væri með störf
Jóns og óánægja hjá foreldrum iðk-
enda en hann starfaði einnig við
yngri flokka félagsins. Þá kemur
fram að Jón Páll hafi sent tölvupóst
til félagsins 12. júlí 2020 og rak-
ið atriði sem hann væri óánægður
með. Degi síðar var hann boðað-
ur á fund og honum tjáð að frekara
vinnuframlagi af hans hálfu væri
ekki óskað. Honum var jafnframt
tjáð að hann fengi greitt þar til
uppsagnarákvæði yrði virkt í samn-
ingi hans, þann 1. október. Jón Páll
vildi ekki una þessum málalokum
og sendi kröfubréf þar sem hann
fór fram á að félagið greiddi honum
það fjártjón sem hann taldi sig hafa
orðið fyrir vegna ólögmætrar upp-
sagnar en kröfum hans var hafnað.
Jón Páll fór síðan í mál við Vík-
ing og krafðist meðal annars að fá
miskabætur vegna skaða á mann-
orði. Hann sagðist ekki hafa van-
efnt skyldur sínar að neinu leyti
og ekki fengið hæfilegan frest til
úrbóta. „Dómurinn fellst á það
með stefnda (Víkingi Ólafsvík)
að honum hafi verið heimilt að
afþakka frekari vinnuframlag stefn-
anda á fundi aðila 13. júlí 2020
enda er það réttur vinnuveitenda
að afþakka vinnuframlag launþega
ef greitt er umsamið endurgjald.“
segir í dómnum.
Því er það niðurstaða dómsins að
Víkingur Ólafsvík hafi sýnt fram á
að samningurinn hafi verið í fullu
gildi þar til honum var sagt upp 1.
október 2020. vaks
Vesturlandsliðin að hefja
leik í Mjólkurbikarnum
Jón Þór og Benó handsala lánssamninginn. Ljósm. kfía
Benedikt Warén að láni til ÍA
Víkingur Ólafsvík vann málið gegn Jóni Páli
Jón Páll Pálmason, fyrrum þjálfari Víkings Ó. Ljósm. úr safni