Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2022, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 06.04.2022, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022 31 Garða- og Saurbæjarprestakall Helgihald í Dymbilviku og páska Hallgrímskirkja í Saurbæ Frá Betaníu til Emmaus 9. apríl Laugardagur fyrir Pálmasunnudag Síðdegisguðsþjónusta kl. 18.00 með minningu smurningar Jesú í Betaníu. 10. apríl Pálmasunnudagur Íhugun um Pálmavið kl. 18.00 11. apríl Mánudagur Guðsþjónusta með íhugun um iðrun og fyrirgefningu kl. 18.00. 12. apríl Þriðjudagur Íhugun um vatnið og skírnina kl. 18.00. 13. apríl Miðvikudagur Fjórtán stöðvar krossferilsins kl. 18.00. Íhuganir um krossferils­ myndir Önnu G. Torfadóttur og kross – og upprisumyndir Gunnars J. Straumland. 14. apríl Skírdagur Fermingarmessa kl. 11.00 Fermd verða: Arna Rún Guðjónsdóttir Árni Rögnvaldsson Heimir Brynjólfsson Íhugun um síðustu kvöldmáltíð Jesú og lærisveinanna kl. 18.00. 15. apríl Föstudagurinn langi Lestur passíusálmanna og tónlistarflutningur kl. 13-18.30. Dagskráin stendur fram eftir degi, fólk getur komið og farið að vild. 16. apríl Hinn helgi laugardagur Kvöldbænir með lestri 50. Passíusálms kl. 18.00 Páskanæturvaka kl. 23.00 17. apríl Páskadagur Páskaguðsþjónusta kl. 08.00 Morgunverður að lokinni guðsþjón ustu í Saurbæjarhúsi 18. apríl Annar páskadagur Emmausmessa Göngumessa (ef veður leyfir) kl. 16.00 Hefst við kirkjuna. Auðveld ganga sem hentar flestum Akraneskirkja 14. apríl Skírdagur Kvöldguðsþjónusta kl. 20 17. apríl Páskadagur Páskaguðsþjónusta kl. 11 Heitt súkkulaði í Vinaminni eftir guðsþjónustu í boði sóknarnefndar Þjálfarar yngri landsliða Íslands í körfuknattleik hafa valið loka leik- mannahópa sína fyrir sumarið 2022. Hóparnir hefja æfingar í lok maí eftir úrslit yngri flokka og æfa saman í sumar. U15 fer á æfinga- mót og æfingabúðir í Finnlandi með U15 liðum þeirra og U16 tek- ur þátt á Norðurlandamótinu og Evrópumótum FIBA. Nokkrir leikmenn úr liðum af Vesturlandi voru valdir í landsliðin. Í hópi U15 stúlkna er Amanda Bríet Bergþórsdóttir frá Snæfelli og í U15 drengja er Eiríkur Frí- mann Jónsson frá Skallagrími. Skallagrímur á þrjá leikmenn í U16 hóp stúlkna en það eru þær Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir, Viktoria Lind Kolbrúnardóttir og Kolfinna Dís Kristjánsdóttir. Þá er Díana Björg Guðmundsdótt- ir, leikmaður Aþenu, einnig í U16 hóp stúlkna en hún er frá Borgar- nesi. vaks Íslandsmeistaramótið í klifri fór um helgina fram í Klifurhús- inu í Reykjavík. Keppt var í öllum aldursflokkum en fjórir klifrarar frá ÍA höfðu tryggt sér þátttökurétt eftir undankeppni sem haldin var fyrr í vikunni. Sylvía Þórðardóttir (Youth-A) keppti Í Opnum flokki fullorðinna (Youth A/Junior/Senior) og var í góðri stöðu eftir undankeppnina, þar sem hún toppaði fimm af átta leiðum og fór inn í úrslit í öðru sæti. Í úrslitum kom hún ákveðin til leiks og toppaði fyrstu þrjár leiðir mótsins örugglega í fyrstu tilraun og náði Zone-gripi í þeirri síð- ustu, einnig í fyrstu tilraun. Lengra komst hún þó ekki og tryggði sér þar með sinn fyrsta Íslandsmeist- aratitil í Youth-A, og silfurverðlaun í Opnum flokki fullorðinna. Beníta Líf Pálsdóttir og Sverr- ir Elí Guðnason höfnuðu í 5. og 6. sæti í Youth-B, og Rúnar Sigurðs- son fékk bronsverðlaun í Youth-A. þs Á laugardaginn tók ÍA á móti liði Völsungs í riðli 2 í C deild kvenna í Lengjubikarnum og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Leikurinn var jafnframt styrktarleikur fyr- ir hina 19 ára Þuríði Örnu Óskars- dóttur sem hefur barist við heila- æxli frá tveggja ára aldri. Þeir sem vilja styrkja hana geta lagt inn á reikning meistaraflokks kvenna: 552-14-401121 kt. 500487-1279 og eru frjáls framlög vel þegin til að fjármagna útskriftarferð fyrir Þur- íði Örnu til Lundúna. Ylfa Laxdal Unnarsdóttir kom Skagastúlkum yfir á 19. mínútu og var aftur á ferðinni fimm mínútum síðar með sínu öðru marki. Lilja Björg Ólafsdóttir bætti við þriðja markinu fyrir ÍA á 62. mínútu og öruggur sigur þeirra staðreynd, 3-0. ÍA er í efsta sæti riðilsins ásamt KH með níu stig eftir þrjá leiki en þessi lið mættust í úrslitaleik um sigur í riðlinum og öruggt sæti í úrslitum C deildar. Leikurinn fór fram í gær, þriðjudag, í Akraneshöll en var ekki lokið áður en Skessu- horn fór í prentun. Karlalið ÍA lék síðasta fimmtu- dag æfingaleik gegn Selfossi og fór leikurinn fram syðra. Skagamenn unnu stórsigur 5-0 og skoraði Vikt- or Jónsson tvö mörk og þeir Eyþór Aron Wöhler, Steinar Þorsteinsson og Guðmundur Tyrfingsson voru með eitt mark hver. Reynir Hellissandi lék síðasta leik sinn í riðli 3 í C deild karla í Lengju- bikarnum gegn Hvíta riddaranum á laugardaginn og fór leikurinn fram á Ólafsvíkurvelli. Þar urðu Reynis- menn að sætta sig við stórtap, loka- tölur 0-8 fyrir gestunum. Reynir lék fjóra leiki, tapaði þeim öllum og hafnaði í neðsta sæti riðilsins.vaks Nokkrir leikmenn af Vesturlandi í lokahópi yngri landsliða í körfu Kvennalið ÍA er nýkomið úr æfingaferð á Spáni. Ljósm. kfía ÍA vann Völsung í Lengjubikarnum Sylvía landaði fyrsta Íslands- meistaratitlinum í Youth-A

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.