Feykir


Feykir - 16.06.2021, Page 5

Feykir - 16.06.2021, Page 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Pepsi Max-deildin | Fylkir – Tindastóll 2-1 Stólastúlkur lágu í Árbænum Kormákur/Hvöt vann sinn fjórða leik í röð þegar þeir lögðu lið Breiðhyltinga, KB, að velli á Blönduósi á laugar- daginn var. Leikurinn fór 3:1 fyrir heimamönnum en þeir skoruðu öll sín mörk á fyrsta hálftíma leiksins. KB menn minnkuðu síðan muninn um miðjan seinni hálfleik en það dugði ekki til. Það var George Razvan Chariton sem skoraði fyrsta mark Húnvetninga á 13. mínútu en þetta var hans þriðja mark í sumar. Á 23. mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu sem Ingvi Rafn, spilandi þjálfari, tók og klúðraði. Markvörður Breiðhyltinga virtist þó hafa þjófstartað á línunni og var því spyrnan tekin aftur og þá skoraði Ingvi Rafn, rétt skal vera rétt. Kormákur/Hvöt fékk síðan aðra vítaspyrnu á 30. mínútu. Fleiri fengu að sitja að borðinu og fékk því Akil Rondel Dexter De Freitas að taka þá spyrnu. Akil skoraði úr henni og þar með sitt fjórða mark í deildinni. Breiðhyltingar minnkuðu mun- inn á 71. mínútu í seinni hálfleik en þar var á ferðinni Eyþór Guðmundsson. Fleiri urðu mörkin ekki og fjórði sigurleikur Húnvetninga í röð því staðreynd. Samkvæmt aðdáendasíðu Kormáks/Hvatar, hefur liðið ekki tapað heimaleik í 24 leikjum í röð. Húnvetningar sitja í þriðja sæti D-riðils fjórðu deildar með 12 stig, jafn mörg stig og Vængir Júpíters í öðru. Lið Léttis situr á toppi deildarinnar með 13 stig og ljóst er að toppbaráttan verður spennandi í sumar. Næsti leikur Kormáks/ Hvatar er gegn Hvíta Riddaranum og fer leikurinn fram í Mosfellsbæ laugar- daginn 19. júní klukkan 14. /SMH 4. deild | Úlfarnir – Kormákur/Hvöt – KB 3-1 Fjórði sigurleikur Kormáks/Hvatar í röð Tindastólsdrengir náðu í sinn fyrsta sigur síðastliðinn laugardag þegar þeir sigruðu lið KH úr Hafnafirði 4:0. Leikurinn fór fram á Sauðár- króki. Með sigrinum kom Tindastóll sér úr fallsæti í 3. deildinni en ÍH situr áfram á botni deildarinnar. Stólarnir voru betri aðilinn í leiknum allan tíman og strax á 8. mínútu skoraði Spánverjinn Raul Sanjuan Jorda eftir að Arnar Ólafsson sendi hann einn í gegn með frábærri stungusendingu. KH virtist hafa jafnað metin á 31. mínútu en eftir langa umhugsun ákvað dómari leiksins að dæma rangstöðu eftir langt spjall við línuvörðinn. Áhangendur Tindastóls voru þó á því að bakhrinding hafi átt sér stað í aðdraganda marksins og því frekar um aukaspyrnu en rangstöðu að ræða. Króksarar óðu í færum og áttu Arnar og Raul sitthvort dauðafærið þegar þeir komust einir á móti markmanni. Heimamenn komust í 2:0 rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Jóhann Daði átti flotta fyrirgjöf á Pape Mamadou Faye sem tók vel á móti boltanum og lagði hann niður í nærhornið. Hafnfirðingar voru áfram daufir í fyrri hálfleik en Stólarnir hættulegir. Þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik stöðvaði dómarinn leikinn sökum heilsubrests hjá sjálfum sér. Um var að ræða verk í hendi, en dómarinn hafði farið í bólusetningu í vikunni. Eftir að hafa fengið sér vatnssopa og pústað flautaði hann leikinn aftur á og stóð sig áfram með prýði. Á 70. mínútu skoraði Raul sitt annað mark eftir stoðsendingu frá Konráði Frey, fyrirliða Tindastóls. Það var síðan hinn Spánverjinn í liði Tindastóls sem skoraði fjórða markið fimm mínutum seinna en hann heitir Francisco Vano Sanjuan en er kallaður Kiko af liðsfélögum sínum. Pape átti stoðsendinguna. 4:0 sigur Tindastóls því staðreynd og er þetta fyrsti sigur þeirra í deildinni. Það er ánægjulegt að þeir séu komnir á sigurbraut og litu þeir mun betur út í þessum leik heldur en á móti Dalvík/Reyni í síðustu viku þar sem þeir töpuðu 3:0. Næsti leikur Stólanna er miðvikudaginn 16. júní en þá gera þeir sér ferð til Þorlákshafnar þar sem þeir sækja lið Ægis heim. /SMH Stelpurnar í Tindastóli gerðu sér ferð suður í Árbæinn í gær þar sem lið Fylkis tók á móti þeim í Pepsi Max deild kvenna. Þetta var frestaður leikur, en liðin áttu spila þann 10. maí sl. en þá geysaði Covid í Skagafirði eins og sumir muna eftir. Um botnbaráttuslag var að ræða því liðin sátu í tveimur neðstu sætum deildarinnar. Fylkir var betri aðilinn í fyrri hálfleik og átti fleiri marktækifæri. Það vantaði stórt púsl í sókn Stólanna því að Murielle Tiernan, þeirra aðal sóknarmaður, var ónotaður varamaður á bekknum í leiknum en hún er að glíma við meiðsli. Stólastelpur voru framar á vellinum en vanalega og voru því opnari til baka og nýttu Fylkisstúlkur sér það. Stelpurnar úr Árbænum settu boltann í netið á 19. mínútu en rangstaða var réttilega dæmd. Amber stóð sína plikt að vanda í marki Tindastóls og varði hvert skotið á fætur öðru. Amber gat þó lítið gert á 26. mínútu þegar Hulda Hrund, fyrirliði Fylkis, stakk sér inn fyrir vörn Stólanna eftir glæsilega sendingu yfir allan völlinn frá Sæunni Björnsdóttur, varnarmanni Fylkis, og setti boltann óverjandi niðri í nærhornið. Fylkir hélt áfram að þjarma að marki Tindastóls það sem eftir lifði seinni hálfleiks en Amber sannaði enn og aftur að hún er ein af bestu markvörðum deildarinnar. Staðan var því 1:0 fyrir Fylki þegar blásið var til hálfleiks. Seinni hálfleikur spilaðist svipað og sá fyrri. Fylkir var meira með boltann og sóttu grimmt en Tindastóll átti þó sín færi. Það dró til síðan til tíðinda á 55. mínútu þegar að Shannon Simon skoraði annað mark Fylkis með skalla aftur fyrir sig eftir hornspyrnu, algjör sofandaháttur í dekkningu Tindastólsliðsins og ekki til eftirbreytni. Tindastóls stelpur vöknuðu betur til lífsins þegar þær voru orðnar tveimur mörkum undir. Hugrún Páls fékk dauðafæri á 65. mínútu, ein á móti markmanni, eftir góða stungusendingu frá Jackie en fyrsta snertingin sveik hana og boltinn endaði í fanginu á markverði Fylkis. Á 80. mínútu átti síðan Hugrún góða stungu inn á Jackie en Tinna Brá, markmaður Fylkis, kom vel út á móti henni og lokaði á hana. Stólarnir fundu síðan netið á 85. mínútu þegar Aldís átti glæsilega fyrirgjöf á fjær, frá hægri kantinum, þar sem Hugrún var mætt og lagði boltann laglega í netið. Við þetta færðist spenna í leikinn það sem eftir lifði leiks og fékk Tindastóll gott tækifæri til að jafna metin í uppbótartíma þegar Amber, markvörður Stólanna, mætti inn í teig í hornspyrnu og átti skalla rétt framhjá, hársbreidd frá Alison- mómenti. Fleiri urðu mörkin ekki og urðu því stigin þrjú eftir í Árbænum. Tindastóll vermir botnsæti deildarinnar með fjögur stig og Fylkir er einu sæti fyrir ofan þær með fimm stig. Þór/KA og Keflavík eru í sætunum fyrir ofan með sex stig og Stjarnan þar fyrir ofan með sjö stig svo óþarfi er að hafa áhyggjur strax af falldraugnum fyrir Tindastól. Tindastóll heimsækir lið Keflavíkur í næstu umferð laugardaginn 19. júní og með sigri geta þær komist upp fyrir Keflavíkurstelpur, þannig að baráttan í deildinni er mikil og allt getur gerst. /SMH Dominique í hörkubatáttu í leik gegn ÍBV. MYND: ÓAB 3. deild | Tindastóll – ÍH 3-0 Tindastólsdrengir fundu taktinn 95. meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Akureyri um síðustu helgi. Aðstæður voru krefjandi fyrir keppendur mótsins en áður hafði verið tekin ákvörðun um að allt mótið færi fram á laugardegi en samkvæmt veðurspá átti að vera óvenjulega kalt á sunnudeginum. Þeirri ákvörðun var hins vegar snúið við til að fylgja reglugerð og að allur árangur á mótinu yrði löglegur. Aðstæður voru því erfiðar miðað við árstíma en meðal annars snjóaði á mótinu. Keppendur UMSS voru að sjálfsögðu á mótinu og náðu góðum árangri. Ísak Óli Traustason varð Íslandsmeistari í 110 metra grindahlaupi en hann hljóp úrslitahlaupið á 15,05 sekúndum. Ísak varð einnig í þriðja sæti í 100 metra hlaupi. Jóhann Björn Sigurbjörnsson er að koma sér af stað eftir erfið veikindi og landaði hann öðru sæti í 200 metra hlaupi. Stefanía Hermannsdóttir nældi sér í þriðja sætið í spjótkasti og fimmta sætið í kringlukasti. /SMH Frjálsar íþróttir Ísak Óli Íslandsmeistari í grindahlaupi 24/2021 5

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.