Feykir


Feykir - 16.06.2021, Page 12

Feykir - 16.06.2021, Page 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 24 TBL 16. júní 2021 41. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Manni varnað að ganga aftur Einhverju sinni voru tveir menn samferða í trippaleit. Var það á öndverðri jólaföstu. Voru snjóþyngsli mikil svo þeir bjuggust ekki við að ná til byggða með trippin fyr en í vökulok enda tók þar tunglskin við sem dag þraut. Um kvöldið varð þeim sundurorða og kom svo að annar heitaðist við hinn að ganga aftur og drepa hann; síðan datt hann dauður niður. Fór hinn þá að stumra yfir honum og ætlaði að færa líkið að byrgi á hól nokkrum skammt í burtu. En að vörmu spori gjörðist líkið svo þungt að hann kom því ekki úr stað; tók það að þrútna, blána og bólgna upp. Vildi hinn þá ekki bíða þess að hann næði að ganga aftur. Greip hann þá staf þann er hann hafði gengið við, braut stafinn sundur í miðju, lagði brotin í kross og batt ofan á brjóst líkinu. Hætti það þá að blása upp. Síðan komst hann til byggða um kvöldið. Daginn eftir fékk hann hesta og menn til að sækja líkið. Var það þá eins og þegar hann gekk frá því. Bjó hann líkið svo til jarðar að hann lagði trékross yfir það, en stakk nálum í iljar þess í kross svo það gat ekki gengið aftur. /PF Þjóðsögur Jóns Árnasonar Nýdauðir menn Landbrotið þar sem öskuhaugurinn opnaðist. MYND: MINJASTOFNUN Í landi Hafna á Skaga var eitt sinn stór verstöð líklega frá landnámi og fram eftir öllum öldum og í gegnum tíðina hafa verið verbúðir á nokkrum stöðum eftir ströndinni í landi Hafna, m.a. við Rifsbúðir, Innri-Þrándarvík og á nesjunum beggja vegna Grútarvíkur og Sandvíkur. Sjórinn hefur brotið mikið af landinu á þessum stað og valdið miklum skemmdum á þeim minjum sem þarna eru og núna hefur gamall öskuhaugur komið í ljós sem stendur opinn. Þorbjörn kólka, sem talinn er einn af landnámsmönnum, mun hafa gert út frá Hafnabúðum en þær draga nafn sitt af bænum Höfnum. Í Þjóðsagnarsafni Jóns Árna- sonar er sagt svo frá Hafna- búðum. „Alltítt var að menn úr sveitum gerðu sig út til sjóróðra á Hafnabúðum haust og vor því þar var jafnan aflasælt þá sem nú; enda má sjá þar mörg búðastæði forn.“ Feykir hafði samband við Guðmund Stefán Sigurðsson, minjavörð Norðurlands vestra og forvitnaðist um minja- fundinn. „Þetta er semsagt í landi Hafna, þar var stór verstöð, sennilega frá landnámi og fram eftir öllum öldum. Það eru verbúðir þarna eftir ströndinni allri meira og minna, í landi Hafna. Þarna er sjórinn að brjóta mikið af og búnar að verða miklar skemmdir á þessum minjum í gegnum árin og núna er þarna opinn gamall ösku- haugur með fiskibeinum og dýrabeinum sem er að brotna þarna í sjó og einhverjar mannvirkjaleifar líka.“ Í þessum haug er hægt að sjá gjóskulög sem gefa vísbendingu um aldur minjanna og við fyrstu sýn virðast einhverjar leifar vera undir gjósku frá 1104, en það ár gaus Hekla en talið er að 2,5 rúmmetrar af gjósku hafi komið úr fjallinu og fallið víðsvegar um land allt, Þjórsárdalur lagðist t.d. í eyði sökum gjóskufallsins. Guðmundur telur einnig að þarna séu mannvistarleifar á milli 1104 og líklega 1300 og Einn af þeim gripum sem fannst. MYND: MINJASTOFNUN eftir það. Minjastofnun hefur tekið nokkra gripi, sem fundust í haugnum, til skoðunar. „Þetta eru bein og mögulega tennur, það er hugsanlegt að eitt af þessu sé allavega rostungstönn og það eru einhver mannaverk á þessu, búið að sníða þetta eitthvað til og móta, þetta hefur þjónað einhverjum tilgangi, verið verkfæri af einhverju tagi eða eitthvað slíkt. Sökum náttúruafla eru minjarnar í stöðugri hættu á að útrýmast og því þarf að hafa hraðar hendur til að þær minjar og heimildir sem haugurinn geymir, varðveitist og verði til gagns. „Við þurfum að skoða hvað við getum gert til þess að reyna að bjarga sem mestum upplýsingum, það er óvíst að það verði hægt að verja þetta en það má reyna að ná í þær upplýsingar sem hægt er að ná í þarna. Þetta er allt í skoðun hvað verður gert og í hvaða ferli allt þetta fer, þetta er allt á algjöru frumstigi,” segir Guðmundur. Minjastofnun er að skipuleggja nánari rannsókn á svæðinu í næstu viku og er meiningin að mæla upp sjávarbakkana framan við minjarnar og bera saman við síðustu mælingar sem Byggðasafn Skagfirðinga gerði árið 2008, þegar allar fornleifar á jörðinni voru skráðar. Þá munu starfsmenn Minjastofnunar einnig hreinsa og teikna upp sniðið sem komið er í öskuhauginn og sigta það sem fallið hefur fram. Í framhaldinu verður metið til hvaða frekari ráðstafana er hægt að grípa til verndar minjum á svæðinu. /SHV Jarðlög í öskuhaugnum. MYND: MINJASTOFNUN Minjafundur á Höfnum á Skaga Öskuhaugur sem geymir mannvistarleifar frá 10. öld

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.