Feykir


Feykir - 12.08.2021, Qupperneq 8

Feykir - 12.08.2021, Qupperneq 8
 Heilir og sælir lesendur góðir. Þar sem nú að undanförnu hefur mátt heyra Njálssögu lesna á kvöldin á Rás 1, rifjast upp vísa sem tengist persónum úr henni, veit því miður ekki um höfund. Ég því svara ef þú spyr hvað auðnu heimsins brjálar. Það eru of margir Merðirnir en miklu færri Njálar. Lagleg hringhenda kemur hér næst, veit því miður ekki um höfund. Sagnir falla mjög á mis mannorðs halla sóma. Ég hata alla helvítis heimsins palladóma. Það er Eiríkur frá Dagverðargerði sem er höfundur að eftirfarandi ferhendu. Þó að ljóðalistin sjatni lestri mætti betur una. Ef að lögg af lífsins vatni lekið hefði á flatneskjuna. Björn Ingólfsson lék sér oft að yrkingum í því formi sem kallast limra. Hér kemur sýnishorn af því. Það gustaði um góðskáldið Óðin Þegar gleiður í salinn hann óð inn. Þá viknuðu fljóðin og funaði glóðin er flutti hann þrumandi ljóðin. Hallmundur Kristinsson yrkir svo vel í limrustíl. Margur í limranna línum leikur að hugmyndum fínum. Sæmir hver sér sjálfur ég er stoltur af stuðlunum mínum. Það er Kristján Árnason frá Skálá í Sléttu- hlíð í Skagafirði sem yrkir svo á fallegu sumarkvöldi. Ískaldur blærinn andann missir undan lítur um stund. Er miðnætursólin kafrjóð kyssir kot við Málmeyjarsund. Önnur í svipuðum dúr kemur hér eftir Kristján. Loftið í vestrinu litast sem blóð af lækkandi röðulsins eldi. Svo hverfur í djúpið hin deyjandi glóð og dagur er orðinn að kveldi. Sá kunni hagyrðingur og ágæta ljóðskáld, Sigurður Þórarinsson, mun hafa einhverju sinni horft til fjalla og ort svo. Hæruskotin Herðubreið hrikalega ferleg. Einhvern tíma alla leið upp á hana fer ég. Jakob Böðvarsson sem mun hafa starfað sem brúarsmiður á sinni ævi mun hafa ort svo magnaða sléttubandavísu. Þokan liðugt fagurt fer flughratt skarðið austur. Vísnaþáttur 789 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is Pokann sniðugt Bleikur ber burðarjálkur traustur. Það er Einar Hjálmar Guðjónsson sem tekur sterklega til orða í næstu vísu. Frekja og heimska fylgjast að fölskuð rök og lygi. Eiga sér á einum stað örugg saman vígi. Mildari er næsta vísa Einars er hann hugsar til vorsins. Vorinu fylgir von og sól vaxtarþrá og draumar. Blómaskrúð á bæjarhól og blakkir jökulstraumar. Adolf J. Petersen mun hafa verið á Öræfa- ferð er hann orti svo. Hvar sem fer þín ferðasál um fjöll og eyðisanda. Töfrar lands og tungumál tala í sama anda. Önnur vísa vel gerð hringhenda kemur hér eftir Adolf. Fjallahreimur fyllir sál fögnuð heima vandar. Heiðin geymir huldumál hljóðir sveima andar. Gott er nú að heyra frá Skagfirðingnum Pétri Stefáns. Hann Húbert var holdugur krakki hrifinn af kóki og snakki. Hann elskaði mat og át ef hann gat kíló af kjúklingahakki. Önnur limra kemur hér eftir Skagfirðinginn. Hún Katrín á kurteisi‘ er blind og klæmin – en það er vart synd. Hún er uppþembd og mögur og alls ekki fögur og alltaf að leysa vind. Okkar góði félagi hér áður fyrr, Skarphéðinn Ásbjörnsson, leggur okkur til næstu vísu. Til ég öðlist innri frið og andans minnki spenna. Ég afsökunar á því bið sem öðrum er að kenna. Það er Ingólfur Ómar sem gefur góð ráð. Eitt er ráðið allra best eyðir sálardrunga. Fá sér bæði hund og hest og heimasætu unga. Fékk nú fyrir skömmu senda ágæta hringhendu og höfundur sagður Eggert J. Levy, þekki einn mann með því nafni en tel ekki líklegt að vísan sé eftir hann. Loftið tæra lungun þrá ljósið nær að skína. Yndið hlær og allir sjá ástin fær að hlýna. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 Feykir setti sig í samband við Sigríði Gunnarsdóttur, sóknarprest á Sauðárkróki, og forvitnaðist um smíði hjóla- stólaramps við safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju. Í máli Sigríðar kom fram að nýi inngangurinn hafi verið til- búinn um síðustu áramót en þeir sem notast við hann fara á milli kirkju og safnaðarheimilis og inn að vestan eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Smiðirnir Ólafur Þorbergsson og Ómar Helgi Svavarsson sáu um verkið. Er stefnt að fleiri fram- kvæmdum við safnaðarheim- ilið í náinni framtíð? „Í sumar var safnaðarheimilið málað að utan og skipt út borðum og stólum í salnum. Þetta gamla hús þyrfti sannarlega meiri Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju Loks viðunandi aðgengi fyrir alla að bæði kirkju og safnaðarheimili endurbætur en viðhald er fjárfrekt svo ekki verður meira gert á næstunni. Okkur dauð- langar til að skipta út gólf- efnum, það er næst á verk- efnalistanum.“ Er þá aðgengi fyrir fatlaða að safnaðarheimilinu fram- úrskarandi eða viðunandi? „Aðgengi að safnaðarheimil- inu er orðið viðundandi. Gömul hús verða seint með framúrskarnandi aðgengi.“ Er sóknarprestur ánægður með verkið? „Ég er auðvitað mjög ánægð með að nú sé aðgengi fyrir alla bæði að kirkju og safnaðarheimili, annað er ekki boðlegt. Verst að við höfum ekki enn haft tækifæri til að bjóða sóknar- börnunum að koma og skoða en það verður vonandi fyrr enn síðar.“ Hvenær má reikna með að nýr líkbíll líti dagsins ljós? „Nú styttist mjög í nýja lík- bíllinn. Hann er kominn til landsins og við eigum von á að fá hann afhentan um næstu mánaðamót. Við bíðum spennt,“ sagði séra Sigríður að lokum /ÓAB Hjólastólarampurinn við safnaðarheimilið. MYNDIR: ÓAB Horft ofan og sunnan frá safnaðarheimilinu niður á Aðalgötu. 8 30/2021

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.