Feykir - 18.08.2021, Blaðsíða 2
Það rennur upp fyrir mér á hverjum degi að árið er 2021 og
alltaf kemur það mér á óvart. Ég er fæddur árið 2000 þannig að
um leið og ég sé hverjar seinustu tölurnar í ártalinu eru, þá átta
ég mig á því hvað ég er gamall, ef ske
kynni að ég hafi gleymt því.
Ég hef gaman af því að kynna mér
það sem hefur gerst áður en stundin
núna rann upp, hvort sem það er
gærdagurinn, seinasta vika eða fyrir
20 árum. Þess vegna hefur það hentað
mér ágætlega að vera blaðamaður í
sumar, kynna mér hluti sem eru búnir
að gerast og skrásetja þá fyrir lesend-
ur Feykis, bæði þá sem lesa núna og
munu síðan vera í sömu sporum og ég í framtíðinni, að kanna
fortíðina.
En auðvitað þarf maður að gæta meðalhófs í því að pæla í
fortíðinni, eins og með allt annað. En ég ætla nú samt aðeins að
pæla.
Hvað ætli hafi gerst fyrir 20 árum, árið 2001? Jú, ef ég
heimsæki Wikipediu þá sé ég strax að teiknimyndin Shrek kom
út. Ég hugsa að líf mitt væri aðeins öðruvísi ef það hefði ekki
gerst, ég veit ekki hvernig samt.
Árið 1981, fyrir 40 árum mældist frost í Reykjavík það mesta
síðan 1918, 19,7 gráður. Ég er ekki viss um að það hafi haft mikil
áhrif á líf mitt, en maður veit aldrei. Fyrir 60 árum, árið 1961, fór
Keflavíkurgangan fram. Ég hef sungið um hana í ódauðlegu lagi
Stuðmanna, Ofboðslega frægur – mikil áhrif þar. Árið 1941 var
nú eitthvað í gangi sem hafði einhver áhrif á okkur öll, og pottþétt
mig. Fyrir 100 árum, árið 1921, fengu þær Elín Briem og Þórunn
Jónassen fyrstar kvenna Fálkaorðuna. Það fer nú ekki á milli mála
að það hefur haft áhrif.
Það er gott að hafa það í huga, að allt sem þú gerir og tekur
þátt í, getur haft áhrif á framtíðina. Þetta er eitthvað sem við ráðum
ekki við en við getum þó ráðið því að mestu hvort áhrifin verði
slæm eða góð.
Sæþór Már Hinriksson, blaðamaður
LEIÐARI
Tíminn líður
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is | Sæþór Már Hinriksson, bladamadur@feykir.is
Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is
Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 615 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 755 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
AFLATÖLUR | Dagana 8.ágúst til 14.ágúst á Norðurlandi vestra
Málmey SK 1 með rúm 180 tonn
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
Greifinn SK 19 Handfæri 3.382
Guðrún Petrína GK 107 Handfæri 11.509
Hafrún HU 12 Dragnót 17.602
Hjalti HU 313 Handfæri 3.346
Hjördís HU 16 Handfæri 993
Hrund HU 15 Handfæri 3.615
Húni HU 62 Handfæri 1.056
Jenny HU 40 Handfæri 1.795
Kambur HU 24 Handfæri 2.955
Kópur HU 24 Handfæri 2.612
Kristín HU 118 Handfæri 2.734
Loftur HU 717 Handfæri 3.562
Lukka EA 777 Handfæri 779
Már HU 545 Handfæri 2.205
Rán SJ 307 Landbeitt lína 11.125
Smári HU 7 Handfæri 1.063
Steini HU 45 Handfæri 1.536
Svalur HU 124 Handfæri 720
Sæfari HU 212 Landbeitt lína 1.375
Sæunn HU 30 Handfæri 3.362
Viktor Sig HU 66 Handfæri 2.827
Viktoría HU 10 Handfæri 2.455
Víðir EA 432 Handfæri 827
Von HU 170 Lína 19.159 Alls á Skagaströnd 256.555
HVAMMSTANGI
Harpa HU 4 Dragnót 8.038 Alls á Hvammstanga 8.038
SAUÐÁRKRÓKUR
Álborg SK 88 Handfæri 465
Badda SK 113 Handfæri 3.396
Drangey SK 2 Botnvarpa 68.998
Gammur SK 12 Þorskfisknet 1098
Gjávík SK 20 Handfæri 2.959
Hafborg SK 54 Þorskfisknet 7.827
Hafey SK 10 Handfæri 1.942
Kristín SK 77 Handfæri 2.862
Maró SK 33 Handfæri 3.027
Málmey SK 1 Botnvarpa 180.401
Skvetta SK 7 Handfæri 2.795
Steini G SK 14 Handfæri 1.189
Vinur Sk 22 Handfæri 2.799 Alls á Sauðárkróki 279.474
SKAGASTRÖND
Addi afi GK 97 Handfæri 11.858
Alda HU 112 Handfæri 3.279
Arndís HU 42 Handfæri 3.181
Auður Hu 94 Handfæri 3.870
Bergur Sterki HU 17 Handfæri 3.596
Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 3.380
Blíðfari HU 52 Handfæri 3.560
Bíldsey SH 65 Lína 23.565
Blær HU 77 Handfæri 1.879
Bragi Magg HU 70 Handfæri 2.291
Dagrún HU 121 Handfæri 2.640
Elfa HU 191 Handfæri 3.747
Fengsæll HU 56 Handfæri 665
Þá er sumarstoppið hjá togurunum á enda og
fyrstur til að koma í land var Drangey SK 2 sem
landaði tæpum 69 tonnum eftir veiðar við
Straumnesbanka en Málmey SK 1 kom degi
seinna með rúm 180 tonn. Uppistaða aflans
var þorskur og karfi og var hún á veiðum m.a.
á kantinum vestan við Halann og í Nesdýpi. Þá
voru níu bátar á strandveiðum og tveir með
þorskfisknet og lönduðu rúmum 30 tonnum
saman. Alls var landað 279.758 kg í 42
löndunum í Sauðárkrókshöfn.
Á Skagaströnd voru 32 bátar á strand-
veiðunum og var aflahæsti báturinn, aðra vikuna
í röð, Addi afi GK 97 með 11.858 kg en fast á eftir
honum var Guðrún Petrína GK 107 með 11.509
kg. Tveir bátar voru á línuveiðum, Bíldsey SH 65
og Von HU 170, með tæp 43 tonn saman. Þá voru
einnig tveir bátar á veiðum með landbeitta línu,
Rán SH 307 og Sæfari HU 212, með alls 12.500 kg.
Hafrún HU 12 var eini báturinn sem var á
dragnótarveiðum og landaði alls 17.602 kg. Alls
var landað 170.105 kg í 112 löndunum á Skaga-
strönd. Einn bátur var á dragnótaveiðum á
Hvammstanga, Harpa HU 4, með alls 8.038 kg.
Enginn bátur landaði á Hofsósi en alls var landað
457.617 kg á Norðurlandi vestra í síðustu viku.
Aflatölur frá Sauðárkrókshöfn og Hofsósi voru
teknar af vef fiskistofu, fiskistofa.is. /SG
Það styttist óðum í Alþingiskosningar sem fara fram þann 25.
september nk. og nú um liðna helgi birti Sósíalistaflokkur Íslands
framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi. Listann leiðir Helga
Thorberg, leikkona og garðyrkjufræðingur en á heimasíðu
Sósíalista segir að hún hafi starfað við leiklist sem höfundur og
þáttagerðarkona í mörg ár en kvennabaráttan og kvennapólitíkin
hafi einnig verið hennar hjar-tans mál.
Í öðru sæti listans er Árni Múlí Jónasson mannréttindalög-
fræðingur og formaður Þroskahjálpar, Sigurður Jón Hreinsson
véliðnfræðingur og bæjarfulltrúi er í þriðja sæti og fjórða sætið
skipar Aldís Schram lögfræðingur og kennari. /ÓAB
Alþingiskosningar | Sósíalistaflokkur Íslands
Helga Thorberg leiðir listann
frh. af forsíðu >
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitar-
stjóri Svf. Skagafjarðar, segir að
ekki hafi neitt komið verulega á
óvart í samantekt ráðgjafanna.
Sveitarfélögin séu vissulega
ólík að stærð og umfangi en
hann telur að framtíðarsýnin
um hvers konar samfélag fólk
vilji byggja upp í Skagafirði
sé ekki svo ólík. „Ég tel að
það felist miklir kostir í því
að íbúar sem búa í þeirri
sameiginlegu samfélagsgerð og
menningarheild sem Skaga-
fjörður er, njóti sambærilegrar
þjónustu á öllum sviðum og
hafi sambærileg tækifæri til
að hafa áhrif á þróun sveitar-
stjórnarmála í sínu samfélagi. Ég
tel að samfélagið verði sterkara
ef ákvörðun verður tekin um
sameiningu og enn fremur að
rödd Skagafjarðar verði enn
sterkari út á við.“
Sigfús segist vona að íbúar
sveitarfélagsins hafi almennt
áhuga á sínu nærsamfélagi og
noti sinn lýðræðislega rétt til
að taka afstöðu til mögulegrar
sameiningar Skagafjarðar í eitt
sveitarfélag, ef til slíkra kosn-
inga kemur. „Ég á von á að
áhuginn sé meiri hjá íbúum í
framhéraðinu en finnst brýnt
að sem flestir láti afstöðu sína
í ljós. Ég vil hvetja íbúa beggja
sveitarfélaga til að kynna sér
málefni sveitarfélaganna vel,
tækifæri, kosti og galla sem í
mögulegri sameiningu kunna
að felast, þær kröfur sem gerðar
eru til sveitarfélaga í dag og taka
jafnframt þátt í fyrirhuguðum
íbúafundum. Virk og upplýst
umræða er alltaf af hinu góða.“
/PF
Alþingiskosningar 2021
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá
sýslumönnum vegna alþingiskosninga 25.
september 2021, hófst föstudaginn 13. ágúst sl.
Greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrif-
stofum og útibúum allra sýslumanna og öðrum
þeim stöðum sem nefndir eru á vefsíðu
Sýslumanna; island.is/syslumenn.
Fyrst um sinn má greiða atkvæði á skrifstofum
Sýslumannsins á Norðurlandi vestra virka daga
sem hér segir:
Blönduós - virka daga frá 09:00-15:00
Sauðárkrókur - virka daga frá 09:00-15:00
Þegar nær dregur verður auglýst hvenær greiða má
atkvæði á sjúkrahúsum og dvalarheimilum í
umdæminu og öðrum stöðum utan skrifstofa
embættisins.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis er
einnig hafin og fer fram í öllum sendiráðum
Íslands erlendis og aðalræðisskrifstofum Íslands í
New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Fær-
eyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar
eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands
erlendis. /SMH
2 31/2021