Feykir


Feykir - 18.08.2021, Blaðsíða 6

Feykir - 18.08.2021, Blaðsíða 6
starfsreynslu og ekkert network og þurfti því að harka smá. Það var strembið að vera atvinnu- laus og þekkja ekki markaðinn en góð reynsla í farteskið. Eftir að Friðrik lauk námi þá ákváðum við að vera tvö ár í viðbót í Vancouver en síðan eru liðin fjögur ár!“ Hvernig myndir þú lýsa venju- legum degi hjá ykkur? „Áður byrjuðum við daginn á því að hjóla í vinnuna, fórum í ræktina eftir vinnu og/eða héngum með vinnufélögunum. Síðustu 15 mánuði, vegna takmarkana og lokana, höfum við bæði unnið heima. Við vöknum klukkan 7:30 og fáum okkur te saman úti á svölum. Síðan loka ég mig af inni í svefnherbergi þar sem ég er búin að koma mér fyrir og Friðrik vinnur inni í stofu. Seinnipartinn tökum við æfingu úti og eldum svo kvöldmat. Stundum vinnum við eftir kvöldmat en ef ekki þá er það bara sjónvarpsgláp og síðan enn einn göngutúrinn fyrir svefninn – mjög einsleit tilvera í heimsfaraldrinum! Nýlega hafa takmarkanir verið mildaðar svo við höfum getað hitt vini í göngutúr, spilað tennis eða strandblak. Fyrir það þá máttum við ekki hitta neinn, ekki einu sinni úti. Hver er hápunktur dagsins? „Áður var það ræktin eftir vinnu en núna myndi það vera morgunrútínan. Ég elska að Saknar sundlauganna og gnauðsins í vindinum Feykir þeytist heimsálfanna á millum í leit að íbúum af Norðurlandi vestra sem hafa komist í tölu brottfluttra íbúa landshlutans til lengri eða skemmri tíma. Síðast heimsóttum við Einar í Sapporo í Japan og nú hoppum við austur yfir Kyrrahafið og lendum hjá Áslaugu Sóllilju í Vancouver í Kanada. Hún er eldri dóttir Bryndísar Kristínar Williams Þráinsdóttur og Gísla Svans Einarssonar sem búa á Suðurgötunni á Króknum. Áslaug Sóllilja starfar sem framendaforritari hjá Shopify. Kærasti Áslaugar heitir Friðrik Laxdal Kárason og fyrir sex árum stakk hann upp á því að fara í framhaldsnám til Vancouver í Kanada og hún segist ekki hafa tekið í mál að sitja ein eftir heima á Íslandi. „Svo ég skellti mér með. Ég var nýútskrifuð úr tölvunarfræði og fannst þetta alveg tilvalið ævintýri. Ég var reyndar sex mánuði að finna mér vinnu við hæfi því það tíðkast hérna úti að fara í starfsnám og fá sína fyrstu vinnu í framhaldi af því, en ég mætti með nánast enga Áslaug Sóllilja og Friðrik í Whistler. MYNDIR AÐSENDAR ( DAGUR Í LÍFI BROTTFLUTTRA ) oli@feykir.is Áslaug Sóllilja Gísladóttir | af Suðurgötunni á Króknum til Vancouver í Kanada ingum að hönnun og virkni vefsíðna, sem ég svo útfæri í kóða (nota þá aðallega HTML, CSS og JavaScript). Viðmót, aðgengi og öryggi vefsíðna Hversu lengi ertu í kjör- búðina frá heimili þínu? 10 mínútna ganga. Hvað færðu þér í staðinn fyrir eina með öllu? Poké. Hvað kostar mjólkurlítr- inn? 4 lítra brúsi er á $4.89 eða 492 krónur! Hér gildir frasinn því stærra því betra. Hver er skrítnasti mat- urinn? Poutine eða franskar kartöflur með gravy, osti og beikoni. Hvert ferðu til að gera vel við þig? Í Covid eru það prótein smoothie-skál frá Body Energy Club. 5 á 15 sekúndum Áslaug Sóllilja í hjólreiðatúr í KelownaSeawall er vinsælt útivistarsvæði. byrja morgnana rólega, skipu- leggja daginn og hella upp á kaffi.“ Hvað gerir framendaforritari og hvað er Shopify? „Starf fram- endaforritara getur verið margvíslegt en ég sérhæfi mig í vefsíðugerð. Ég vinn með hönnuðum og öðrum sérfræð- 6 31/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.