Feykir


Feykir - 18.08.2021, Blaðsíða 4

Feykir - 18.08.2021, Blaðsíða 4
Á undangengnum árum hafa orðið mikla breytingar í fjarskiptamálum Íslendinga. Tækninni hefur fleygt fram og sífellt fleiri þættir mann- lífsins eru nú háðir net- og símatengingum. Eftir að ákveðið var fyrir all- mörgum árum að selja Símann frá íslenska ríkinu með manni og mús, ef svo má að orði komast, hefur sam- keppnisstaða landsbyggðar- innarversnað gagnvart þéttbýlinu. Þar sem ríkið á enga innviði lengur í fjarskipta- þjónustu ræðst hún af hagn- aðarvon einkafyrirtækja sem líkt og flest slík nú til dags eru rekin með hámarks arð- semi að leiðarljósi. Þannig má segja að krafan um sífellt hraðari nettengingar vegna aukinnar tölvutækni hafi skilið dreifbýlið eftir í ryk- mekki þar sem lítil hagn- aðarvon einkafyrirtækjanna hefur orðið til þess að lítið er gert þar. Því var íslenska ríkið tilneytt að leggja fram mikla fjármuni í uppfærslu fjarskipta á landsbyggðinni, s.s. í farsímakerfi og ljósleið- arakerfi. Þrátt fyrir það hafa bæði sveitarfélög og íbúar dreifbýlis þurft að greiða stórar fjárhæðir líka til að fá ljósleiðaratengingu inn á sín heimili og fyrirtæki. Þessu hafa fylgt talsverðir vaxtaverkir. Til að mynda má nefna að mjög víða er lítið eða ekkert farsímasamband, hvort tveggja er varðar tal- samband eða netsamband. Það er ekki einu sinni svo gott að samband sé öruggt á þjóðvegi 1, hvað þá á öðrum vegum eða heima á sveita- bæjum um allt land. Þá hefur komið í ljós að þegar rafmagn fer af í vondum vetrar- veðrum er ekki tryggt að þessi símakerfi hafi varaafl nema skamma stund. Þannig hafa komið upp varasamar aðstæður í slæmum veðr- um að vetri þegar rafmagn fer af stórum landssvæðum. Á sama tíma hættir heima- síminn að virka, en mjög víða er búið að slökkva á gamla kopar- vírnum fyrir heimasíma sem ekki þurftu sér- tengingu við rafmagn heim- ila til að virka. Þegar raf- magnsleysi hefur svo dregist á langinn dettur farsíma- samband einnig út, ef það var fyrir hendi áður. Þá hefur skapast hættulegt ástand þar sem fólk hvorki kemst í burtu né getur haft samband við umheiminn ef bráð veikindi eða slys ber að höndum. Þörf er á átaki í upp- byggingu farsímakerfisins á Íslandi. Sjá þarf til þess að fyrirtæki í farsímaþjónustu fari saman í þá vegferð og að samkeppnisyfirvöld verði sett á hliðarlínuna í því máli þar sem sjónarmið um sam- keppni í slíkri uppbyggingu eiga ekki við. Þá þarf ríki og sveitarfélög að koma að og hafa skoðun á því hvernig kerfið verður uppbyggt því þar liggur ábyrgðin á heilsu og velferð landsmanna. Til- koma farsímakerfis með almennilegri útbreiðslu án „dauðra“ punkta á krítísk- um stöðum er mál sem snýst um heilsu og velferð íbúa þessa lands og sívaxandi fjölda þeirra sem það heim- sækja. Sækjum fram og gerum betur fyrir Ísland allt! Högni Elfar Gylfason Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur fengið í fangið erfið verkefni til úrlausnar í heimsfaraldri. Í erfiðleikum reynir á úthald, þol og þrautseigju. Þá verður mikilvægara en nokkru sinni að taka ákvarðanir af yfirvegun og skynsemi. Við Vinstri græn höfum sýnt það í verki við þessar fordæmalausu aðstæður að við stöndumst álagsprófið og verið lausnamiðuð í ríkisstjórnarsam- starfi ólíkra flokka. Það hefur skilað árangri hvert sem litið er. Hér eftir sem hingað til er lýðheilsa þjóðar- innar í fyrirrúmi. Faraldurinn heldur okkur enn við efnið og mikilvægt að halda ró, taka yfirvegaðar ákvarðanir í samráði við okkar færustu vísindamenn. Nú er þorri þjóðarinnar bólusettur en óútreiknanlegri veiru og nýjum afbrigðum fylgja nýjar áskoranir. Í þessu ástandi hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ekki setið auðum höndum, þvert á móti hefur hún komið í gegn fjölda framfaramála sem munu gera samfélagið betra og aðlaga það nútímakröfum um sanngjarnt og réttlátara þjóðfélag. • Komið hefur verið á þriggja þrepa skattkerfi sem gagnast þeim tekjulægri. • Fæðingarorlof hefur verið lengt í 12 mánuði sem nýtist barnafólki og býr til fjölskyldu- vænna samfélag. • Þá hefur verið komið á hlutdeildarlánum og hafist handa við uppbyggingu leiguíbúða sem nýtist ungu fólki og tekjulágum. • Nýr menntasjóður námsmanna býður upp á nútímalegt námslán þar sem hluti lánsins breytist í styrk. • Felld voru niður komugjöld fyrir aldraða og öryrkja á heilsugæslur og tannlæknakostn- aður þessara hópa sömuleiðis lækkaður. Allt eru þetta þjóðþrifamál sem hrint hefur verið í framkvæmd á kjörtímabilinu og langt í frá að allt sé upptalið. Við Vinstri græn höfum sýnt og sannað í verki að við erum leiðandi afl sem ætlum okkur að halda áfram að gera samfélagið betra. Við munum halda áfram að byggja upp réttlátara og sterkara samfélag. Það er varanlegt verkefni og alltaf munu birtast nýjar áskoranir sem stjórnvöld þurfa að takast á við. Þess vegna skiptir máli hver stjórnar. Vinstri græn eru traustsins verð og við leitum eftir stuðningi ykkar í komandi kosningum. Lilja Rafney Magnúsdóttir Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis og skipar annað sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi. AÐSENT | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Traust forysta VG! Lilja Rafney. MYND AÐSEND AÐSENT | Högni Elfar Gylfason skrifar Fjarskipti og öryggi landsmanna Högni Elfar. MYND AÐSEND Lumarðu á frétt? Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Á vef Bændablaðsins er viðtal við Sigrúnu Hrönn Þorsteinsdóttur í Flugu- mýrarhvammi, eða Systu í Hvammi eins og hún er gjarnan kölluð í sinni sveit. Bæjarstæðið í Flugurmýrarhvammmi er einstaklega snyrtilegt og vakti það athygli Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar sem tók viðtalið. Fjósið er skreytt fallegum blómum sem Sigrún hefur ræktað sjálf og leggur mikla alúð í. „Það er að okkar mati gífurlega mikilvægt að ganga vel um og hafa snyrtilegt á bújörðum. Við megum ekki gleyma því að við erum að framleiða matvæli og ásýndin verður bara að vera í lagi. Við höfum alla tíð lagt áherslu á að ganga vel um og reynt að venja börnin okkar á það líka. Auðvitað hvet ég aðra bændur til að hafa snyrtilegt í kringum sig en auðvitað geri ég mér grein fyrir því að það eru ekki allir fyrir blómarækt,“ segir Sigrún. Í Flugumýrarhvammi eru 32 mjólkandi kýr, 50 fjár, smávegis af hrossum, nokkrar hænur, hundur og köttur, auk myndar- legrar skógræktar. Árið 2010 eignaðist Sigrún gróðurhús og segir hún það hafa verið mikil bylting fyrir sig. Fljótlega upp úr því fór hún að setja sumarblóm á fjósveggina og í ker við fjósið og með árunum hefur þetta aukist. „Að rækta sumarblómin veitir mér mjög mikla gleði og ánægju þó vissulega sé þetta talsverð vinna,“ segir Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir í samtali við Bændablaðið. /SMH Flugumýrarhvammur í Blönduhlíð Blómafjósið vekur athygli Sigrún Hrönn við fjósið sem hefur vakið athygli. MYND AÐSEND 4 31/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.