Feykir


Feykir - 18.08.2021, Blaðsíða 9

Feykir - 18.08.2021, Blaðsíða 9
Hvað á barnið að heita? ÁSKORANDAPENNINN | Umsjón: Sæþór Már Mannanöfn er einn angi íslenskunnar sem reynir á þetta fallega tungumál, já og landann. Hver hefur ekki skoðun á nafngift frumburðar frænku nágrannans? Það má ekki heita of gamaldags nafni en heldur ekki of nýmóðins, og hvað sem þú gerir, ekki segja að þú sért að bíða eftir úrskurði mannanafnanefndar. Sameinumst nú á hinni heilögu nafnamiðju svo að allir geti sofið rótt og kvíði ekki næstu skírn. Samkvæmt elsta íslenska manntalinu sem tekið var árið 1703, voru 338 kvenmannsnöfn og 387 karlmannsnöfn í notkun. Þá voru Íslendingar tæplega 50.000 talsins, en með fjölgun landsmanna fjölgaði nöfnunum sömuleiðis og hefur það haldist í hendur í gegnum tíðina. Guðrún og Jón hafa löngum verið í toppsætum yfir vinsælustu kven- og karlmannsnöfnin og eru í dag notuð af skynsemisfólki sem heldur lífi í gömlu, góðu nöfnunum. En óhefðbundnari nöfn, ný af nálinni, eru þau sem halda nafnaþróuninni gangandi. Mannanafnasiðir breytast í takti við tímann, og nöfn sem okkur kann að þykja hin venjulegustu í dag, voru framandi nöfn á einhverjum tímapunkti. En við aðlögumst, venjumst og höldum áfram, þar til næsta nýstárlega nafn lítur dagsins ljós og ferlið endurtekur sig. Nýverið birtist frétt um að Stofnun Árna Magnússonar myndi bæta kynhlutlausa persónufornafninu hán við orðabækur sínar. Með viðurkenningu á þessum jaðarhópi er heimurinn smátt og smátt að rétta sig af, og enn frekar með samþykkt kynhlutlausu nafnanna Bryn og Eló. Er þetta dæmi um það hvernig mannanöfn þróast með samfélaginu og fara frá því að vera fagurfræðilegar vangaveltur, yfir í grunnmannréttindi. Fyrir ykkur sem kann að blöskra nýsamþykkt nöfn og breyttar venjur, þið þurfið ekki að skilja, einungis virða. Auðvitað er ekki hægt að gera öllum til geðs, enda eru það væntingar sem seint verða uppfylltar. Fögnum heldur fjölbreytileikanum og sístækkandi nafnaflóru íslenskunnar. - Ég skora á Ármann Pétursson, bónda á Neðri- Torfustöðum Elísabet Sif. MYND AÐSEND Elísabet Sif Gísladóttir Vestur-Húnavatnssýslu hverju götuhorni, í kaupfélaginu, í búðunum, alls staðar meðan þessi kosningabarátta stóð, fullorðna fólkið var svo æst! Það er nefnilega svo þegar tekist er á um trúmál að skoðanaskiptin verða tilfinningaþrungin því trúin lýtur ekki lögmálum almennrar rökhyggju; það getur orðið svo djúpt á sönnunum. Víst er að ekki greri um heilt í nokkrum fjölskyldum eftir kosningarnar. Sr. Árni heimsækir Eyþór laugar- daginn 30. janúar til þess að undirbúa messu sína daginn eftir. Hann er ekki bjartsýnn á gengi sitt í kosningum en messan tókst vel og hana sóttu margir: „Þótti mörgum honum takast vel. Það vakti athygli þeirra sem eru tíðir kirkjugestir, að sjá hversu margir voru í kirkju sem aldrei sjást þar, nema þá helst við jarðarfarir, og margir voru þarna af þeim er telja sig til kommúnista og flestir framámenn þeirra.“ Það var mikil pólitík kringum þessar kosningar! Kosningadagurinn var ákveðinn 28. febrúar og frambjóðendur hugsa sinn gang. Jónas heimsækir Eyþór í febrúar- byrjun: „Sr. Jónas Gíslason kom hér fyrir hádegi og sat um stund og rabbaði um alla heima og geima nema prests- kosningar“ (2. 2. 1960). Um þetta leyti drógu sr. Árni og sr. Fjalar umsóknir sínar til baka vegna áskorana sóknar- barna sinna, eftir stóðu sr. Jónas og sr. Þórir. Ekki var um annað rætt í bænum síðustu vikur fyrir kjördag og ótrúleg heift í málflutningi. Á kennarastofunni í barnaskólanum skiptust menn í fylk- ingar og virtist Eyþóri að Jónas ætti þar aðeins meiri stuðning en sr. Þórir. Svo rann upp dagurinn mikli, 28. febrúar. Króksarar fjölmenntu á kjörstað, kjörsóknin var 80,34%. Menn biðu síðan í spennu til 7. mars að úrslit voru kunngjörð: sr. Þórir hlaut 346 atkvæði, sr. Jónas 296. „Vonandi fara nú allar öldur að lækka, enda ekki vanþörf á að svo verði sem fyrst“ (7. 3. 1960). Sr. Þórir var settur inn í embætti sunnu- daginn 10. apríl og var kirkjan þétt setin, „athöfnin virðuleg“ skrifaði Eyþór. Milli þeirra sr. Þóris tókst ágætt samstarf og þeir bundust vinaböndum og unnu náið saman. Messum fjölgaði á starfsárum hans og kirkjusókn jókst. Eyþór hafði nóg fyrir stafni. Fyrsta ár sr. Þóris í embætti var Eyþóri ánægjulegt og starfsamt. Fermt var sunnudaginn 22. maí og „kl. 2 æfði ég prestinn í altarisgöngutóninu fyrir morgundag- inn“ skrifar Eyþór í dagbókina daginn áður. Í júní 1971 urðu þáttaskil. Sr. Þórir tilkynnti Eyþóri 29. júní að hann hefði verið ráðinn aðstoðarprestur sr. Jóns Auðuns við Dómkirkjuna í Reykjavík og flytti senn búferlum suður. „Sr. Þórir hefur verið starfsamur embættismaður og gengið með miklum dugnaði til allra verka“ skrifar Eyþór. Þeir eiga kveðju- stund eftir síðustu messuna en sr. Þórir kvaddi söfnuðinn 29. ágúst. Eyþór á eftir að sakna hans. Nú var prestlaust á Króknum og kallið auglýst laust til umsóknar. Sr. Tómas Sveinsson sækir einn um brauðið og 140 manns mæta í kynn- ingarmessu hans 5. september 1971. Kosning fer fram 26. september og kusu tæplega 400 manns. Sr. Tómas var svo munstraður sóknarprestur 17. október. Hann var síðan kjörinn prestur í Háteigssókn í Reykjavík 1976 og kvaddi söfnuð sinn með messu 7. nóvember. Mér sýnist að Eyþór hafi ekki saknað hans en hvergi stendur það berum orðum í heimildum. Sr. Sigfús Jón Árnason sótti einn um kallið en lögum samkvæmt var samt kosið 12. desember 1976 og var kjörsókn dræm. Einungis fjórir af 60 á kjörskrá í Skarðshreppi greiddu atkvæði „enda hafa þeir oftast verið utan gátta“ skrifar Eyþór. Sr. Sigfús fékk Hof í Vopnafirði 1980 og „hin aldna móðir“ var þá prestlaus. Eyþór hefur áhyggjur af kirkjunni sinni, finnst prestarnir vanmegna. Þjóðkirkjan rekur sumarbúðir á Löngumýri. Þangað kemur roskið fólk úr ýmsum sóknum syðra og prestur með í för. Margsinnis fara Eyþór og Sissa á kvöldvökur þar fremra í boði viðkomandi prests og Eyþór fer þar með ljóð eins og stemningin bauð honum hverju sinni. Honum finnst þetta gaman. Bílferðir eiga líka við hann, hvort sem bílstjórinn kann eða kann ekki að keyra, meira um það síðar. Sr. Þórir er fyrir norðan með svona hóp í júlí 1977 og syngur þá messu á Króknum fyrir fullri kirkju en undanfarin ár hafði kirkjusókn verið mjög dræm. „Þetta sýnir vel, hversu mikil ítök sr. Þórir á enn í þessum söfnuði, það liggur líka við að segja megi, að hér hafi verið prestlaust síðan hann fór héðan“ (31. 7. 1977). Eyþóri líkaði illa hvað kirkjusókn var dræm og rekur það m.a. til prestanna sem komu að kallinu að sr. Þóri fluttum. Samkvæmt tölum á Covid.is sem birtar voru sl. mánudagsmorgun eru nú aðeins fjórir smitaðir af Covid á Norðurlandi vestra en þeir voru mest 17 í síðustu viku. Þá voru einnig 15 í sóttkví á Norðurlandi vestra. Á landsvísu hefur smituðum einnig farið fækkandi, voru yfir 1.300 á laugardag en voru orðnir 1.170 á mánudag. Þá voru 30 einstaklingar á sjúkrahúsi vegna Covid í byrjun vikunnar og þar af sex á gjörgæslu sem eru sömuleiðis heldur lægri tölur en fyrir helgi. Þetta er að sjálfsögðu jákvætt en hvort þetta þýði að fjórða bylgjan sé heldur að gefa eftir getur tíminn einn leitt í ljós. Fram kom í fréttum fyrir helgi að Landsspítalinn væri á mörkum þess að vera kominn í neyð vegna fjölda Covid-smitaðra á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var orðinn klár með minnisblað til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir en beið í raun aðeins eftir neyðarkalli frá Landsspítalnum. Mbl.is sagði frá því í byrjun vikunnar að mun færri greind ust smitaðir inn an lands á laugardag og sunnudag en verið hef ur. Þórólf ur seg- ir það ánægju legt en er ekki viss um að það sé hægt að túlka smit töl urn ar þannig að far ald ur inn sé á niður leið. Pössum okkur og hvort annað Munum að halda uppi vörnum í baráttunni við vágestinn; að spritta hendur, bera grímur þar sem það á við og virða fjarlægðarmörk. Þetta hefst með sameiginlegu átaki. /ÓAB COVID-19 | Fjórða bylgjan Covid-tölurnar á niðurleið á Norðurlandi vestra 31/2021 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.