Feykir


Feykir - 18.08.2021, Blaðsíða 3

Feykir - 18.08.2021, Blaðsíða 3
Sveitarfélagið Skagafjörður og Steypustöð Skagafjarðar hafa skrifað undir samning að undangengnu útboði um framkvæmdir við nýja götu á Sauðárkróki, Nestún, sem er staðsett fyrir ofan Laugatún og liggur samsíða henni, með aðkomu af Túngötu. Gert er ráð fyrir 14 nýjum lóðum fyrir einbýlishús við Nestún, sjö lóðum sitthvorum megin við götuna. Austan götu er gert ráð fyrir tveggja hæða húsum en einnar hæðar húsum vestan götu. Framkvæmdirnar sem Steypustöð Skagafjarðar taka að sér snúa að gatnagerð og fráveitu við Nestún og munu fram- kvæmdir hefjast á næstu dögum. Verklok eru í byrjun október og er áætlað að lóðir við Nestún verði auglýstar með haustinu. /SMH Ný gata á Sauðárkróki Framkvæmdir hefjast við Nestún SSNV greindi frá því að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hafi verið á ferð um Norðurland vestra í blíðunni sem var fimmtu- daginn 12. ágúst sl. Með henni í för voru Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri ásamt starfsfólki ráðuneytis- ins og Ferðamálastofu. Hópurinn hóf yfirreiðina í Skagafirði þar sem heimsóttir voru ferðaþjónustuaðilar og smáframleiðendur og eftir stuttan spjallfund með full- trúum ferðaþjónustunnar í Skagafirði var haldið fyrir Skaga, þar sem stoppað var við Ketubjarg og í Kálfs- hamarsvík, en verkefni tengd þessum stöðum hafa fengið framlag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á síðustu misserum. Nýjasti veitingastaðurinn á Norðurlandi vestra "Harbour restaurant" á Skagaströnd var heimsóttur áður en staðan var tekin með heimamönnum við Hrútey og á Þrístöpum, en á báðum þessum stöðum eru í gangi viðamiklar fram- kvæmdir, sem Frakvæmda- sjóðurinn hefur komið að, og eiga eftir að skila ótrúlega áhugaverðum áfangastöðum fyrir svæðið. Deginum lauk svo á Hvammstanga þar sem ráð- herra dró að húni fána RÉTTIR food festival, sem nú er að hefjast, áður en smakkað var á framlagi Sjavarborgar til matarhátíðarinnar og var enginn svikin af því. Sannar- lega vel heppnaður dagur þar sem hægt var að tæpa á nýj- ungum og áformum á svæð- inu, en ráðherra hefur árlega farið í svona dagsferð um einn tiltekin landshluta. /SMH Norðurland vestra Þórdís Kolbrún í heimsókn Við Ketubjörg. Frá vinstri: Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri SSNV, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála og Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri MYND: SSNV Á fundi byggðarráðs Skaga- fjarðar 11. ágúst sl. var greint frá því að Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir hafi verið ráðin í starf skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins. Sæunn Kolbrún er með M.Sc. gráðu í skipulagsfræð- um frá Landbúnaðarháskóla Íslands en hefur einnig lokið B.Sc. námi í umhverfis- skipulagi frá sama skóla. Þá hefur Sæunn Kolbrún lokið margvíslegum námskeiðum sem tengjast störfum hennar undanfarin ár. Sæunn Kolbrún hefur starfað sem staðgengill um- hverfis- og landgræðslustjóra hjá Orku náttúrunnar og sem sérfræðingur í öryggis- og heilsumálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hún er fædd og uppalinn á Hjaltastöðum í Blönduhlíð, dóttir Þórólfs Péturssonar og Önnu Jóhannesdóttur. /SMH Sveitarfélagið Skagafjörður Sæunn Kolbrún ráðin skipulagsfulltrúi Frá undirritun samnings. F.v Atli Gunnar Arnórsson frá Stoð, Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, Ásmundur Pálmason frá Steypustöð Skagafjarðar, Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri, Veitu og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson tæknifræðingur. MYND: SVF. SKAGAFJÖRÐUR ÍBÚAFUNDIR UM SAMEININGARVIÐRÆÐUR Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður vinna að mati á kostum, göllum og tækifærum sameiningar sveitarfélaganna. Í september er ráðgert að sveitarstjórnir taki ákvörðun um hvort þau hyggist ráðast í formlegar sameiningarviðræður sem lýkurmeð því að íbúar kjósi um tillöguna. Áður en sveitarstjórnir taka ákvörðun um hvort skuli hefja formlegar sameiningarviðræður, verða haldnir íbúafundir í hvoru sveitarfélagi fyrir sig þar sem helstu niðurstöður greiningar ráðgjafa verða kynntar og kallað eftir sjónarmiðum og ábendingum íbúa. Fundunum verður einnig streymt og geta þátttakendur sent ábendingar rafrænt inn á fundinn. Íbúafundir verða haldnir á eftirfarandi stöðum: Miðgarði: - Fimmtudaginn 26. ágúst, kl. 16:30-18:00. Héðinsminni: - Fimmtudaginn 26. ágúst, kl. 20:00-21:30. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðum sveitarfélaganna þegar nær dregur fundum. akrahreppur.is skagafjordur.is Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir. MYND: AÐSEND 31/2021 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.