Feykir - 15.12.2021, Page 4
4 48/2021
Dregið hefur verið úr réttum lausnum í myndagát-
unni sem birtist í jólablaði Feykis. Líkt og fyrri ár
var þátttaka góð meðal lesenda. Lausnin er
eftirfarandi: Hringekja uppbótarþingmanna fór
óvænta aukaferð eftir endurtalningu kosninga
haustsins.
Þrír bókavinningar, frá Bókaútgáfunum Veröld,
Hólum og Völuspá, eru í verðlaun og vinningshafar
eftirfarandi:
Gísli Már Arnarson Hvammstanga ::
Guðni á ferð og flugi -
Guðjón Ragnar Jónasson skráði
Sif Guðmundsdóttir Blönduósi ::
Ekki var það illa meint – Ljóð og lausavísur
eftir Hjálmar Freysteinsson
Birgitta Sveinsdóttir Varmahlíð ::
Á flótta í 40 ár. Öðruvísi Íslandssaga –
Höfundur Jón Hjaltason
Feykir þakkar þátttakendum fyrir innsendar
lausnir og óskar vinningshöfum til hamingju. /PF
Verðlaunahafar jólamyndagátu
Þrjú heppin fá bókavinninga
Búnaðarsamband
Húnaþings og Stranda
Framkvæmdastjóri
óskast
Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda óskar eftir að
ráða starfsmann til að sjá um starfsemi sambandsins frá
1. mars næstkomandi. Helstu verkefni eru umsjón með
daglegum rekstri, nautgripa- og sauðfjársæðingum,
jarðabótaúttektum og öðrum þeim verkefnum sem
stjórn ákveður.
Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólapróf í búvísindum
eða hafi lokið sambærilegu námi sem nýtist í starfi.
Mikilvægt er að umsækjendur hafi þekkingu á félagskerfi
bænda, geti unnið sjálfstætt og séu færir í mannlegum
samskiptum.
Um er að ræða hlutastarf en nánari útfærsla á starfinu getur verið
samkomulagsatriði. Nánari upplýsingar veitir formaður BHS, Ingvar
Björnsson í síma 893 0120 eða á tölvupósti holabaksbuid@gmail.
com.
Umsóknafrestur er til 1. janúar 2022.
Umsókn um starfið skal fylgja kynning á umsækjanda
ásamt starfsferilsskrá.
Sérfræðikomur
í janúar 2022
www.hsn.is
13. OG 14. JANÚAR
Orri Ingþórsson, kvensjúkdómalæknir
17. OG 18. JANÚAR
Sigurður Albertsson, alm. skurðlæknir
24. TIL 27. JANÚAR
Bjarki Karlsson, bæklunarlæknir
Tímapantanir í síma 432 4236
Fengu hluta húss Sigurðar
Pálmasonar til afnota
Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra
Halldór Hreinsson afhendir fulltrúum stjórnar Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra
lyklavöld að gamla verslunarhúsnæði Sigurðar Pálmasonar. AÐSEND MYND
Föstudaginn 3. desember
afhenti Halldór Hreinsson,
fyrir hönd eigenda
Brekkugötu 2, Félagi eldri
borgara í Húnaþingi vestra
lyklavöldin að jarðhæð
og kjallara húss Sigurðar
Pálmasonar á Hvammstanga.
Hefur félagið frjáls afnot af
húsnæðinu fram til 17. júní
á næsta ári og greiðir aðeins
fyrir rafmagn og hita.
„Stjórn félagsins er afar
þakklát fyrir þennan rausnar-
skap og stefnir að því að nýta
þetta húsnæði sem best fyrir
nýjungar og fjölbreyttara
félagsstarf í þágu eldri borgara
og samfélagsins alls þennan
tíma,“ segir í tilkynningu
stjórnar.
Boðað hefur verið
til söngstundar í dag, með
Elinborgu söngstjóra, og að
henni lokinni hægt að grípa
í spil eða handavinnu. Heitt
verður á könnunni.
Fimmtudaginn 30. desem-
ber klukkan 14:00 – 16:00
verður samvera þar sem lesið
verður m.a. úr jólabókunum,
kaffi og jólasætindi. /PF
Fékk nafnið Grettir sterki
Dráttarbátur Skagafjarðarhafna skírður
Í gær var nýja dráttarbáti
Skagafjarðarhafna gefið nafn
við látlausa athöfn á
Suðurbryggju á Sauðárkróki.
Fékk hann nafnið Grettir
sterki eftir einum frægasta
útlaga Íslandssögunnar.
Vegna samkomutakmark-
ana var einungis 50 manns
boðið að vera viðstaddir
athöfnina sem hófst á því að
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitar-
stjóri, bauð gesti velkomna.
Þá flutti sr. Sigríður Gunnars-
dóttir bæn og blessaði skipið
áður en Ingibjörg Huld
Þórðardóttir skírði skipið með
hefðbundnu flöskubroti á
skipshlið.
Að athöfn lokinni var
viðstöddum boðið að þiggja
veitingar í Hús frítímans./PF
Pokar
úr Feyki
Feykir fullnýttur
„Um leið og ég þakka gott
blað, vil ég sýna ykkur
dæmi um endurnýtingu
Feykis,“ skrifar Sigrún
Grímsdóttir á Blönduósi
til blaðsins.
„Fyrst lesið, síðan búnir til
pokar utan um jólapakkana
og svo má auðvitað lesa
aftur,“ skrifar hún og Feykir
tekur heilshugar undir.
Nýtum eins og hægt er. /PF