Feykir - 15.12.2021, Qupperneq 21
48/2021 21
Heilir og sælir lesendur góðir.
Gaman að byrja að þessu sinni með ágætri
vísu, sem reyndar er höfundarlaus, en send
frá áskrifanda blaðsins sem þakkar þar
fyrir góða stund er honum berst blaðið og
vísnaþáttur.
Sveitamanninn lífið lokkar
læðast geislar yfir grund.
Þér ég sendi í þáttinn okkar
þakkir fyrir góða stund.
Kannski les Sigmundur Benediktsson
líka Feyki, sem er höfundur að þessari
haustvísu:
Hrímuð vakan hryglu grá
herðir tak á grundum,
emja nakin ýlustrá
út á klakasundum.
Langar þá næst að halda áfram að rifja
upp nokkrar af hinum ágætu veðurlýs-
ingarvísum Adolfs J. Petersen.
Þrymur rok við Reyðará
rýkur brim á skeri.
Napurt hríðar norðan frá
nístir kaldur freri.
Akureyri signir sól
sunnanblær og ylur.
Stinningskaldi á Staðarhól
stundum frost og bylur.
Í Sandbúðum er austan átt
ylur um fjallageima.
Geislasvif um heiðið hátt
á hauður niður streyma.
Er Grímsey auður sær
yst við hafið kalda,
þar er sól og sunnan blær
og sáralítil alda.
Grímsstöðum er gola og fjúk
gyllir sól til muna.
Fjallaþytur fannadúk
fellir á náttúruna.
Á Mánárbakka er misjöfn tíð
mugga og frost í veldi.
Raufarhöfn er rok og hríð
en regn og logn að kveldi.
Látum nú staðar numið að sinni með
þessum ágætu veðurvísum Adolfs, kannski
verður hægt síðar að skoða þær betur
og birta fleiri, því margar eru eftir enn úr
syrpunni.
Mikil þögn hefur mér fundist yfir vísum
hins ágæta hagyrðings Sigvalda Sveins-
sonar, sem var barnakennari á Höskulds-
stöðum á Skagaströnd og mun hafa látist
1934. Orti hann, að mér finnst, góðar vísur
og hef nú eignast nokkrar af þeim.
Húmsins runnu rekkju frá
rósir spunnu gljáar.
Geislar sunnu glæstir á
grund og unnir bláar.
Þvílík orðgnótt, góðir lesendur, í einni vísu.
Ekki minnkar talsmátinn í þeirri næstu:
Keldur frjósa, kulnar rós
kvikar ljósaskrúði.
Lækjarós að löðri sjós
logarósum spúði.
Á efri árum mun Sigvaldi hafa ort svo
mikinn sannleika:
Vísnaþáttur 798
( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is
Lífs um ferju trosnuð tjöld
tálvon hverja ég brenni.
Á mig herjar ellin köld
illt er að verjast henni.
Önnur í svipuðum dúr kemur hér:
Óðum halla ævi fer
allt er að kalla í molum.
Vonir allar eru mér
eins og gjall í kolum.
Það er Steindór Sigurðsson sem yrkir svo
fallega um ferskeytluna:
Þegar bítur brjóstið stál
beiskra hugrenninga,
vaka eins og vor í sál
vísur Íslendinga.
En á vörum alþjóðar
yndislegust var hún.
gegnum aldir áþjánar
uppi málið bar hún.
Ferskeytlan sinn óm og yl
óf í þeirra drunga,
og svo glæst, að enn er til
íslensk þjóð og tunga.
Gegnum aldir, yfir höf
inn til dala og fjalla.
Íslendinga göngu að gröf
glitaði hún alla.
Veit því miður ekki um höfund að þessari
ágætu vísu sem kemur hér næst:
Reipum ekki reyra mig
rökkur geisla völdin.
Fer ég oft að finna þig
fagra mey á kvöldin.
Önnur vísa, sem undirrituðum þykir að
minnsta kosti mjög góð, kemur hér næst en
er því miður höfundalaus, gaman að heyra
frá lesendum ef þeir kunna hana.
Margur særður sorgarör
söknuð lífi tvinnar,
- losnar ei við fingraför
fyrstu ástar sinnar.
Þá næst ein ágæt frá Ingólfi Ómari:
Útlit þó sé orðið breytt
ei mig plagar fárið.
Vaxtarlagið frekar feitt
og farið að þynnast hárið.
Það er Angantýr Jónsson sem segir okkur
svo fallega frá í næstu vísu:
Þó að lífsins þungu spor
þjaki að mínu sinni,
alltaf vakir æsku vor
innst í sálu minni.
Gott að enda þá með annarri ágætri vísu
eftir Angantý.
Þó að heimur herði á
hugans þyngstu meinum,
andans gróður eignast má
innst í hugans leynum.
Veriði þar með sæl að sinni.
Guðmundur
Valtýsson
Eiríksstöðum,
541 Blönduósi
Sími 452 7154
víðtækari samstöðu
hjá sveitarfélögunum á
Norðurlandi vestra til
að berjast fyrir bættum
kjörum íbúanna, bættum
vegasamgöngum,
innviðauppbyggingu
og auknum tækifærum
fyrir svæðið í heild.
Okkar landshluti hefur
orðið verulega útundan
síðastliðin ár og má
hugsanlega rekja það til
takmarkaðrar samstöðu
innan svæðisins.
Sameining er skref í
þá átt að þjappa okkur
saman og byggja upp til
framtíðar, styrkurinn felst
í samstöðunni, styrkurinn
felst í okkur.
- - - - - -
Ég skora á Ólaf
Magnússon Sveinsstöðum
að taka við pennanum.
Að mörgu er að hyggja
þegar sameina á
sveitarfélög til að þau
standi sterkari saman.
Oft hefur það reynst erfitt
fyrir íbúana að sætta
sig við breytingar og í
mörgum tilfellum skiptist
fólk upp í hópa líkt og
var fyrir sameiningu. Það
þýðir ekki að sitja fastur
í fortíðinni heldur að taka
þessu með opnum huga
og hugsa dæmið upp á
nýtt.
Þegar sameina á
sveitarfélög þá snýst
það um nýtt upphaf,
nýtt samfélag og jafnvel
nýtt nafn. Þessa dagana
eru sveitarstjórnir
Húnavatnshrepps og
Blönduósbæjar að
ganga frá samningi um
sameiningu og verður
kosið í febrúar.
Mín orð til þeirra sem
fjalla um þessi mál er
að hafa það hugfast
að Húnavatnshreppur
og Blönduósbær eru
að sameinast í nýtt
sveitarfélag með nýtt
upphaf, hvorugt þeirra
er að ganga inn í hitt
heldur eru þau að fara að
ganga veg framtíðarinnar
saman.
Ef nýtt sveitarfélag
verður stofnað þá vona
ég innilega að fólk
hætti þessum „við og
hinir“ hugsunarhætti,
sá hugsunarháttur er
löngu úreltur. Sameinað
sveitarfélag snýst um
samfélagið sem heild, við
stöndum miklu sterkari
saman til að byggja upp
innviði sveitarfélagsins
og þegar berjast á fyrir
hagsmunum svæðisins
út á við. Við ættum að
tileinka okkur þann sið að
tala um okkur sem heild,
því annars munum við
aldrei ná árangri sem nýtt
sveitarfélag. Að þræta
innbyrðis hefur sjaldan
skilað árangri því hver
tekur mark á sveitarfélagi
sem ekki stendur saman
þegar á reynir.
Að því sögðu þá
hefði ég vilja sjá mun
ÁSKORENDAPENNINN | palli@feykir.is
Jón Árni Magnússon bóndi í Steinnesi
og sveitarstjórnarmaður í Húnavatnshreppi
Hugleiðingar um
sameiningu sveitarfélaga
Jón Árni Magnússon
MYND AÐSEND