Feykir


Feykir - 15.12.2021, Qupperneq 24

Feykir - 15.12.2021, Qupperneq 24
24 48/2021 Móttökurnar í Valdarási voru höfðinglegar en við vorum nokkuð vel haldnir eftir dvöl- ina á Stóru-Ásgeirsá. Þó drukk- um við kaffi úr Manchester United-krúsum – og mýmarga minjagripi mátti finna á bænum sem tengdust enska stórliðinu er var greinilega í hávegum haft þar á bæ. Reyndist Rúnar opinskár og óspar á að miðla sögu sinni í fallegu stofunni í gamla bænum á Valdarási. Rúnar hóf að æfa knatt- spyrnu tíu ára gamall. Íþrótta- kennarar hans að Laugarbakka og í Reykjaskóla í Hrútafirði sáu strax að í honum bjó góð- ur efniviður í fótboltamann. Sú er kenndi honum á Reykjum var engin önnur en hin fræga athafnakona Jónína Benediktsdóttir sem hóf starfs- feril sinn sem íþróttakennari. Hún fundaði með foreldrum Rúnars og lagði til að hann byrjaði fyrir alvöru að þjálfa sig í íþróttinni. Þetta þýddi að hann yrði að flytjast suður til Reykjavíkur og það rímaði ekki alls kostar við heimsmynd foreldranna. Jónína var einbeitt á fundinum líkt og hennar var venja, foreldrarnir stóðu líka fastir fyrir á sínu og allt fór í háa loft: Rúnar átti að taka við búinu á Valdarási og naut því lítils stuðnings að heiman til að helga sig íþróttaiðkuninni. Hann tók við búi rétt ríflega tuttugu og fimm ára, en spilaði þó með Hvöt frá Blönduósi í fjórðu deild og æfði eitt sumar með öðrum flokki Vals í Reykjavík þar sem hann kynntist frægum íþróttaköppum á borð við Guðna Bergsson og Geir Sveinsson. Lífið í Fitjárdalnum útheimti sína vinnu; búsmalinn þurfti sitt og heyskapurinn spurði ekki hvort leikur væri sama dag og þurrkur. Lítið færi gafst þess vegna til knattspyrnuiðkunar sunnan heiða; hugmyndaheimur fót- boltans samræmdist illa veru- leika húnvetnskra heimahaga. Samt náði Rúnar að helga sig knattspyrnunni um stund og átti hann stórkostlegt fót- boltaævintýri sem hann getur þakkað séra Róbert Jack, en hann var mikill velgjörða- maður Rúnars þegar kom að þessum málum og átti eftir að fylgja honum til æfinga hjá Manchester United og Celtic í Skotlandi. United-menn gefast aldrei upp Séra Róbert var skoskur og var mikils metinn víða á Bretlandi, en þeir Rúnar kynntust fyrst fyrir alvöru þegar Rúnar var ellefu ára gamall. Forsagan var sú að Rúnar hafði orðið fyrir einelti í skólanum vegna þess að hann var ættleiddur. Hafði hann enga hugmynd um þennan uppruna sinn, þótt flestir í sveitinni vissu leyndarmálið. Kom drengur- inn yfirleitt grátandi heim úr heimavistarskólanum en gat engan spurt, enda ekki til siðs að ræða slíka hluti á heimilinu þegar hann var að alast upp. Lenti hann ellefu ára gamall í slíkum erfiðleikum í skólanum að hann hljóp inn á heimavistarherbergi sitt og fékk sér vatn – en þegar glasið brotnaði í vaskinum tók hann glerbrot og reyndi að svipta sig lífi. Kennari kom aðvífandi, þar sem allt var atað blóði, og var drengurinn í framhald- inu fluttur á sjúkrahúsið á Hvammstanga. Um líkt leyti var Kári Stefánsson starfandi læknir á Hvammstanga og leiða má að því líkum að Kári hafi tekið á móti Rúnari þegar komið var með hann á sjúkrahúsið. Ótrúlegt ævintýri Valdarássbóndans Guðni á ferð og flugi | palli@feykir.is Í bókinni Guðni á ferð og flugi fer Guðni Ágústsson með lesandann í ferðalag um hinar dreifðu byggðir Íslands og heimsækir fólk af öllu tagi. Fyrir utan að vera skemmti- legir og forvitnilegir viðmælendur fæst það við spenn- andi og oft og tíðum nýstárleg viðfangsefni sem styrkja lífið í sveitunum. Í þessum heimsóknum er Guðni yfir og allt um kring og hin landskunna „guðníska“ skýtur hvað eftir annað upp kollinum. Guðjón Ragnar Jónasson fylgdi Guðna á þessum ferðum og hefur skrásett á aðgengilegan og grípandi hátt það sem á daga þeirra dreif. Feykir fékk að birta brot úr ævintýri Axels Rúnars Guðmundssonar á Valdarási sem þeir Guðni og Guðjón heimsóttu. Millifyrirsagnir eru Feykis. Í stað þess að hringja í for- eldrana var haft samband við séra Róbert sem sat hjá Rúnari þá um nóttina og spjallaði vel og lengi við hann. Presturinn hafði ýmis skynsamleg heilræði fram að færa, meðal annars að við mannfólkið hefðum ekki rétt til að grípa til slíkra örþrifaráða vegna þess að þá væri verið að skilja vandamálið eftir. Guð væri sá eini sem fær væri um að taka svona ákvörðun. Séra Róbert sagði Rúnari jafnframt dæmisögu sem er honum ógleymanleg: „Þú hleypur inn á völlinn í treyju Manchester United og það gengur illa í fyrri hálfleik. Liverpool skorar þrjú mörk í fyrri hálfleik. Við förum ekki að gráta inni í klefa og hlaupum heim og hættum. Fyrst þeir skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik, þá skorum við að minnsta kosti þrjú ef ekki fjögur í þeim seinni. Við leggjum bara helmingi meira á okkur, við hlaupum meira, tölum meira saman og komumst sem heild í gegnum erfiðleikana.“ Þessari sögu gleymir Rúnar aldrei og á erfiðum stundum hefur hún oft komið upp í huga hans, til dæmis árið 2001 er hann var í áfengismeðferð á Vogi, en þar hitti hann fyrir aðdáanda Tottenham, en það lið átti þá leik gegn Manchester United. Á Vogi höfðu sjúkl- ingarnir hvorki aðgang að sjónvarpi né farsíma; eina sambandið við umheiminn fékkst í gegnum tíkallasíma. Tottenham-maðurinn fregnaði eftir samtal í símanum að staðan í hálfleik væri 3–0, sínu liði í hag. Sagði hann við Rúnar að þetta væri búið spil fyrir hans menn en Rúnar hélt nú ekki og svaraði: „United-menn gefast aldrei upp.“ Svo líður tíminn og Rúnar furðar sig á því að Totten- hammaðurinn hafi ekki komið og haldið áfram að djöflast í sér. Þá sér hann manninn sem vill skyndilega ekkert við hann tala. Síðar kom í ljós að United hafði skorað fimm mörk í seinni hálfleik og unnið með fimm mörkum gegn þremur. Varð Rúnari þá hugsað til séra Róberts og sögunnar góðu. Rúnar minnist Róberts Jack með mikill hlýju og rifjar upp fermingarfræðsluna hjá hon- um: Fermingarbörnin dvöldu tæpa viku á Tjörn; dagurinn hófst á morgunverði og bæn en að aflokinni predikun var svo fótboltaæfing klukkan ellefu. Eftir hádegismat fór síðan hin eiginlega fermingarfræðsla fram en knattspyrnuæfing hófst aftur klukkan fjögur. Róbert hringdi oft í Rúnar og segja má að eftir þá erfiðu lífsreynslu, þegar Rúnar gerði tilraun til að svipta sig lífi, hafi presturinn tekið drenginn að sér. Hann sótti hann á æfingar og að aflokinni messu var stundum fótboltaæfing þar sem einungis messubörnin fengu að taka þátt. Foreldrar Rúnars voru fólk annars tíma; þau höfðu engan áhuga á fótboltanum, keyrðu hann aldrei á æfingar og spurðu aldrei hvernig honum hefði gengið. Fermingardagurinn er Rún- ari enn í fersku minni, en þá sagði séra Róbert honum að hann væri þegar búinn að fá fyrstu fermingargjöfina: Man- chester United hefði sigrað Liverpool 2–1 daginn áður og orðið bikarmeistarar. Þetta er eina fermingargjöfin sem hann man eftir. Í predikuninni talaði Róbert um fyrirliða United sem ólst upp í fátækrahverfi og átti ekki fyrir mat, en náði síðar að lyfta bikarnum. Fór víst nokkuð í taugarnar á áhangendum Liverpool að presturinn væri alltaf að tala um Manchester United. Skorað fyrir stórliðið Víkur nú sögunni aftur í ævintýrið þegar Rúnar fór til æfinga hjá Manchester United og skoska stórliðinu Celtic. Var það sumarið 1986, er hann fór út, en séra Róbert var í vinfengi við þá Sir Matt Busby, fyrrum framkvæmdastjóra Manchester United, og David Hay, framkvæmdastjóra Celtic. Ungi maðurinn fékk að æfa í Manchester í tíu daga og undir lok dvalarinnar fékk Guðni og Axel Rúnar hressir á hlaðinu í Valdarási. Mynd úr bókinni Friðrik segir frá.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.