Feykir


Feykir - 15.12.2021, Page 29

Feykir - 15.12.2021, Page 29
48/2021 29 Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári FISK Seafood ehf. · Háeyri 1 · 550 Sauðárkrókur · Sími: 455 4400 · fisk@fisk.is · www.fisk.is ast. Svo elska ég norður- ljósin – eitt það svalasta sem ég hef séð á ævinni. Ég held að vísu ekki jafn mikið upp á veðrið,“ segir Amber hlæjandi. „Ég hef örugglega aðlagast því aðeins betur í ár en það er samt frekar kalt fyrir mig.“ Þið Murr og Jackie hafið verið duglegar að ferðast um landið og þekkið það örugglega betur en flestir Íslendingar, tók tíma að venjast Íslandi? „Ég held að það að búa annars staðar en þar sem þú ólst upp feli vissulega í sér áskoranir og breytingar og það tekur tíma að venjast þeim. Það tók sannarlega tíma að venjast því að leyfilegur hámarks- hraði er talsvert annar hér – við keyrum miklu hraðar í Ameríku. Annað er að vera innan um fólk sem talar annað tungumál. Þetta hefur verið lær- dómsríkt, ég skil örugg- lega meiri íslensku en ég get talað, en ég er að vinna í þessu. Ég er þakklát fyrir að flestir tala ensku og það hefur sannarlega hjálpað. Landið er einstaklega fallegt og ég er þakklát fyrir að við höfum getað ferðast og séð svo margt á Íslandi.“ Þú fékkst fjölskylduna þína í heimsókn í sumar, sáu þau þig spila með liði Tindastóls og hver var þeirra upplifun af Íslandi – þú mátt segja sannleik- ann? „Fjölskyldu minni fannst landið hrífandi fallegt. Ég fór með þeim í skoðunarferðir um landið og þau voru uppnumin af öllu sem við upplifðum. Svo sáu þau mig spila tvo leiki með Tindastólsliðinu og elskuðu stemninguna. Fjölskyldan mín hefur alltaf stutt rækilega við bakið á mér þegar kemur að fótbolta og ég mun ævinlega vera þakklát fyrir það. Ég var svo ánægð að þau fengu að hitta flesta vini mína og íslensku fjölskylduna. Í sannleika sagt upplifðu þau frábæran tíma á ferðalagi um Ísland og að sjá mig spila.“ Þú varst valin besti leik- maður Tindastóls í sumar á uppskeruhátíðinni og varst í nokkur skipti í liði umferðarinnar í Pepsi Max deildinni, hvað fannst þér um það? „Ég er bara mjög auðmjúk yfir því að hafa fengið þessa viðurkenningu. Ég væri ekki þar sem ég er án liðsins míns og sérstak- lega varnarinnar minnar. Við börðumst fyrir öllum stigum sem við fengum á þessu tímabili og gerðum okkar besta.“ Nú hefur þú ákveðið að spila með liði Tindastóls næsta sumar, hvaða væntingar hefurðu fyrir tímabilið? „Væntingar mínar standa fyrst og fremst til þess að liðið vaxi og batni yfir tímabilið og að við gerum öll okkar Amber, Bryndís, Mur og Sveinbjörn í Grænuklaufinni á Sauðárkróki. Fyrir ofan er Amber á fyrstu jólunum. besta. Þar fyrir utan er planið að vinna deildina á þessu tímabili og komast aftur upp í Pepsi Max deildina. Ég er svo spennt, liðið okkar hefur fengið smá reynslu af því hvernig það er að vera í efstu deild og ég veit að þar á Tinda- stóll heima. Við ætlum að læra af því sem við gerð- um á síðasta tímabili og vonandi veitir sú reynsla okkur viðspyrnu til að taka deildina með trompi á næsta tímabili.“ Blaðamaður spyr Amber hvort hún geti rifjað upp eitthvað fyndið sem hafi hent hana á Íslandi og hún rifjar upp fyrstu ferðina á skíða- svæðinu í Tindastóli en þangað fór hún með Mur og Jackie sem störfuðu á tímabili á skíðasvæðinu eftir að þær komu á Krókinn síðasta vetur. „Það var sannarlega vand- ræðalegt þegar ég prófaði að fara á snjóbretti í Tindastólnum,“ segir Amber. „Lyfturnar hér eru talsvert öðruvísi en þær í Ameríku. Ég komst með engu móti upp brekkuna í toglyftunni, ég datt enda- laust. Það endaði með því að ég þurfti að sitja á snjóbrettinu mínu og láta Mur rétta mér snúruna. Svo var ég bara dregin upp brekkuna sitjandi á snjóbrettinu – það var eina leiðin upp,“ segir Amber og hlær. Einhver skilaboð að lok- um til stuðningsmanna og vina á Íslandi? „Takk! Takk fyrir allan stuðn- inginn og ástina sem þið gefið stöðugt. Takk fyrir að gera Sauðárkrók og Ísland að heimili mínu að heiman. Ég þakka liðinu mínu og bæjarfélaginu fyrir að hafa tekið á móti mér opnum örmum. Og ég get ekki beðið eftir að koma aftur og berjast með liðinu okkar til að komast aftur upp í Pepsi Max deildina. Gleðileg jól, farsælt nýtt ár og sjáumst fljótlega!“ Hvernig heldur þú upp á jólin heima? „Jólin snúast um fjölskylduna fyrir mér. Við ferðumst venjulega eitthvað og fjölskyldan kemur saman til að halda jól. Á jóladag fáum við venjulega smákökur eða kleinuhringi í morgunmat, við opnum gjafir og spilum eða förum í leiki það sem eftir er dagsins. Hvað finnst þér ómissandi á jólunum? „Ég held bara að það sé að vera með fjölskyldunni. Það eru aðeins örfá skipti á ári sem fjölskyldan getur komið saman og ég held að hátíðin væri ekki sú sama ef ég gæti ekki hitt alla.“ Hvað er í jóla- matinn? „Í jóla- matinn erum við að jafnaði með svínakjöt, kartöflugratín, salat, brauðrúll- ur grænar baun- ir og maís. Í eftir- rétt höfum við böku [pie] og pipar- myntuís.“ Hvert er besta jólalagið? „This Christmas með Chris Brown.“ Jólaspurningar Samveran með fjölskyldunni ómissandi

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.