Feykir


Feykir - 15.12.2021, Side 30

Feykir - 15.12.2021, Side 30
30 48/2021 til allt er samlagað. Setjið kara- mellusósu innan á brúnina á háum glösum. Stífþeytið rjóma eða setjið í rjómasprautu. Hellið mjólkurhrist- ingnum í glösin og toppið með þeyttum rjóma og nammi/kexi. Verði ykkur að góðu og gleðileg jól. Vísnagátur Sveins Víkings Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Tvö á jörð eru sögð með sanni. Samt á dúk má fjögur kenna. Eitt á svanna og á manni. Áður prýði tignarkvenna. Ótrúlegt en kannski satt... Sansibar er eyja úti fyrir strönd Tansaníu og stundum kölluð Kryddeyja, þótt það sé oftast notað sem heiti á hluta Molukkaeyja í Indónesíu. Stærsti bærinn á Sansibar er Zanzibar City, en miðbær hans, Stone Town, er á heimsminjaskrá UNESCO. Efnahagslífið byggist á framleiðslu krydds (negull, múskat, kanill og pipar meðal annars) og ferðaþjónustu. Ótrúlegt, en kannski satt, þá varð stysta stríð sögunnar á milli Sansibar og Englands árið 1896. Stóð það í heilar 38 mínútur. EFTIRRÉTTUR JÓLA Baileys súkkulaðibúðingur Uppskrift fyrir um 6-8 glös/skálar Súkkulaðimús: 200 g suðusúkkulaði 200 ml rjómi 50 ml Baileys 3 stór egg klípa af salti Aðferð: Aðskiljið eggjarauður og eggjahvítur. Þeytið eggjahvítur ásamt klípu af salti í 3-5 mínútur eða þar til þær eru orðnar þéttar í sér. Bræðið súkkulaði yfir vatns- baði eða í örbylgjuofni ásamt rjómanum og Baileys. Kælið lítil- lega. Hrærið eggjarauðum saman við súkkulaðiblönduna. Bætið eggjahvítum rólega saman við og veltið saman við með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Skiptið búðingnum niður í 6-8 skálar eftir magni í hverri skál. Kælið búð- inginn í ísskáp í að minnsta kosti klukkustund áður en rjóminn er settur á. Baileys rjómi: 200 ml rjómi 3 msk flórsykur 50 ml Baileys 1 tsk vanilludropar Aðferð: Þeytið rjóma, flórsykur, Baileys og vanilludropa saman. Látið yfir búðinginn og toppið með súkkulaði. Skreytt með bræddu eða söxuðu súkkulaði. EFTIRRÉTTUR FYRIR KRAKKANA Lúxus mjólkurhristingur með saltkaramellu og súkkulaðikexi 1 l vanilluís eftir smekk ½ - 1 l nýmjólk 2 msk. saltkaramella 250 ml rjómi kirsuber í krukkku kökuskraut karamellusúkkulaði súkkulaðikex að eigin vali Aðferð: Setjið ís, mjólk og salt- karamellu í blandara og blandið þar Bailey's súkkulaðibúðingur setur punktinn yfir i-ið á jólunum. MYNDIR AF GULUR RAUÐUR GRÆNN OG SALT Su do ku Baileys súkkulaði- búðingur og einn fyrir krakkana Var að ráfa um á Facebookinni minni þegar ég sá girnilegan eftirrétt frá Gulur rauður grænn og salt sem væri sniðugur sem eftirrétturinn á jólunum, poppa upp hjá mér. Við erum að tala um Baileys súkkulaðibúðing sem bræðir hjörtu, þetta hljómar að sjálfsögðu eins og eitthvað sem er alveg hreint stórkostlega gott, sérstaklega fyrir þann sem finnst Baileys góður. Eina er að ég efast um að krakkarnir verði ánægðir með þennan og fann þá á sömu heimasíðu uppskrift að mjólkurhrist- ingi, sumarlegt, ég veit, en ætti ekki að klikka fyrir krakkana, allavega elska mínir ís. Munum svo bara að njóta en ekki þjóta! ( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) siggag@nyprent.is Tilvitnun vikunnar Ekkert virðist nokkru sinni vera of slæmt, of erfitt eða of sorglegt þegar það er jólatré í stofunni. – Nora Roberts Feykir spyr... Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Spurt á Facebook UMSJÓN : klara@nyprent.is „Mig langar í góða bók og frið og ró til að sökkva mér í lestur.“ Sunna Björk Björnsdóttir „Efst á óskalistanum fyrir þessi jól er plötuspilari, en annars eru það gjafirnar sem börnin manns búa til sem vekja alltaf mesta lukku.“ Vopni Björnsson „Er ekki með gott svar við þessu frekar en vanalega. En fólkið mitt hittir alltaf í mark.“ Guðmundur Kárason „Að allt mitt fólk sé við góða heilsu og gleði ríki á hverju heimili, mig vantar enga veraldlega hluti en langar samt í eitt lítið loðið gæludýr, og viti menn það er að fara að rætast.“ Anna Björk Arnardóttir FEYKIFÍN AFÞREYING F Fallegur og frískur eftirréttur fyrir krakka á öllum aldri. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Klifrað upp í rafmagnsstaur. LAUSN Á VÍSNAGÁTU AÐ OFAN: Skaut.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.